Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2024 09:28 Erik ten Hag er knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty Í skugga verstu byrjunar Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í sögunni á yfirstandandi tímabili er pressan farin að verða meiri og meiri á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Fyrrum leikmaður Manchester United segir næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Hollendinginn. Manchester United stöðvaði blæðinguna í ensku úrvalsdeildinni með markalausu jafntefli á útivelli gegn Aston Villa um nýliðna helgi. Úrslit sem að stuðningsmenn hefðu tekið fyrir leik að mati Gary Neville. Rauðu djöflarnir hafa nú aðeins unnið þrjá leiki af fyrstu tíu í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og sitja með átta stig af tuttugu og einu stigi mögulegu. „Þetta er lítið skref fram á við,“ segir Neville á Sky Sports um úrslitin hjá Manchester United um nýliðna helgi. „Eftir leik sér maður léttinn hjá Erik ten Hag vegna þess að þessi úrslit kaupa honum tíma næstu vikurnar.“ Þrátt fyrir þessi úrslit hefur Manchester United aldrei byrjað tímabil í ensku úrvalsdeildinni eins illa og núna en fyrir tímabilið var samningur Ten Hag við félagið endurnýjaður. Mennirnir sem tóku þá ákvörðun. Fulltrúar INEOS samsteypunnar auk framkvæmdastjórans Omar Berrada sem og yfirmanni knattspyrnumála Dan Ashworth voru allir á Villa Park um helgina. Neville segir það alveg ljóst að þessir menn munu ekki vilja semja um starfslok við Ten Hag á næstunni þegar svo stutt er frá því að hann framlengdi samning sinn. „Þeir vilja af fremsta megni reyna að komast hjá slíkri ákvörðun á þessu tímabili. Ekkert félag vill fara í knattspyrnustjóra breytingar á miðju tímabili...Félagið tók þá ákvörðun að treysta Ten Hag fyrir verkinu. Nú verða forráðamenn þess bara að bíða og vona að gæfan verði þeim hliðholl næstu vikurnar.“ Nú tekur við landsleikjahlé í öllum helstu deildum Evrópu. Svo hefst keppni aftur í deildunum áður en að annað landsleikjahlé tekur við um miðbik nóvember. „Ef Manchester United verður áfram í 13. eða 14.sæti í ensku úrvalsdeildinni þá tel ég að pressan verði orðin gífurleg. Næstu vikur eru gríðarlega mikilvægar upp á það að gera að Manchester United nái skriðþunga og að Ten Hag haldi starfi sínu.“ Segir Neville og hann bendir á að enginn stuðningsmaður Manchester United vilji sjá Erik Ten Hag rekinn. „Það myndi bara verða framhald á þeirri stöðu sem hefur verið ríkjandi hjá Manchester United undanfarin tíu til tólf ár.“ Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Manchester United stöðvaði blæðinguna í ensku úrvalsdeildinni með markalausu jafntefli á útivelli gegn Aston Villa um nýliðna helgi. Úrslit sem að stuðningsmenn hefðu tekið fyrir leik að mati Gary Neville. Rauðu djöflarnir hafa nú aðeins unnið þrjá leiki af fyrstu tíu í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og sitja með átta stig af tuttugu og einu stigi mögulegu. „Þetta er lítið skref fram á við,“ segir Neville á Sky Sports um úrslitin hjá Manchester United um nýliðna helgi. „Eftir leik sér maður léttinn hjá Erik ten Hag vegna þess að þessi úrslit kaupa honum tíma næstu vikurnar.“ Þrátt fyrir þessi úrslit hefur Manchester United aldrei byrjað tímabil í ensku úrvalsdeildinni eins illa og núna en fyrir tímabilið var samningur Ten Hag við félagið endurnýjaður. Mennirnir sem tóku þá ákvörðun. Fulltrúar INEOS samsteypunnar auk framkvæmdastjórans Omar Berrada sem og yfirmanni knattspyrnumála Dan Ashworth voru allir á Villa Park um helgina. Neville segir það alveg ljóst að þessir menn munu ekki vilja semja um starfslok við Ten Hag á næstunni þegar svo stutt er frá því að hann framlengdi samning sinn. „Þeir vilja af fremsta megni reyna að komast hjá slíkri ákvörðun á þessu tímabili. Ekkert félag vill fara í knattspyrnustjóra breytingar á miðju tímabili...Félagið tók þá ákvörðun að treysta Ten Hag fyrir verkinu. Nú verða forráðamenn þess bara að bíða og vona að gæfan verði þeim hliðholl næstu vikurnar.“ Nú tekur við landsleikjahlé í öllum helstu deildum Evrópu. Svo hefst keppni aftur í deildunum áður en að annað landsleikjahlé tekur við um miðbik nóvember. „Ef Manchester United verður áfram í 13. eða 14.sæti í ensku úrvalsdeildinni þá tel ég að pressan verði orðin gífurleg. Næstu vikur eru gríðarlega mikilvægar upp á það að gera að Manchester United nái skriðþunga og að Ten Hag haldi starfi sínu.“ Segir Neville og hann bendir á að enginn stuðningsmaður Manchester United vilji sjá Erik Ten Hag rekinn. „Það myndi bara verða framhald á þeirri stöðu sem hefur verið ríkjandi hjá Manchester United undanfarin tíu til tólf ár.“
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira