„Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 07:33 Mario Lemina og Jörgen Strand Larsen fara yfir málin eftir tapið gegn Brentford um helgina. Getty/Naomi Baker Fátt annað en fall virðist blasa við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið situr á botninum en fyrirliðinn Mario Lemina segir fráleitt að kenna stjóranum Gary O‘Neil um það. Wolves tapaði 5-3 gegn Brentford á útivelli á laugardaginn og hefur því tapað sex af sjö leikjum sínum í deildinni hingað til, auk þess að gera jafntefli við Nottingham Forest. Þá féll liðið út gegn Brighton í enska deildabikarnum. „Eins og við erum að spila núna, miðað við hvernig við erum að verjast, þá endar það með því að við föllum og við verðum að horfast í augu við það núna,“ sagði Lemina. O‘Neil þarf núna að nýta tímann sem fæst í hléi vegna landsleikja, til að fá fram breytingar hjá sínu liði. Hann er hins vegar ekki vandamálið, að sögn fyrirliðans: „Nei, Gary er ekki vandamálið. Hann er að gera mjög vel. Það eru bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið, því hann hefur gefið okkur mikið. Margt sem við höfðum ekki áður. Hann hefur gefið fjölda leikmanna tækifæri og núna verðum við að endurgreiða honum, því við erum ekki að gera það í augnablikinu,“ sagði Lemina, ánægður með sinn knattspyrnustjóra. „Ég held að stuðningsmennirnir dýrki hann líka. En það er skiljanlegt að svona viðhorf heyrist vegna úrslitanna,“ sagði Lemina. Úlfarnir eiga ekki auðvelt verk fyrir höndum eftir landsleikjahléið því þeir mæta meisturum Manchester City og svo Brighton á útivelli. „Við höfum engar afsakanir. Við verðum bara að setja hausinn undir okkur og leggja okkur alla fram,“ sagði Lemina. Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Sjá meira
Wolves tapaði 5-3 gegn Brentford á útivelli á laugardaginn og hefur því tapað sex af sjö leikjum sínum í deildinni hingað til, auk þess að gera jafntefli við Nottingham Forest. Þá féll liðið út gegn Brighton í enska deildabikarnum. „Eins og við erum að spila núna, miðað við hvernig við erum að verjast, þá endar það með því að við föllum og við verðum að horfast í augu við það núna,“ sagði Lemina. O‘Neil þarf núna að nýta tímann sem fæst í hléi vegna landsleikja, til að fá fram breytingar hjá sínu liði. Hann er hins vegar ekki vandamálið, að sögn fyrirliðans: „Nei, Gary er ekki vandamálið. Hann er að gera mjög vel. Það eru bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið, því hann hefur gefið okkur mikið. Margt sem við höfðum ekki áður. Hann hefur gefið fjölda leikmanna tækifæri og núna verðum við að endurgreiða honum, því við erum ekki að gera það í augnablikinu,“ sagði Lemina, ánægður með sinn knattspyrnustjóra. „Ég held að stuðningsmennirnir dýrki hann líka. En það er skiljanlegt að svona viðhorf heyrist vegna úrslitanna,“ sagði Lemina. Úlfarnir eiga ekki auðvelt verk fyrir höndum eftir landsleikjahléið því þeir mæta meisturum Manchester City og svo Brighton á útivelli. „Við höfum engar afsakanir. Við verðum bara að setja hausinn undir okkur og leggja okkur alla fram,“ sagði Lemina.
Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Sjá meira