Man Utd hafði samband við Inzaghi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 08:00 Simone Inzaghi og Luciano Spalletti á góðri stundu þegar sá síðarnefndi var enn þjálfari Napoli. Francesco Pecoraro/Getty Images Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri fullyrðir að Manchester United hafi haft samband við Simone Inzaghi, þjálfara Ítalíumeistara Inter Milan, um að taka við liðinu. Ítalinn neitaði hins vegar. Það er ljóst að staða Erik ten Hag, núverandi þjálfara Man United, er ekki góð. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Porto á útivelli í Evrópudeildinni í liðinni viku eftir að komast 2-0 yfir. Þar áður tapaði liðið 3-0 á heimavelli fyrir Tottenham Hotspur, annað 3-0 tap liðsins á heimavelli á leiktíðinni. Á morgun mæta lærisveinar Ten Hag svo á Villa Park þar sem sprækt lið Aston Villa bíður. Palmeri fullyrðir að forráðamenn Man Utd hafi haft samband við Inzaghi í von um að fá hann inn sem þjálfara í komandi landsliðsglugga. Hinn 48 ára gamli Ítali á hins vegar að afþakkað pent. Inzaghi ólíkt öðrum ítölskum þjálfurum hefur haldist lengi í starfi þar sem hann hefur starfað. Hann stýrði U-19 ára liði Lazio frá 2014 til 2016 áður en hann tók við aðalliði félagsins. Þar var hann til 2021 en tók svo við Inter árið 2022. Undir hans stjórn hefur Inter blómstrað en liðið er ríkjandi Ítalíumeistari. Það hefur byrjað yfirstandandi leiktíð ágætlega en Inter er með 11 stig að loknum sex leikjum. Fimm minnaen topplið Napoli sem hefur leikið einum leik meira. Síðan Inzaghi tók við stjórnartaumunum hefur Inter einnig orðið bikarmeistari tvívegis sem og það komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2023 þar sem það tapaði naumlega fyrir Manchester City. JUST IN:EXCLUSIVE:Manchester United in past days offered to Simone Inzaghi to take over managerial job with immediate effect during international break but Inzaghi declinedhttps://t.co/cJWRcboZUR— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) October 4, 2024 Inzaghi er þekktur fyrir að spila 3-5-2, eða 5-3-2, leikkerfi og væri því forvitnilegt að sjá hann hjá Man United þar sem varnarsinnaðir þjálfarar hafa verið harðlega gagnrýndir undanfarin ár. Man Utd situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir með sjö stig að loknum sex leikjum. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Það er ljóst að staða Erik ten Hag, núverandi þjálfara Man United, er ekki góð. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Porto á útivelli í Evrópudeildinni í liðinni viku eftir að komast 2-0 yfir. Þar áður tapaði liðið 3-0 á heimavelli fyrir Tottenham Hotspur, annað 3-0 tap liðsins á heimavelli á leiktíðinni. Á morgun mæta lærisveinar Ten Hag svo á Villa Park þar sem sprækt lið Aston Villa bíður. Palmeri fullyrðir að forráðamenn Man Utd hafi haft samband við Inzaghi í von um að fá hann inn sem þjálfara í komandi landsliðsglugga. Hinn 48 ára gamli Ítali á hins vegar að afþakkað pent. Inzaghi ólíkt öðrum ítölskum þjálfurum hefur haldist lengi í starfi þar sem hann hefur starfað. Hann stýrði U-19 ára liði Lazio frá 2014 til 2016 áður en hann tók við aðalliði félagsins. Þar var hann til 2021 en tók svo við Inter árið 2022. Undir hans stjórn hefur Inter blómstrað en liðið er ríkjandi Ítalíumeistari. Það hefur byrjað yfirstandandi leiktíð ágætlega en Inter er með 11 stig að loknum sex leikjum. Fimm minnaen topplið Napoli sem hefur leikið einum leik meira. Síðan Inzaghi tók við stjórnartaumunum hefur Inter einnig orðið bikarmeistari tvívegis sem og það komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2023 þar sem það tapaði naumlega fyrir Manchester City. JUST IN:EXCLUSIVE:Manchester United in past days offered to Simone Inzaghi to take over managerial job with immediate effect during international break but Inzaghi declinedhttps://t.co/cJWRcboZUR— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) October 4, 2024 Inzaghi er þekktur fyrir að spila 3-5-2, eða 5-3-2, leikkerfi og væri því forvitnilegt að sjá hann hjá Man United þar sem varnarsinnaðir þjálfarar hafa verið harðlega gagnrýndir undanfarin ár. Man Utd situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir með sjö stig að loknum sex leikjum.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira