Munu ekki láta af herferð vegna launaþjófnaðarins Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 21:16 Formaður Eflingar segir að félagið muni ekki láta af herferðinni gegn Ítalíu vegna þess að það er stór hópur fólks sem Elvar Ingimarsson hefur ekki greitt laun. Stærsta útistandandi krafan sem vitað er um sé 1,6 milljón króna. Vísir/Ívar Fannar Starfsfólk veitingastaðarins Ítalíu gekk í dag inn á skrifstofur Eflingar, til að krefjast þess að stéttarfélagið léti af aðgerðum sínum í garð staðarins. Formaður Eflingar segir af og frá að látið verði af aðgerðum vegna launaþjófnaðar, sem eigandi Ítalíu segir ekki eiga stoð í raunveruleikanum. „Ef þú verslar mat við Ítalíu ertu að fjármagna launaþjófnað, vinnuréttarbrot og skattsvik“ er um það bil þýðingin á því sem stendur á hliðinni á bíl sem Efling hefur að undanförnu lagt fyrir utan veitingastaðinn Ítalíu. Þetta sættu nokkrir starfsmenn veitingarstaðarins sig ekki við og mættu til fundar við stjórnendur Eflingar og báðu um að látið yrði af þessu. Undanfarið hefur verið fjallað um aðgerðir Eflingar vegna meints launaþjófnaðar fyrirtækja í eigu Elvars Ingimarssonar, sem meðal annars rekur Ítalíu. Starfsmennirnir, sem sögðu öll slík mál hafa verið leyst, söfnuðust saman fyrir utan húsnæði Eflingar við Guðrúnartún, áður en þeir gengu inn. Starfsfólk í hættu á að missa vinnuna vegna bílsins „Við höfum verið að vinna þarna um tíma og það eru engin vandamál. Það er allt eins og það á að vera. En Efling hættir ekki að leggja þessum bíl fyrir utan veitingahúsið svo við fáum enga viðskiptavini. Þess vegna er hætta á að við missum vinnuna,“ sagði Alex Gonzalez, starfsmaður Ítalíu, í viðtali við fréttastofu í dag. Fólkið gekk svo inn í húsnæði Eflingar og óskaði eftir því að fá að ræða við einhvern sem eitthvað hefði með bílinn að gera. „Þessi sendiferðabíll sem þau leggja fyrir utan veitingahúsið á hverjum degi er að tortíma okkur,“ sagði Alex við starfsfólk á skrifstofu Eflingar. Fræðslustjóri Eflingar mætti á vettvang, og ræddi við starfsfólkið. Samtalinu lauk þannig að ákveðið var að ræða málin frekar, ásamt fyrrverandi starfsmönnum Ítalíu sem Efling hafi verið í samskiptum við. Munu ekki láta af herferðinni „Staðan er einfaldlega sú að það er stór hópur fólks sem Elvar Ingimarsson hefur ekki greitt laun. Stærsta útistandandi krafan sem við vitum um er 1,6 milljón króna, og svo er fjöldi annarra krafna,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Því verði ekki látið af herferðinni. Það starfsfólk sem eigi inni laun styðji núverandi aðgerðir Eflingar. „Staðan er líka sú að Elvar Ingimarsson skuldar Skattinum tæpar 32 milljónir króna, væntanlega meðal annars vegna þess að hann greiðir ekki staðgreiðslu af launum,“ sagði hún einnig. Hlutverk Eflingar sé að standa vörð um réttindi verka- og láglaunafólks. „Ef það fólk sem kom til Eflingar í dag hefur aftur samband við félagið, óskar eftir því að við liðsinnum þeim við eitthvað, óskar eftir því að við útskýrum fyrir þeim hver staðan er, þá að sjálfsögðu munum við gera það,“ sagði Sólveig. Í samtali við fréttastofu hafnar Elvar alfarið ásökunum um launaþjófnað og skattaundanskot, og segir þær á borði lögfræðings síns. Hann viðurkennir þó að greiðslur í lífeyrissjóði og stéttarfélög hafi dregist, en segir verið að vinna bót á því. Stéttarfélög Kjaramál Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. 14. september 2024 08:52 Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti. 12. september 2024 19:02 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
„Ef þú verslar mat við Ítalíu ertu að fjármagna launaþjófnað, vinnuréttarbrot og skattsvik“ er um það bil þýðingin á því sem stendur á hliðinni á bíl sem Efling hefur að undanförnu lagt fyrir utan veitingastaðinn Ítalíu. Þetta sættu nokkrir starfsmenn veitingarstaðarins sig ekki við og mættu til fundar við stjórnendur Eflingar og báðu um að látið yrði af þessu. Undanfarið hefur verið fjallað um aðgerðir Eflingar vegna meints launaþjófnaðar fyrirtækja í eigu Elvars Ingimarssonar, sem meðal annars rekur Ítalíu. Starfsmennirnir, sem sögðu öll slík mál hafa verið leyst, söfnuðust saman fyrir utan húsnæði Eflingar við Guðrúnartún, áður en þeir gengu inn. Starfsfólk í hættu á að missa vinnuna vegna bílsins „Við höfum verið að vinna þarna um tíma og það eru engin vandamál. Það er allt eins og það á að vera. En Efling hættir ekki að leggja þessum bíl fyrir utan veitingahúsið svo við fáum enga viðskiptavini. Þess vegna er hætta á að við missum vinnuna,“ sagði Alex Gonzalez, starfsmaður Ítalíu, í viðtali við fréttastofu í dag. Fólkið gekk svo inn í húsnæði Eflingar og óskaði eftir því að fá að ræða við einhvern sem eitthvað hefði með bílinn að gera. „Þessi sendiferðabíll sem þau leggja fyrir utan veitingahúsið á hverjum degi er að tortíma okkur,“ sagði Alex við starfsfólk á skrifstofu Eflingar. Fræðslustjóri Eflingar mætti á vettvang, og ræddi við starfsfólkið. Samtalinu lauk þannig að ákveðið var að ræða málin frekar, ásamt fyrrverandi starfsmönnum Ítalíu sem Efling hafi verið í samskiptum við. Munu ekki láta af herferðinni „Staðan er einfaldlega sú að það er stór hópur fólks sem Elvar Ingimarsson hefur ekki greitt laun. Stærsta útistandandi krafan sem við vitum um er 1,6 milljón króna, og svo er fjöldi annarra krafna,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Því verði ekki látið af herferðinni. Það starfsfólk sem eigi inni laun styðji núverandi aðgerðir Eflingar. „Staðan er líka sú að Elvar Ingimarsson skuldar Skattinum tæpar 32 milljónir króna, væntanlega meðal annars vegna þess að hann greiðir ekki staðgreiðslu af launum,“ sagði hún einnig. Hlutverk Eflingar sé að standa vörð um réttindi verka- og láglaunafólks. „Ef það fólk sem kom til Eflingar í dag hefur aftur samband við félagið, óskar eftir því að við liðsinnum þeim við eitthvað, óskar eftir því að við útskýrum fyrir þeim hver staðan er, þá að sjálfsögðu munum við gera það,“ sagði Sólveig. Í samtali við fréttastofu hafnar Elvar alfarið ásökunum um launaþjófnað og skattaundanskot, og segir þær á borði lögfræðings síns. Hann viðurkennir þó að greiðslur í lífeyrissjóði og stéttarfélög hafi dregist, en segir verið að vinna bót á því.
Stéttarfélög Kjaramál Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. 14. september 2024 08:52 Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti. 12. september 2024 19:02 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. 14. september 2024 08:52
Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11
Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti. 12. september 2024 19:02