Ísak: Við erum ekki komin á þann stað sem við viljum vera Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2024 22:26 Ísak Máni Wium er yfirþjálfari yngri flokka hjá ÍR. Vísir/Bára Dröfn ÍR hóf körfuboltatímabilið á því að lúta í gras fyrir Grindavík með 19 stigum. ÍR byrjaði ágætlega og átti sína kafla en höfðu ekki það sem þarf til að komast nær Grindvíkingum. Ísak Wium, þjálfari ÍR, sagði að margir þyrftu að koma með meira að borðinu til að sigrar kæmu í hús. „Eigum við ekki bara að segja að Grindavík sé 19 stigum betri en við akkúrat eins og staðan er í dag“, Var það eitthvað sérstakt sem Ísak gat bent á sem útskýrði muninn á liðunum? „Mér fannst við koma flatir út í leikinn og vorum ekki klárir í þessa líkamlegu baráttu sem var hér í kvöld. Þeir eru mjög líkamlega sterkir og það var gegnum gangandi í leiknum. Ef við náðum ekki stoppum þá virtist vera erfitt fyrir okkur að hlaupa og búa til opin þriggja stiga skot. Það útskýrir kannski hittni liðsins og stigaskorið.“ Sér Ísak eitthvað sérstakt sem hann þarf að segja við sína menn eftir leik eins og þennan? „Nei, bara „We go again“ næsta fimmtudag. Við erum ekki komin á þann stað sem við viljum vera og við getum ekki verið að hengja haus of lengi við þennan leik því næsti leikur er jafn erfiður [Tindastóll er næsti andstæðingur ÍR].“ Jacob Falko, bandarískur bakvörður ÍR, var lengi að finna fjölina sína en þegar hann komst í gang var hann helsta ógn ÍR. Bjóst Ísak við meiru frá honum? „Falko var fínn og aðrir fínir en við þurfum meira frá öllum. Hann er ekki að koma hingað ot skora 40 stig í leik og við þurfum að finna lausnir á sóknarleiknum okkar og varnarlega þannig að Jacob Falko er bara lítil eining í þeirri mynd.“ ÍR Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Smárann í kvöld. Þeir komust yfir í byrjun en misstu Grindvíkinga frá sér ansi fljótt og höfðu ekki orku eða gæðin til að ná þeim aftur. Grindavík gerði það sem þurftu að gera í kvöld og sigldu heim 100-81 sigri og byrja með besta móti í deildinni. 4. október 2024 19:32 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Sjá meira
„Eigum við ekki bara að segja að Grindavík sé 19 stigum betri en við akkúrat eins og staðan er í dag“, Var það eitthvað sérstakt sem Ísak gat bent á sem útskýrði muninn á liðunum? „Mér fannst við koma flatir út í leikinn og vorum ekki klárir í þessa líkamlegu baráttu sem var hér í kvöld. Þeir eru mjög líkamlega sterkir og það var gegnum gangandi í leiknum. Ef við náðum ekki stoppum þá virtist vera erfitt fyrir okkur að hlaupa og búa til opin þriggja stiga skot. Það útskýrir kannski hittni liðsins og stigaskorið.“ Sér Ísak eitthvað sérstakt sem hann þarf að segja við sína menn eftir leik eins og þennan? „Nei, bara „We go again“ næsta fimmtudag. Við erum ekki komin á þann stað sem við viljum vera og við getum ekki verið að hengja haus of lengi við þennan leik því næsti leikur er jafn erfiður [Tindastóll er næsti andstæðingur ÍR].“ Jacob Falko, bandarískur bakvörður ÍR, var lengi að finna fjölina sína en þegar hann komst í gang var hann helsta ógn ÍR. Bjóst Ísak við meiru frá honum? „Falko var fínn og aðrir fínir en við þurfum meira frá öllum. Hann er ekki að koma hingað ot skora 40 stig í leik og við þurfum að finna lausnir á sóknarleiknum okkar og varnarlega þannig að Jacob Falko er bara lítil eining í þeirri mynd.“
ÍR Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Smárann í kvöld. Þeir komust yfir í byrjun en misstu Grindvíkinga frá sér ansi fljótt og höfðu ekki orku eða gæðin til að ná þeim aftur. Grindavík gerði það sem þurftu að gera í kvöld og sigldu heim 100-81 sigri og byrja með besta móti í deildinni. 4. október 2024 19:32 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Smárann í kvöld. Þeir komust yfir í byrjun en misstu Grindvíkinga frá sér ansi fljótt og höfðu ekki orku eða gæðin til að ná þeim aftur. Grindavík gerði það sem þurftu að gera í kvöld og sigldu heim 100-81 sigri og byrja með besta móti í deildinni. 4. október 2024 19:32