Riddarar kærleikans Tómas Torfason skrifar 9. október 2024 08:34 Samfélag okkar hefur gengið í gegnum áföll á síðustu vikum. Við erum að vakna við þá staðreynd að of mörgu ungu fólki líður ekki vel. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, hefur ýtt úr vör átaki, þar sem hún hvetur ungt fólk til að vera riddarar kærleikans. Hún segir: „Við höfum öll val. Verum Riddarar kærleikans! Byrjum á því að breyta eigin hegðun. Horfumst í augu og tökum utan um hvert annað. Gerum kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Vertu með!“ Við í KFUM og KFUK tökum undir með forsetanum, enda spegla orð hennar tilveru félags okkar og tilgang. Riddarar fyrri alda fæddust hvorki í brynjum né á hestbaki. Þeir voru bara ungir menn sem fengu uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sitt í lífinu. Ungt fólk samtímans þarf einnig uppeldi og þjálfun til að takast á við lífið. Ábyrgðin á að koma einstakling til manns er mikil og samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri vegferð ef vel á að vera. Rannsóknir hafa sýnt að vandað og skipulagt æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarf veitir uppeldi og þjálfun sem valdeflir og styrkir einstaklinga. Um það er ekki deilt. Kærleikurinn er megin stefið í boðskap Jesú Krists. Í myndlíkingum kristinnar trúar er kærleikanum líkt við ljós og hatrinu við myrkur. Í kristnum boðskap fylgir einörð hvatning til okkar að lifa í ljósinu. Í kristilegu æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, er leitast við að valdefla börn og ungmenni með það að markmiði að þau verði heilsteyptir einstaklingar. Við miðlum líka boðskap Jesú Krists með það að markmiði að kærleikurinn verði ungu fólki veganesti og leiðarljós í lífinu. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að ungt fólk í vanlíðan stígi út úr skugga eymdar og óöryggis. Að það lifi í sátt við sjálft sig og í sátt við annað fólk. Við viljum sjá ungt fólk búa við þann styrk og það hugrekki að lifa í ljósinu, með kærleikann að vopni. Riddarar samtímans þurfa uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sín í lífinu. Því þurfum við sem samfélag að standa með, hlúa að og fjárfesta í skipulögðu æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarfi í landinu. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að ef boðskapur ljóss og friðar fær að umleika slíkt starf, þá kynnast riddararnir kærleikanum, sem við viljum að einkenni þá og samskipti þeirra. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sem þjóð að sækja fram á þessu sviði. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag okkar hefur gengið í gegnum áföll á síðustu vikum. Við erum að vakna við þá staðreynd að of mörgu ungu fólki líður ekki vel. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, hefur ýtt úr vör átaki, þar sem hún hvetur ungt fólk til að vera riddarar kærleikans. Hún segir: „Við höfum öll val. Verum Riddarar kærleikans! Byrjum á því að breyta eigin hegðun. Horfumst í augu og tökum utan um hvert annað. Gerum kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Vertu með!“ Við í KFUM og KFUK tökum undir með forsetanum, enda spegla orð hennar tilveru félags okkar og tilgang. Riddarar fyrri alda fæddust hvorki í brynjum né á hestbaki. Þeir voru bara ungir menn sem fengu uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sitt í lífinu. Ungt fólk samtímans þarf einnig uppeldi og þjálfun til að takast á við lífið. Ábyrgðin á að koma einstakling til manns er mikil og samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri vegferð ef vel á að vera. Rannsóknir hafa sýnt að vandað og skipulagt æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarf veitir uppeldi og þjálfun sem valdeflir og styrkir einstaklinga. Um það er ekki deilt. Kærleikurinn er megin stefið í boðskap Jesú Krists. Í myndlíkingum kristinnar trúar er kærleikanum líkt við ljós og hatrinu við myrkur. Í kristnum boðskap fylgir einörð hvatning til okkar að lifa í ljósinu. Í kristilegu æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, er leitast við að valdefla börn og ungmenni með það að markmiði að þau verði heilsteyptir einstaklingar. Við miðlum líka boðskap Jesú Krists með það að markmiði að kærleikurinn verði ungu fólki veganesti og leiðarljós í lífinu. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að ungt fólk í vanlíðan stígi út úr skugga eymdar og óöryggis. Að það lifi í sátt við sjálft sig og í sátt við annað fólk. Við viljum sjá ungt fólk búa við þann styrk og það hugrekki að lifa í ljósinu, með kærleikann að vopni. Riddarar samtímans þurfa uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sín í lífinu. Því þurfum við sem samfélag að standa með, hlúa að og fjárfesta í skipulögðu æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarfi í landinu. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að ef boðskapur ljóss og friðar fær að umleika slíkt starf, þá kynnast riddararnir kærleikanum, sem við viljum að einkenni þá og samskipti þeirra. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sem þjóð að sækja fram á þessu sviði. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun