Sveindís Jane hóf leik Wolfsburg og Leipzig á varamannabekknum og var þar þangað til klukkustund var liðin af leiknum. Þá var staðan 1-0 en það tók landsliðsframherjann aðeins fimm mínútur að tvöfalda forystu Wolfsburg í leiknum.
Heimakonur bættu við þremur mörkum áður en flautað var til leiksloka, lokatölur 5-0 og Wolfsburg nú með 10 stig í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru á toppnum með 12 stig eftir að hafa leikið leik minna en Wolfsburg.
Heimsieg! 💚🐺🔥#WOBRBL #VfLWolfsburg #VfLWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/ftqYZDzpKn
— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) October 4, 2024
Sædís Rún var í byrjunarliði Vålerenga sem vann 3-1 útisigur á Asane í efstu deild Noregs. Íslenska landsliðskonan lék í stöðu vinstri vængbakvarðar og skoraði hún þriðja mark gestanna á 72. mínútu.
Kom markið Vålerenga 3-0 yfir en heimakonur klóruðu í bakkann undir lok leiks, lokatölur 1-3. Sigurinn þýðir að Vålerenga er hænuskrefi frá norska meistaratitlinum en liðið er með 14 stiga forystu þegar fimm umferðir eru eftir.