Reyna að ná til nýbúa til að Ísland verði fyrsta reyklausa þjóðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2024 14:42 Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir, Sigríður Flygenring og Karl Andersen. Kristinn Ingvarsson Prófessorar og sérfræðingar í krabbameini og reykleysi segja brýnt að ná til innflytjenda hérlendis þar sem reykingar eru mun algengari en almennt gerist í landinu. Markmiðið að gera Ísland að reyklausri þjóð sé innan seilingar. Fyrirtæki eru hvött til að nálgast myndskreitta bæklinga á þremur tungumálum og kynna fyrir starfsfólki. Nýi bæklingurinn nefnist „Hættu nú alveg“ þar sem fjallað er um afleiðingar reykinga og hvernig hætta má reykingum. Bæklingurinn, sem er á þremur tungumálum, er hluti af ritþrennu um málið sem miðar að því að draga enn frekar úr reykingum í landinu og um leið kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Höfundar bæklingsins nýja eru þau Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir, Sigríður Flygenring og Karl Andersen, öll læknar og hjúkrunarfræðingar sem koma að meðferð lungnakrabbameins og reykleysismeðferð á Landspítala og SÁÁ og hafa gefið vinnu sína. Tómas og Karl eru jafnframt prófessorar við Háskóla Íslands. Bæklingurinn sem má sækja sér ókeypis á netinu eða panta á kostnaðarverði.Kristinn Ingvarsson „Aðeins sex prósent Íslendinga reykja nú daglega sem er eitt lægsta reykingahlutfall í heimi. Það eru frábærar fréttir sem sýna hversu góðum árangri öflugar reykingavarnir hérlendis hafa skilað. Þetta þýðir jafnframt að Ísland getur á næstu tveimur árum orðið fyrsta þjóðin til að ná reykingatíðni undir fimm prósentum sem mörg ríki og stofnanir hafa sett sér sem markmið og nota til að skilgreina þjóð sem reyklausa,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Þótt vel gangi séu enn áskoranir í reykingavörnum hérlendis, ekki síst á meðal innflytjenda þar sem reykingar séu mun algengari. „Því er brýnt er að ná til þeirra og allra hinna sem reykja með auðskiljanlegu fræðsluefni og er bæklingurinn Hættu nú alveg saminn með það í huga. Er hann hugsaður sem viðbót við tvö önnur rit sem komu út fyrr á árinu og fjalla um afleiðingar reykinga með áherslu á lungnakrabbamein en líka mikilvægi reykleysis. Til mikils er að vinna því með því að gera Ísland reyklaust sparast tugir milljarða í heilbrigðiskerfinu um leið og reykleysi stuðlar að bætti líðan fólks og allir geta andað að sér hreinna lofti.“ Ritin þrjú má öll nálgast ókeypis á vefsíðunni www.lungnakrabbamein.is en þau er: Hættu nú alveg Ríkulega myndkreyttur bæklingur á mannamáli með svörtum húmor, ætlaður þeim sem vilja hætta að reykja. Helstu meðferðarleiðir eru úskýrðar og sömuleiðis af hverju rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki heppilegir kostir við reykleysismeðferð. Bæklingurinn er til á íslensku, ensku og pólsku. Lungnakrabbameinsbókin Bók ætluð heilbrigðisstarfsfólki, nemum í heilbrigðisvísindum og almenningi sem vilja kynna sér allt sem viðkemur lungnakrabbameini. Mest áhersla er lögð á nýjungar í greiningu og meðferð en einnig er í bókinni ítarlegur kafli um reykleysismeðferð. Lungnakrabbamein – upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur Hér er útskýrt á einföldu máli og með skýringarmyndum í hverju greining og meðferð lungnakrabbameins felst. Einnig eru upplýsingar um hvernig hægt er að hætta reykingum eftir greiningu og áður en meðferð er hafin. Hægt er að panta útprentuð eintök af bóknum þremur á kostnaðarverði með því að senda tölvupóst á: tomasgud@landspitali.is Þetta á ekki síst við um Hættu nú alveg bæklinginn sem atvinnurekendur get keypt og dreift meðal starfsfólks og þannig stuðlað að reyklausum vinnustað. Hægt er að fá bæklinginn á íslensku en einnig á ensku og pólsku. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Nýi bæklingurinn nefnist „Hættu nú alveg“ þar sem fjallað er um afleiðingar reykinga og hvernig hætta má reykingum. Bæklingurinn, sem er á þremur tungumálum, er hluti af ritþrennu um málið sem miðar að því að draga enn frekar úr reykingum í landinu og um leið kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Höfundar bæklingsins nýja eru þau Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir, Sigríður Flygenring og Karl Andersen, öll læknar og hjúkrunarfræðingar sem koma að meðferð lungnakrabbameins og reykleysismeðferð á Landspítala og SÁÁ og hafa gefið vinnu sína. Tómas og Karl eru jafnframt prófessorar við Háskóla Íslands. Bæklingurinn sem má sækja sér ókeypis á netinu eða panta á kostnaðarverði.Kristinn Ingvarsson „Aðeins sex prósent Íslendinga reykja nú daglega sem er eitt lægsta reykingahlutfall í heimi. Það eru frábærar fréttir sem sýna hversu góðum árangri öflugar reykingavarnir hérlendis hafa skilað. Þetta þýðir jafnframt að Ísland getur á næstu tveimur árum orðið fyrsta þjóðin til að ná reykingatíðni undir fimm prósentum sem mörg ríki og stofnanir hafa sett sér sem markmið og nota til að skilgreina þjóð sem reyklausa,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Þótt vel gangi séu enn áskoranir í reykingavörnum hérlendis, ekki síst á meðal innflytjenda þar sem reykingar séu mun algengari. „Því er brýnt er að ná til þeirra og allra hinna sem reykja með auðskiljanlegu fræðsluefni og er bæklingurinn Hættu nú alveg saminn með það í huga. Er hann hugsaður sem viðbót við tvö önnur rit sem komu út fyrr á árinu og fjalla um afleiðingar reykinga með áherslu á lungnakrabbamein en líka mikilvægi reykleysis. Til mikils er að vinna því með því að gera Ísland reyklaust sparast tugir milljarða í heilbrigðiskerfinu um leið og reykleysi stuðlar að bætti líðan fólks og allir geta andað að sér hreinna lofti.“ Ritin þrjú má öll nálgast ókeypis á vefsíðunni www.lungnakrabbamein.is en þau er: Hættu nú alveg Ríkulega myndkreyttur bæklingur á mannamáli með svörtum húmor, ætlaður þeim sem vilja hætta að reykja. Helstu meðferðarleiðir eru úskýrðar og sömuleiðis af hverju rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki heppilegir kostir við reykleysismeðferð. Bæklingurinn er til á íslensku, ensku og pólsku. Lungnakrabbameinsbókin Bók ætluð heilbrigðisstarfsfólki, nemum í heilbrigðisvísindum og almenningi sem vilja kynna sér allt sem viðkemur lungnakrabbameini. Mest áhersla er lögð á nýjungar í greiningu og meðferð en einnig er í bókinni ítarlegur kafli um reykleysismeðferð. Lungnakrabbamein – upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur Hér er útskýrt á einföldu máli og með skýringarmyndum í hverju greining og meðferð lungnakrabbameins felst. Einnig eru upplýsingar um hvernig hægt er að hætta reykingum eftir greiningu og áður en meðferð er hafin. Hægt er að panta útprentuð eintök af bóknum þremur á kostnaðarverði með því að senda tölvupóst á: tomasgud@landspitali.is Þetta á ekki síst við um Hættu nú alveg bæklinginn sem atvinnurekendur get keypt og dreift meðal starfsfólks og þannig stuðlað að reyklausum vinnustað. Hægt er að fá bæklinginn á íslensku en einnig á ensku og pólsku.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent