Hvernig líður þér í vinnunni? Helena Katrín Hjaltadóttir og Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifa 9. október 2024 13:33 Hvernig er líðan mín í vinnu er spurning sem við ættum öll að staldra við reglulega. Staðreyndin er nefnilega sú að flest fólk á vinnumarkaði ver stórum hluta vökutímans á vinnustaðnum og því er afar mikilvægt að þar líði okkur vel. Vinnuaðstaða, uppsetning í vinnurými og aðbúnaður spilar stórt hlutverk en lykilatriði í vellíðan á vinnustað er sálfélagslegt öryggi. Í sálfélagslegu öryggi felst m.a. að starfsfólk treystir sér til að koma fram með hugmyndir, spurningar, vangaveltur og ekki síst, að gera mistök og taka ábyrgð á þeim. Það treystir sér til að ræða ágreining innan vinnustaðar án þess að óttast neikvæðar afleiðingar. Í því felst einnig að starfsfólk upplifir að það geti bent á þegar öryggisatriðum er ábótavant, sagt frá óæskilegri hegðun og eigin líðan og upplifun. Það má færa rök fyrir því að sálfélagslegt öryggi sé þannig forsenda þess að vellíðan og góð félagsleg heilsa sé ríkjandi á vinnustað. Stjórnendur gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að efla heilsu, vellíðan og sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Vert er að varpa ljósi á nokkur atriði sem stjórnendur geta nýtt sér til að skapa slíkt vinnuumhverfi. Eitt mikilvægasta framlag góðrar stjórnunar er að skilgreina skýr hlutverk og væntingar. Þegar starfsfólk skilur ábyrgð sína og veit til hvers er ætlast af þeim, skapast öryggi sem dregur úr kvíða og streitu. Að öll viti hvar eigin ábyrgð og umboð liggur, en ekki síður að samstarfsfólk sé upplýst, eykur líkur á virðingarríkum samskiptum, sanngjarnri verkaskiptingu og eykur líkur á að réttar boðleiðir séu nýttar. Opin virðingarrík samskipti stuðla að trausti og sálrænu öryggi. Stjórnendur sem hvetja til gagnsæis, gefa starfsfólki rými til að tjá áhyggjur, athugasemdir og spyrja spurninga, uppskera vinnustað þar sem öll hafa þá tilfinningu að rödd þeirra og skoðanir hafi vægi. Með samfélagsmótun og viðhorfum í uppvexti getur það gerst að fólk tileinki sér mistakaótta. Það felur í sér að fólk veigrar sér við því að framkvæma hluti, af ótta við að gera mistök eða af ótta við viðbrögð annarra. Þegar mistakaótti tekur völdin glatast margvíslegar hugmyndir og aðgerðir. Stjórnandi sem sýnir starfsfólki sínu traust og virðingu með því að skapa umhverfi og rými til að standa með mistökum sínum, fá tækifæri til að læra af þeim og endurtaka, er líklegri til að ávinna sér gagnkvæmt traust og virðingu sem eykur líkur á aukinni framleiðni og árangri í starfshópi. Regluleg, uppbyggileg endurgjöf gerir starfsfólki kleift að efla hæfni sína og stuðlar að persónulegum og faglegum vexti. Slíkt eykur fagmennsku og sjálfstraust starfsfólks og skapar vinnumenningu þar sem lærdómi er fagnað. Auk ofantaldra þátta má ekki gleyma mikilvægi þess að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem er nauðsynlegt fyrir vellíðan starfsfólks. Þegar starfsfólk getur komið jafnvægi á persónulegt og faglegt líf, upplifir það minni streitu og betri heildræna heilsu. Stjórnendur sem ganga fram með góðu fordæmi hvað þetta varðar, stuðla ekki aðeins að góðri eigin heilsu heldur einnig starfsfólks. Með því að hafa þessa þætti að leiðarljósi stuðla góðir stjórnendur að heilbrigðum og sálfélagslega öruggum vinnustað þar sem öll geta vaxið og dafnað. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd og sinna stjórnendaþjálfun og handleiðslu hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Stjórnun Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hvernig er líðan mín í vinnu er spurning sem við ættum öll að staldra við reglulega. Staðreyndin er nefnilega sú að flest fólk á vinnumarkaði ver stórum hluta vökutímans á vinnustaðnum og því er afar mikilvægt að þar líði okkur vel. Vinnuaðstaða, uppsetning í vinnurými og aðbúnaður spilar stórt hlutverk en lykilatriði í vellíðan á vinnustað er sálfélagslegt öryggi. Í sálfélagslegu öryggi felst m.a. að starfsfólk treystir sér til að koma fram með hugmyndir, spurningar, vangaveltur og ekki síst, að gera mistök og taka ábyrgð á þeim. Það treystir sér til að ræða ágreining innan vinnustaðar án þess að óttast neikvæðar afleiðingar. Í því felst einnig að starfsfólk upplifir að það geti bent á þegar öryggisatriðum er ábótavant, sagt frá óæskilegri hegðun og eigin líðan og upplifun. Það má færa rök fyrir því að sálfélagslegt öryggi sé þannig forsenda þess að vellíðan og góð félagsleg heilsa sé ríkjandi á vinnustað. Stjórnendur gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að efla heilsu, vellíðan og sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Vert er að varpa ljósi á nokkur atriði sem stjórnendur geta nýtt sér til að skapa slíkt vinnuumhverfi. Eitt mikilvægasta framlag góðrar stjórnunar er að skilgreina skýr hlutverk og væntingar. Þegar starfsfólk skilur ábyrgð sína og veit til hvers er ætlast af þeim, skapast öryggi sem dregur úr kvíða og streitu. Að öll viti hvar eigin ábyrgð og umboð liggur, en ekki síður að samstarfsfólk sé upplýst, eykur líkur á virðingarríkum samskiptum, sanngjarnri verkaskiptingu og eykur líkur á að réttar boðleiðir séu nýttar. Opin virðingarrík samskipti stuðla að trausti og sálrænu öryggi. Stjórnendur sem hvetja til gagnsæis, gefa starfsfólki rými til að tjá áhyggjur, athugasemdir og spyrja spurninga, uppskera vinnustað þar sem öll hafa þá tilfinningu að rödd þeirra og skoðanir hafi vægi. Með samfélagsmótun og viðhorfum í uppvexti getur það gerst að fólk tileinki sér mistakaótta. Það felur í sér að fólk veigrar sér við því að framkvæma hluti, af ótta við að gera mistök eða af ótta við viðbrögð annarra. Þegar mistakaótti tekur völdin glatast margvíslegar hugmyndir og aðgerðir. Stjórnandi sem sýnir starfsfólki sínu traust og virðingu með því að skapa umhverfi og rými til að standa með mistökum sínum, fá tækifæri til að læra af þeim og endurtaka, er líklegri til að ávinna sér gagnkvæmt traust og virðingu sem eykur líkur á aukinni framleiðni og árangri í starfshópi. Regluleg, uppbyggileg endurgjöf gerir starfsfólki kleift að efla hæfni sína og stuðlar að persónulegum og faglegum vexti. Slíkt eykur fagmennsku og sjálfstraust starfsfólks og skapar vinnumenningu þar sem lærdómi er fagnað. Auk ofantaldra þátta má ekki gleyma mikilvægi þess að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem er nauðsynlegt fyrir vellíðan starfsfólks. Þegar starfsfólk getur komið jafnvægi á persónulegt og faglegt líf, upplifir það minni streitu og betri heildræna heilsu. Stjórnendur sem ganga fram með góðu fordæmi hvað þetta varðar, stuðla ekki aðeins að góðri eigin heilsu heldur einnig starfsfólks. Með því að hafa þessa þætti að leiðarljósi stuðla góðir stjórnendur að heilbrigðum og sálfélagslega öruggum vinnustað þar sem öll geta vaxið og dafnað. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd og sinna stjórnendaþjálfun og handleiðslu hjá Auðnast.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun