Nóg af heitu vatni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2024 13:07 Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar, sem er að sjálfsögðu kampakátur með allt heita vatnið, sem hefur fundist á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar hafa dottið í lukkupottinn þegar heitt vatn er annars vegar því mikið af heitu vatni hefur verið að finnast í nokkrum borholum í bæjarfélaginu. Vatnið kemur sér einstaklega vel þar sem íbúum fjölgar mjög hratt á Selfossi. Það hefur verið vandræða ástand með heita vatnið á Selfossi síðustu ár og oft hefur þurft að loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatn yfir vetrartímann og íbúar hafa verið beðnir að fara mjög sparlega með heita vatnið. En nú er allt annað upp á teningnum, heitt vatn hefur verið að finnast á Selfossi eftir boranir á nokkrum stöðum, sem Selfossveitur hafa staðið fyrir. Nýlega var nýjast vinnsluholan vígð formlega, ásamt dæluhúsi en holan kallast SE – 40. „Sem er 30 sekúndulítra hitaveituhola, sem er að gefa um 85 gráðu heitt vatn,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar og bætir við. „Það er mjög vel gert og þetta er að auka afköstin um svona 10% hjá Selfossveitum. Þetta var fyrsta holan, sem við fundum heitt vatn hér innanbæjar á Selfossi en við höfum fundið tvær aðrar núna á seinasta ári,“ segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir, ásamt Guðlaugi Þór, ráðherra, Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg og Álfheiði Eymarsdsdóttir, varaformanni Eigna- og veitunefndar þegar nýjasta vígsluholan og dæluhúsið var vígt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju breytir þetta? „Við getum haldið áfram að byggja en við getum ekki hætt að leita að vatni, við verðum að halda áfram að leita af vatni til að halda uppbyggingunni áfram.“ Sveinn Ægir segir mjög dýrt fyrir Selfossveitur að bora eftir heitu vatni en þegar það gengur svona vel að finna vatn þá séu allir glaðir. „Nú erum við náttúrulega góð næstu árin en við þurfum að halda áfram að finna heitt vatn af því að það má ekki hætta orkuöflun, aldrei, við munum halda áfram að reyna að finna heitt vatn til að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf og íbúðabyggðir,“ segir Sveinn Ægir. Nýja dæluhúsið fellur vel inn í landslagið og er snyrtilegt og vel frágengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Vatn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Það hefur verið vandræða ástand með heita vatnið á Selfossi síðustu ár og oft hefur þurft að loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatn yfir vetrartímann og íbúar hafa verið beðnir að fara mjög sparlega með heita vatnið. En nú er allt annað upp á teningnum, heitt vatn hefur verið að finnast á Selfossi eftir boranir á nokkrum stöðum, sem Selfossveitur hafa staðið fyrir. Nýlega var nýjast vinnsluholan vígð formlega, ásamt dæluhúsi en holan kallast SE – 40. „Sem er 30 sekúndulítra hitaveituhola, sem er að gefa um 85 gráðu heitt vatn,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar og bætir við. „Það er mjög vel gert og þetta er að auka afköstin um svona 10% hjá Selfossveitum. Þetta var fyrsta holan, sem við fundum heitt vatn hér innanbæjar á Selfossi en við höfum fundið tvær aðrar núna á seinasta ári,“ segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir, ásamt Guðlaugi Þór, ráðherra, Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg og Álfheiði Eymarsdsdóttir, varaformanni Eigna- og veitunefndar þegar nýjasta vígsluholan og dæluhúsið var vígt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju breytir þetta? „Við getum haldið áfram að byggja en við getum ekki hætt að leita að vatni, við verðum að halda áfram að leita af vatni til að halda uppbyggingunni áfram.“ Sveinn Ægir segir mjög dýrt fyrir Selfossveitur að bora eftir heitu vatni en þegar það gengur svona vel að finna vatn þá séu allir glaðir. „Nú erum við náttúrulega góð næstu árin en við þurfum að halda áfram að finna heitt vatn af því að það má ekki hætta orkuöflun, aldrei, við munum halda áfram að reyna að finna heitt vatn til að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf og íbúðabyggðir,“ segir Sveinn Ægir. Nýja dæluhúsið fellur vel inn í landslagið og er snyrtilegt og vel frágengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Vatn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira