„Hann hverfur ofan í jörðina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 19:27 Þorri Sebastian, Álfheiður amma hans og Björgvin Gunnar faðir hans. Vísir/Vésteinn Aðstandendur tveggja ára drengs sem datt ofan í meira en tveggja metra djúpa holu í gær segjast enn vera að jafna sig. Mikil heppni sé að drengurinn hafi ekki slasast og ljóst að aðbúnaður sé ekki samkvæmt lögum. Holan sem drengurinn datt ofan í er fyrir utan fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ. Yfir holunni er ekkert nema lítið lok, sem er laust. Eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan er ansi lítið mál að taka það af holunni. Drengurinn, sem heitir Þorri Sebastian, var í göngutúr með ömmu sinni þegar hann datt ofan í holuna. „Ég labba eftir gangstígnum, og hann fer hérna upp á þetta hér. Ég er þara hinum megin. Svo allt í einu sé ég bara lokið reisast upp eins og ruslatunnu þar sem þú getur velt lokinu, og hann hverfur ofan í jörðina,“ segir Álfheiður Sigfúsdóttir, amma Þorra. Hér sjáum við ofan í holuna. Ástæða þess að illa sést til botns er sú að hún er djúp og ofan í henni er dimmt.Vísir/Ívar Fannar Af dýpt hennar að dæma verður að teljast ólíklegt að fullorðin manneskja kæmist upp úr henni hjálparlaust, svo ekki sé minnst á tveggja ára barn. Álfheiður hringdi í Neyðarlínuna, og segir slökkviliðið hafa verið fljótt á staðinn til að ná Þorra aftur upp. Slysagildra sem verði að bregðast við Þorri slasaðist ekki, sem faðir hans segir ótrúlegt. „Það er eiginlega heppni að það hafi ekki orðið slys. Það gæti orðið hér slys í framtíðinni ef það er ekkert gert,“ segir Björgvin Gunnar Björgvinsson, faðir Þorra. Hann áætlar að hann hafi verið tíu mínútur á leiðinni frá því hann frétti af atvikinu, en þá hafi verið búið að ná Þorra upp úr holunni. Auðvelt er að lyfta lokinu af holunni, en þegar Þorri steig á það þá snerist það og hann datt ofan í.Vísir/Ívar Fannar Ykkur er væntanlega ansi brugðið við þetta, þó honum hafi ekki orðið meint af? „Já, við erum enn að jafna okkur myndi ég segja. Ég svaf ekkert í nótt, þannig lagað séð. Við erum öll illa sofin,“ segir Björgvin. „Ég er enn að jafna mig eftir þetta,“ bætir Álfheiður við. Verra ef barn væri eitt á ferð Björgvin segist hafa fengið þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum að frágangurinn á svæðinu sé ekki fullnægjandi samkvæmt lögum. „Því það þarf að setja yfir þetta þannig að það sé ekki hægt að opna þetta bara með höndunum. Þú átt að þurfa sérstök tæki og tól til þess að geta opnað þetta,“ segir hann. Í raun megi segja það lán í óláni að svona ungt barn hafi fallið ofan í holuna, og verið í fylgd með fullorðnum. „Heldur en kannski fimm, sex ára, sem eru kannski að labba ein. Lokið fellur svona, leggst ofan á hann og þá bara heyrist ekkert og hann er bara í myrkrinu,“ segir Björgvin. Börn og uppeldi Slysavarnir Slökkvilið Garðabær Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Holan sem drengurinn datt ofan í er fyrir utan fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ. Yfir holunni er ekkert nema lítið lok, sem er laust. Eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan er ansi lítið mál að taka það af holunni. Drengurinn, sem heitir Þorri Sebastian, var í göngutúr með ömmu sinni þegar hann datt ofan í holuna. „Ég labba eftir gangstígnum, og hann fer hérna upp á þetta hér. Ég er þara hinum megin. Svo allt í einu sé ég bara lokið reisast upp eins og ruslatunnu þar sem þú getur velt lokinu, og hann hverfur ofan í jörðina,“ segir Álfheiður Sigfúsdóttir, amma Þorra. Hér sjáum við ofan í holuna. Ástæða þess að illa sést til botns er sú að hún er djúp og ofan í henni er dimmt.Vísir/Ívar Fannar Af dýpt hennar að dæma verður að teljast ólíklegt að fullorðin manneskja kæmist upp úr henni hjálparlaust, svo ekki sé minnst á tveggja ára barn. Álfheiður hringdi í Neyðarlínuna, og segir slökkviliðið hafa verið fljótt á staðinn til að ná Þorra aftur upp. Slysagildra sem verði að bregðast við Þorri slasaðist ekki, sem faðir hans segir ótrúlegt. „Það er eiginlega heppni að það hafi ekki orðið slys. Það gæti orðið hér slys í framtíðinni ef það er ekkert gert,“ segir Björgvin Gunnar Björgvinsson, faðir Þorra. Hann áætlar að hann hafi verið tíu mínútur á leiðinni frá því hann frétti af atvikinu, en þá hafi verið búið að ná Þorra upp úr holunni. Auðvelt er að lyfta lokinu af holunni, en þegar Þorri steig á það þá snerist það og hann datt ofan í.Vísir/Ívar Fannar Ykkur er væntanlega ansi brugðið við þetta, þó honum hafi ekki orðið meint af? „Já, við erum enn að jafna okkur myndi ég segja. Ég svaf ekkert í nótt, þannig lagað séð. Við erum öll illa sofin,“ segir Björgvin. „Ég er enn að jafna mig eftir þetta,“ bætir Álfheiður við. Verra ef barn væri eitt á ferð Björgvin segist hafa fengið þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum að frágangurinn á svæðinu sé ekki fullnægjandi samkvæmt lögum. „Því það þarf að setja yfir þetta þannig að það sé ekki hægt að opna þetta bara með höndunum. Þú átt að þurfa sérstök tæki og tól til þess að geta opnað þetta,“ segir hann. Í raun megi segja það lán í óláni að svona ungt barn hafi fallið ofan í holuna, og verið í fylgd með fullorðnum. „Heldur en kannski fimm, sex ára, sem eru kannski að labba ein. Lokið fellur svona, leggst ofan á hann og þá bara heyrist ekkert og hann er bara í myrkrinu,“ segir Björgvin.
Börn og uppeldi Slysavarnir Slökkvilið Garðabær Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira