Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 12:59 Gunnar Magnús Jónsson er ekki lengur þjálfari Fylkis. vísir/Anton Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson segir stjórnarmenn knattspyrnudeildar Fylkis hafa gengið á bak orða sinna með því að hætta við að framlengja samning við hann um að þjálfa áfram kvennalið félagsins. Þetta fullyrðir Gunnar Magnús í samtali við Fótbolta.net í dag og kveðst hafa tilkynnt leikmönnum að hann yrði áfram þjálfari Fylkis, eftir munnlegt samkomulag við stjórnina. Ragnar Páll Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, viðurkennir að niðurstaðan af fundi fyrir um þremur vikum hafi verið að allar líkur væru á að framlengt yrði við Gunnar Magnús. „Síðan varð bara breyting á því, sem getur alltaf orðið,“ segir Ragnar Páll við Fótbolta.net. Gunnar Magnús segir stjórnina þarna hafa sýnt óheiðarleika sem varpi skugga á annars gott samstarf. Hann hafi verið viss um að munnlega samkomulagið myndi gilda. „Mér finnst það bara óheiðarlegt náttúrulega, mikill óheiðarleiki og kom mér mjög á óvart svona í ljósi þess hvað þetta er búinn að vera frábær tími og frábær klúbbur. Ég hef ekkert nema gott um Fylki að segja, nema þetta tiltekna atvik,“ segir Gunnar Magnús við Fótbolta.net. En Ragnar Páll lítur hlutina öðrum augum: „Nei, þetta var ekki formlegt samkomulag, en niðurstaða fundarins var þannig að það væru allar líkur á að hann yrði áfram. Við báðum hann hins vegar að halda því fyrir sig. Ég gengst nú ekki við einhverjum óheiðarleika, ég myndi ekki kalla þetta það, en auðvitað varð breyting á - það sem við töldum vera nokkuð góðar líkur á, það varð ekki. Niðurstaðan var þessi að framlengja ekki við hann. Við höfum alveg hist síðan og tökumst alveg í hendur og heilsumst í Bónus, þetta er bara boltinn.“ Gunnar Magnús, sem er Keflvíkingur, tók við Fylki fyrir tveimur árum og fékk Sonný Láru Þráinsdóttur sem aðstoðarþjálfara. Undir þeirra stjórn komst Fylkir upp í efstu deild í fyrra en liðið endaði svo í neðsta sæti Bestu deildarinnar í ár, með 13 stig úr 21 leik, eða sex stigum frá næsta örugga sæti. Besta deild kvenna Fylkir Lengjudeild kvenna Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
Þetta fullyrðir Gunnar Magnús í samtali við Fótbolta.net í dag og kveðst hafa tilkynnt leikmönnum að hann yrði áfram þjálfari Fylkis, eftir munnlegt samkomulag við stjórnina. Ragnar Páll Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, viðurkennir að niðurstaðan af fundi fyrir um þremur vikum hafi verið að allar líkur væru á að framlengt yrði við Gunnar Magnús. „Síðan varð bara breyting á því, sem getur alltaf orðið,“ segir Ragnar Páll við Fótbolta.net. Gunnar Magnús segir stjórnina þarna hafa sýnt óheiðarleika sem varpi skugga á annars gott samstarf. Hann hafi verið viss um að munnlega samkomulagið myndi gilda. „Mér finnst það bara óheiðarlegt náttúrulega, mikill óheiðarleiki og kom mér mjög á óvart svona í ljósi þess hvað þetta er búinn að vera frábær tími og frábær klúbbur. Ég hef ekkert nema gott um Fylki að segja, nema þetta tiltekna atvik,“ segir Gunnar Magnús við Fótbolta.net. En Ragnar Páll lítur hlutina öðrum augum: „Nei, þetta var ekki formlegt samkomulag, en niðurstaða fundarins var þannig að það væru allar líkur á að hann yrði áfram. Við báðum hann hins vegar að halda því fyrir sig. Ég gengst nú ekki við einhverjum óheiðarleika, ég myndi ekki kalla þetta það, en auðvitað varð breyting á - það sem við töldum vera nokkuð góðar líkur á, það varð ekki. Niðurstaðan var þessi að framlengja ekki við hann. Við höfum alveg hist síðan og tökumst alveg í hendur og heilsumst í Bónus, þetta er bara boltinn.“ Gunnar Magnús, sem er Keflvíkingur, tók við Fylki fyrir tveimur árum og fékk Sonný Láru Þráinsdóttur sem aðstoðarþjálfara. Undir þeirra stjórn komst Fylkir upp í efstu deild í fyrra en liðið endaði svo í neðsta sæti Bestu deildarinnar í ár, með 13 stig úr 21 leik, eða sex stigum frá næsta örugga sæti.
Besta deild kvenna Fylkir Lengjudeild kvenna Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki