Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 6. október 2024 13:31 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. Árið 2019 voru sett netöryggislög á Íslandi á sem leggja skyldur á aðila sem teljast til mikilvægra innviða að tryggja öryggi sinna net- og upplýsingakerfa. Þessi lög byggðu á tilskipun Evrópusambandsins frá árinu 2016 (NIS1). Sú tilskipun hefur nú verið uppfærð innan Evrópusambandsins og eiga aðildarríki að tryggja innleiðingu hennar fyrir 18. október nk. Hin nýja tilskipun, NIS2, er grundvallarlöggjöf þegar kemur að netöryggi í Evrópu. Tilskipunin er víðtæk og kveður á um uppbyggingu á fyrirbyggjandi vörnum gagnvart netógnum með því að koma á virku stjórnkerfi netöryggis. Hún mun ná til gríðarlegs fjölda fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins sem og opinberra aðila. Segja má að hún margfaldi umfang forvera síns, bæði að breidd og dýpt. Ein af þeim lykilbreytingum sem finna má í nýrri tilskipun er sérstakt ákvæði er lýtur að ábyrgð æðstu stjórnenda á netöryggi fyrirtækjanna. Þótt vissulega beri stjórnendur almennt ábyrgð á rekstri félaga eða stofnana þá eru hér settar ítarlegar kröfur um ábyrgð þeirra, þekkingu og getu á sviði netöryggis. Stjórnendur geta einnig talist persónulega ábyrgir, og jafnvel vísað tímabundið úr starfi, sé um stórfelldan skort á netöryggi að ræða. Netöryggi sem hluti af rekstraráhættu Ef ekki er tekið fullt tillit til netöryggisáhættu, getur það leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir rekstur fyrirtækja, bæði fyrir fjárhag þess, orðspor og traust. Netöryggi er því ekki lengur aðeins tæknilegt verkefni sem fellur undir upplýsingadeildir fyrirtækja. Þvert á móti á það að vera hluti af stefnumótandi ákvarðanatöku fyrirtækja og vera innleitt í alla starfsemi þess. Rekstraráhætta í tengslum við netöryggi ætti því sjálfkrafa að vera lykilþáttur í áhættustýringu stjórnenda. NIS2-tilskipun Evrópusambandsins gerir í raun skýlausa kröfu um þetta. Hún kveður á um að æðstu stjórnendur beri ábyrgð á netöryggi fyrirtækja sinna, að það sé í samræmi við lagakröfur og alþjóðleg viðmið á þessu sviði. Með þessum reglum er verið að tryggja að stjórnendur sýni virka forystu í netöryggismálum og taki fulla ábyrgð á innleiðingu nauðsynlegra varna. Þetta felur í sér að þeir verða að skilja hvernig stjórnkerfi netöryggis er uppbyggt og hvernig virkni þess er ætlað að ná utan um alla þá áhættuþætti sem steðja að kerfum þeirra og þjónustu. Þeir eiga að hafa yfirumsjón með innleiðingu þessa stjórnkerfis netöryggis. Þjálfun stjórnenda Til að stjórnendur geti sinnt þessari ábyrgð af skilvirkni er þeim einnig gert skylt að afla sér viðeigandi þjálfunar og fræðslu um netöryggi. Þessi þekking hjálpar þeim að greina og skilja helstu netöryggisáhættur og hvernig þær tengjast rekstri fyrirtækisins. Með réttri þjálfun geta stjórnendur tekið upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í netöryggislausnum og byggt upp menningu sem leggur áherslu á netöryggi innan fyrirtækisins. Til að styðja við þetta geta stjórnendur nýtt sér ráðgjafa á sviði netöryggis eða innleitt í skipuriti sínu breytingar sem tryggja innleiðingu stjórnkerfis netöryggis, þ.m.t. framkvæmd áhættumats, val á skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum til varnar þeim ógnum sem að rekstrinum steðja. Ábyrgð stjórnenda verður ekki úthýst til ráðgjafa, öryggisstjóra eða annarra starfsmanna heldur bera þeir alltaf endanlega ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að tryggja öruggan rekstur og lágmarka netöryggisáhættu. Innleiðing netöryggis í daglegan rekstur Innleiðing netöryggis í rekstur fyrirtækja krefst víðtækrar stefnumótunar sem á að ná til allra þátta í starfseminni. Fyrirtæki þurfa að hafa heildræna netöryggisstefnu sem tekur tillit til innra og ytra öryggis, frá tæknilegum innviðum til þjálfunar starfsmanna. Með því að tryggja að netöryggi sé hluti af ákvörðunum á öllum stigum stjórnunar má lágmarka rekstraráhættu og draga úr líkum á að netógnir setji reksturinn í hættu. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. Árið 2019 voru sett netöryggislög á Íslandi á sem leggja skyldur á aðila sem teljast til mikilvægra innviða að tryggja öryggi sinna net- og upplýsingakerfa. Þessi lög byggðu á tilskipun Evrópusambandsins frá árinu 2016 (NIS1). Sú tilskipun hefur nú verið uppfærð innan Evrópusambandsins og eiga aðildarríki að tryggja innleiðingu hennar fyrir 18. október nk. Hin nýja tilskipun, NIS2, er grundvallarlöggjöf þegar kemur að netöryggi í Evrópu. Tilskipunin er víðtæk og kveður á um uppbyggingu á fyrirbyggjandi vörnum gagnvart netógnum með því að koma á virku stjórnkerfi netöryggis. Hún mun ná til gríðarlegs fjölda fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins sem og opinberra aðila. Segja má að hún margfaldi umfang forvera síns, bæði að breidd og dýpt. Ein af þeim lykilbreytingum sem finna má í nýrri tilskipun er sérstakt ákvæði er lýtur að ábyrgð æðstu stjórnenda á netöryggi fyrirtækjanna. Þótt vissulega beri stjórnendur almennt ábyrgð á rekstri félaga eða stofnana þá eru hér settar ítarlegar kröfur um ábyrgð þeirra, þekkingu og getu á sviði netöryggis. Stjórnendur geta einnig talist persónulega ábyrgir, og jafnvel vísað tímabundið úr starfi, sé um stórfelldan skort á netöryggi að ræða. Netöryggi sem hluti af rekstraráhættu Ef ekki er tekið fullt tillit til netöryggisáhættu, getur það leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir rekstur fyrirtækja, bæði fyrir fjárhag þess, orðspor og traust. Netöryggi er því ekki lengur aðeins tæknilegt verkefni sem fellur undir upplýsingadeildir fyrirtækja. Þvert á móti á það að vera hluti af stefnumótandi ákvarðanatöku fyrirtækja og vera innleitt í alla starfsemi þess. Rekstraráhætta í tengslum við netöryggi ætti því sjálfkrafa að vera lykilþáttur í áhættustýringu stjórnenda. NIS2-tilskipun Evrópusambandsins gerir í raun skýlausa kröfu um þetta. Hún kveður á um að æðstu stjórnendur beri ábyrgð á netöryggi fyrirtækja sinna, að það sé í samræmi við lagakröfur og alþjóðleg viðmið á þessu sviði. Með þessum reglum er verið að tryggja að stjórnendur sýni virka forystu í netöryggismálum og taki fulla ábyrgð á innleiðingu nauðsynlegra varna. Þetta felur í sér að þeir verða að skilja hvernig stjórnkerfi netöryggis er uppbyggt og hvernig virkni þess er ætlað að ná utan um alla þá áhættuþætti sem steðja að kerfum þeirra og þjónustu. Þeir eiga að hafa yfirumsjón með innleiðingu þessa stjórnkerfis netöryggis. Þjálfun stjórnenda Til að stjórnendur geti sinnt þessari ábyrgð af skilvirkni er þeim einnig gert skylt að afla sér viðeigandi þjálfunar og fræðslu um netöryggi. Þessi þekking hjálpar þeim að greina og skilja helstu netöryggisáhættur og hvernig þær tengjast rekstri fyrirtækisins. Með réttri þjálfun geta stjórnendur tekið upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í netöryggislausnum og byggt upp menningu sem leggur áherslu á netöryggi innan fyrirtækisins. Til að styðja við þetta geta stjórnendur nýtt sér ráðgjafa á sviði netöryggis eða innleitt í skipuriti sínu breytingar sem tryggja innleiðingu stjórnkerfis netöryggis, þ.m.t. framkvæmd áhættumats, val á skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum til varnar þeim ógnum sem að rekstrinum steðja. Ábyrgð stjórnenda verður ekki úthýst til ráðgjafa, öryggisstjóra eða annarra starfsmanna heldur bera þeir alltaf endanlega ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að tryggja öruggan rekstur og lágmarka netöryggisáhættu. Innleiðing netöryggis í daglegan rekstur Innleiðing netöryggis í rekstur fyrirtækja krefst víðtækrar stefnumótunar sem á að ná til allra þátta í starfseminni. Fyrirtæki þurfa að hafa heildræna netöryggisstefnu sem tekur tillit til innra og ytra öryggis, frá tæknilegum innviðum til þjálfunar starfsmanna. Með því að tryggja að netöryggi sé hluti af ákvörðunum á öllum stigum stjórnunar má lágmarka rekstraráhættu og draga úr líkum á að netógnir setji reksturinn í hættu. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar