Handbolti

Valskonur flugu á­fram í aðra um­ferðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valur vann Zalgiris Kaunas með samtals tuttugu marka mun.
Valur vann Zalgiris Kaunas með samtals tuttugu marka mun. vísir/anton

Íslandsmeistarar Vals eru komnir í 2. umferð EHF-bikars kvenna í handbolta eftir sigur á Zalgiris Kaunas í dag, 34-28.

Valskonur voru í afar þægilegri stöðu eftir fjórtán marka sigur í fyrri leiknum í gær, 17-31. Það var því aldrei spurning hvort liðið færi áfram.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Val í leiknum í dag. Sigríður Hauksdóttir, Elísa Elíasdóttir og Sara Lind Fróðadóttir skoruðu allar fjögur mörk.

Hafdís Renötudóttir og Silja Arngrímsdóttir Müller vörðu báðar átta skot í marki Vals sem var tíu mörkum yfir í hálfleik, 22-12. Engu breytti þótt Elín Rósa Magnúsdóttir hefði fengið rautt spjald í byrjun leiks.

Valur náði mest ellefu marka forskoti en slakaði aðeins á klónni undir lokin. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 34-28. Valur vann einvígið, 65-45 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×