Riddarar kærleikans Tómas Torfason skrifar 9. október 2024 08:34 Samfélag okkar hefur gengið í gegnum áföll á síðustu vikum. Við erum að vakna við þá staðreynd að of mörgu ungu fólki líður ekki vel. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, hefur ýtt úr vör átaki, þar sem hún hvetur ungt fólk til að vera riddarar kærleikans. Hún segir: „Við höfum öll val. Verum Riddarar kærleikans! Byrjum á því að breyta eigin hegðun. Horfumst í augu og tökum utan um hvert annað. Gerum kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Vertu með!“ Við í KFUM og KFUK tökum undir með forsetanum, enda spegla orð hennar tilveru félags okkar og tilgang. Riddarar fyrri alda fæddust hvorki í brynjum né á hestbaki. Þeir voru bara ungir menn sem fengu uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sitt í lífinu. Ungt fólk samtímans þarf einnig uppeldi og þjálfun til að takast á við lífið. Ábyrgðin á að koma einstakling til manns er mikil og samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri vegferð ef vel á að vera. Rannsóknir hafa sýnt að vandað og skipulagt æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarf veitir uppeldi og þjálfun sem valdeflir og styrkir einstaklinga. Um það er ekki deilt. Kærleikurinn er megin stefið í boðskap Jesú Krists. Í myndlíkingum kristinnar trúar er kærleikanum líkt við ljós og hatrinu við myrkur. Í kristnum boðskap fylgir einörð hvatning til okkar að lifa í ljósinu. Í kristilegu æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, er leitast við að valdefla börn og ungmenni með það að markmiði að þau verði heilsteyptir einstaklingar. Við miðlum líka boðskap Jesú Krists með það að markmiði að kærleikurinn verði ungu fólki veganesti og leiðarljós í lífinu. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að ungt fólk í vanlíðan stígi út úr skugga eymdar og óöryggis. Að það lifi í sátt við sjálft sig og í sátt við annað fólk. Við viljum sjá ungt fólk búa við þann styrk og það hugrekki að lifa í ljósinu, með kærleikann að vopni. Riddarar samtímans þurfa uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sín í lífinu. Því þurfum við sem samfélag að standa með, hlúa að og fjárfesta í skipulögðu æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarfi í landinu. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að ef boðskapur ljóss og friðar fær að umleika slíkt starf, þá kynnast riddararnir kærleikanum, sem við viljum að einkenni þá og samskipti þeirra. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sem þjóð að sækja fram á þessu sviði. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag okkar hefur gengið í gegnum áföll á síðustu vikum. Við erum að vakna við þá staðreynd að of mörgu ungu fólki líður ekki vel. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, hefur ýtt úr vör átaki, þar sem hún hvetur ungt fólk til að vera riddarar kærleikans. Hún segir: „Við höfum öll val. Verum Riddarar kærleikans! Byrjum á því að breyta eigin hegðun. Horfumst í augu og tökum utan um hvert annað. Gerum kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Vertu með!“ Við í KFUM og KFUK tökum undir með forsetanum, enda spegla orð hennar tilveru félags okkar og tilgang. Riddarar fyrri alda fæddust hvorki í brynjum né á hestbaki. Þeir voru bara ungir menn sem fengu uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sitt í lífinu. Ungt fólk samtímans þarf einnig uppeldi og þjálfun til að takast á við lífið. Ábyrgðin á að koma einstakling til manns er mikil og samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri vegferð ef vel á að vera. Rannsóknir hafa sýnt að vandað og skipulagt æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarf veitir uppeldi og þjálfun sem valdeflir og styrkir einstaklinga. Um það er ekki deilt. Kærleikurinn er megin stefið í boðskap Jesú Krists. Í myndlíkingum kristinnar trúar er kærleikanum líkt við ljós og hatrinu við myrkur. Í kristnum boðskap fylgir einörð hvatning til okkar að lifa í ljósinu. Í kristilegu æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, er leitast við að valdefla börn og ungmenni með það að markmiði að þau verði heilsteyptir einstaklingar. Við miðlum líka boðskap Jesú Krists með það að markmiði að kærleikurinn verði ungu fólki veganesti og leiðarljós í lífinu. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að ungt fólk í vanlíðan stígi út úr skugga eymdar og óöryggis. Að það lifi í sátt við sjálft sig og í sátt við annað fólk. Við viljum sjá ungt fólk búa við þann styrk og það hugrekki að lifa í ljósinu, með kærleikann að vopni. Riddarar samtímans þurfa uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sín í lífinu. Því þurfum við sem samfélag að standa með, hlúa að og fjárfesta í skipulögðu æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarfi í landinu. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að ef boðskapur ljóss og friðar fær að umleika slíkt starf, þá kynnast riddararnir kærleikanum, sem við viljum að einkenni þá og samskipti þeirra. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sem þjóð að sækja fram á þessu sviði. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun