Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2024 10:31 Illan Meslier horfir á eftir boltanum í markið. getty/MI News Illan Meslier, markvörður Leeds United, hefur eflaust ekki sofið mikið í nótt eftir að hafa gert skelfileg mistök í leik gegn Sunderland í ensku B-deildinni. Leeds var 1-2 yfir þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma á Leikvangi ljóssins í gær. Heimamenn í Sunderland gerðu örvæntingarfull tilraun til að jafna og Alan Browne sendi boltann inn á vítateig gestanna. Hann bjóst eflaust ekki við að nokkrum sekúndum seinna myndi hann fagna marki. Boltinn skoppaði einu sinni fyrir framan Meslier og fór svo á ótrúlegan hátt milli fóta hans og í markið. Ótrúleg mistök hjá Frakkanum en Sunderland-menn fögnuðu dramatísku jöfnunarmarki. Mistökin hjá Meslier má sjá hér fyrir neðan. 😨 LATE drama! #EFL | #SkyBetChampionship pic.twitter.com/UwdRIGYPcU— Sky Bet Championship (@SkyBetChamp) October 4, 2024 Daniel Farke, knattspyrnustjóri Leeds, sagði að Meslier hefði verið niðurbrotinn eftir leikinn. „Í svona stöðu þarftu ekki að tala við Illan. Hann er sorgmæddasti maðurinn í búningsklefanum. Hann er nánast grátandi,“ sagði Farke og bætti við að hann hefði aldrei upplifað neitt þessu slíkt á þrjátíu ára ferli í fótbolta. Ef Leeds hefði unnið hefði liðið jafnað Sunderland að stigum á toppi deildarinnar. Þrjú stig skilja liðin enn að. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Leeds var 1-2 yfir þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma á Leikvangi ljóssins í gær. Heimamenn í Sunderland gerðu örvæntingarfull tilraun til að jafna og Alan Browne sendi boltann inn á vítateig gestanna. Hann bjóst eflaust ekki við að nokkrum sekúndum seinna myndi hann fagna marki. Boltinn skoppaði einu sinni fyrir framan Meslier og fór svo á ótrúlegan hátt milli fóta hans og í markið. Ótrúleg mistök hjá Frakkanum en Sunderland-menn fögnuðu dramatísku jöfnunarmarki. Mistökin hjá Meslier má sjá hér fyrir neðan. 😨 LATE drama! #EFL | #SkyBetChampionship pic.twitter.com/UwdRIGYPcU— Sky Bet Championship (@SkyBetChamp) October 4, 2024 Daniel Farke, knattspyrnustjóri Leeds, sagði að Meslier hefði verið niðurbrotinn eftir leikinn. „Í svona stöðu þarftu ekki að tala við Illan. Hann er sorgmæddasti maðurinn í búningsklefanum. Hann er nánast grátandi,“ sagði Farke og bætti við að hann hefði aldrei upplifað neitt þessu slíkt á þrjátíu ára ferli í fótbolta. Ef Leeds hefði unnið hefði liðið jafnað Sunderland að stigum á toppi deildarinnar. Þrjú stig skilja liðin enn að.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira