Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. október 2024 19:06 Jón Gnarr furðar sig á fréttaflutningi um sigurvissu sína fyrir prófkjör Viðreisnar í Reykjavík fyrir næstu Alþingskosningar. Hann sé enginn kvenhatari. Vísir/Vilhelm/Grafík Jón Gnarr segir fréttamiðla mála ranga mynd af sér og snúa sigurvissu hans fyrir prófkjör Viðreisnar upp í yfirgang. Þingmaður Viðreisnar hafi tekið fréttaflutninginn gagnrýnilaust upp, skammað hann og gefið í skyn að hann væri tækifærissinni. Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook í dag þar sem hann svarar fyrir yfirlýsingar sínar í Spursmálum hjá Stefáni Einari Stefánssyni í síðustu viku. „Ég er ekki orðinn pólitíkus, bara búinn að tilkynna ákvörðun og strax farinn að vekja áhuga og jafnvel ugg. Þarf greinilega að muna eftir Miranda aðvöruninni,“ segir hann í færslunni. Þar vísar hann til Miranda-réttinda sem bandarískir lögreglumenn lesa upp fyrir þá sem þeir handtaka. Hinn grunaði er þá varaður við því að hann hafi rétt á að þaga og að allt sem hann segi megi nota gegn honum fyrir dómi. Í færslunni segir Jón að hann sé skyndilega orðinn „kokhraustur kvenhatari sem ræðst á konur með yfirgangi og frekju“ og telur hann það ólíkt sér. Óánægður með flokksfélaga sinn En Jón virðist ekki bara óánægður með fyrirsagnir fréttamiðlanna heldur einnig viðbrögð flokksfélaga síns, Hönnu Katrínar Friðrikssons, Reykjavíkurþingmanns og þingflokksformanns Viðreisnar, við fréttunum. „Starfandi þingmaður er búinn að senda mér tóninn líka og snupra mig, segir að ég sé nú ekki fyrsti freki kallinn sem vill fá rauðan dregil og allt gert fyrir sig og gefur líka í skyn að ég sé tækifærissinni sem sé að reyna að nýta mér þann gríðarlega meðbyr sem sé með Viðreisn núna,“ segir Jón. Þá tekur hann sérstaklega fram að hann sé bara sjálfstætt starfandi listamaður ekki forstjóri fyrirtækis, forsvarsmaður samtaka, þingmaður eða í annarri opinberri valdastöðu. Þar að auki séu kosningar ekki áætlaðar fyrr en eftir átta til tíu mánuði. „Kannski kall en samt bara kall útí bæ,“ segir hann svo. Allt í lagi að kitla en ekki að hrinda Færsluna endar hana svo á leikritsuppsetningu á hluta viðtalsins í Spursmálum þar sem Stefán Einar spurði hann út í væntanlegar Alþingiskosningar og prófkjör. „Blaðamaður: Heldur þú að þú vinnir þetta auðveldlega? Ég: Ég vonast til þess já. Og ég vil reyna að komast út úr þessu, gegnum þetta án þess að valda einhverjum sárindum eða stíga á einhverjar tær. Mér finnst allt í lagi að pikka í fólk og kitla það en mér finnst annað að hrinda fólki. Ég geri stóran mun þarna á. Mér finnst þetta bara spennandi. Ég hef aldrei tekið þátt í svona.“ Jón spyr svo hvað felist í þessum orðum sem gefi tilefni til slíkra viðbragða. Viðreisn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook í dag þar sem hann svarar fyrir yfirlýsingar sínar í Spursmálum hjá Stefáni Einari Stefánssyni í síðustu viku. „Ég er ekki orðinn pólitíkus, bara búinn að tilkynna ákvörðun og strax farinn að vekja áhuga og jafnvel ugg. Þarf greinilega að muna eftir Miranda aðvöruninni,“ segir hann í færslunni. Þar vísar hann til Miranda-réttinda sem bandarískir lögreglumenn lesa upp fyrir þá sem þeir handtaka. Hinn grunaði er þá varaður við því að hann hafi rétt á að þaga og að allt sem hann segi megi nota gegn honum fyrir dómi. Í færslunni segir Jón að hann sé skyndilega orðinn „kokhraustur kvenhatari sem ræðst á konur með yfirgangi og frekju“ og telur hann það ólíkt sér. Óánægður með flokksfélaga sinn En Jón virðist ekki bara óánægður með fyrirsagnir fréttamiðlanna heldur einnig viðbrögð flokksfélaga síns, Hönnu Katrínar Friðrikssons, Reykjavíkurþingmanns og þingflokksformanns Viðreisnar, við fréttunum. „Starfandi þingmaður er búinn að senda mér tóninn líka og snupra mig, segir að ég sé nú ekki fyrsti freki kallinn sem vill fá rauðan dregil og allt gert fyrir sig og gefur líka í skyn að ég sé tækifærissinni sem sé að reyna að nýta mér þann gríðarlega meðbyr sem sé með Viðreisn núna,“ segir Jón. Þá tekur hann sérstaklega fram að hann sé bara sjálfstætt starfandi listamaður ekki forstjóri fyrirtækis, forsvarsmaður samtaka, þingmaður eða í annarri opinberri valdastöðu. Þar að auki séu kosningar ekki áætlaðar fyrr en eftir átta til tíu mánuði. „Kannski kall en samt bara kall útí bæ,“ segir hann svo. Allt í lagi að kitla en ekki að hrinda Færsluna endar hana svo á leikritsuppsetningu á hluta viðtalsins í Spursmálum þar sem Stefán Einar spurði hann út í væntanlegar Alþingiskosningar og prófkjör. „Blaðamaður: Heldur þú að þú vinnir þetta auðveldlega? Ég: Ég vonast til þess já. Og ég vil reyna að komast út úr þessu, gegnum þetta án þess að valda einhverjum sárindum eða stíga á einhverjar tær. Mér finnst allt í lagi að pikka í fólk og kitla það en mér finnst annað að hrinda fólki. Ég geri stóran mun þarna á. Mér finnst þetta bara spennandi. Ég hef aldrei tekið þátt í svona.“ Jón spyr svo hvað felist í þessum orðum sem gefi tilefni til slíkra viðbragða.
Viðreisn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira