Lewandowski sá um Alavés Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 16:10 Lewandowski fagnar einu marka sinna í dag. EPA-EFE/ADRIAN RUIZ HIERRO Framherjinn Robert Lewandowski sá til þess að Barcelona jók forskot sitt á toppi La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, þegar hann skoraði þrennu í 3-0 útisigri liðsins á Deportivo Alavés. Mörkin má sjá hér að neðan. Real Madríd vann sinn leik í gær, laugardag, og jafnaði þar með Barcelona að stigum á toppi deildarinnar. Börsungar áttu hins vegar leik til góða og unnu hann nokkuð sannfærandi. Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins strax á 7. mínútu með góðum skalla eftir aukaspyrnu Raphinha. LEWANDOWSKI LOVES SCORING GOALS! 🔥 pic.twitter.com/0pYxoRnTjS— ESPN FC (@ESPNFC) October 6, 2024 Á 22. mínútu fóru Börsungar í skyndisókn, aftur var það Raphinha sem fann Lewandowski og aftur endaði boltinn í netinu, staðan orðin 0-2 og Alavés í vondum málum. RAPHINHA TO LEWANDOWSKI FOR A SECOND TIME FOR BARCELONA IN JUST OVER 20 MINUTES!WHAT A SEASON THEY'RE HAVING 🔥 pic.twitter.com/33LGwMB3JT— ESPN FC (@ESPNFC) October 6, 2024 Á 32. mínútu fullkomnaði Lewandowski þrennu sína eftir góða sendingu Eric Garcia inn fyrir vörn Alavés. Var um að ræða tíunda mark framherjans í aðeins níu deildarleikjum til þessa. LEWANDOWSKI HAT TRICK!!HE IS ON FIRE! 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/TUr0QmyYWi— ESPN FC (@ESPNFC) October 6, 2024 Heimamenn minnkuðu muninn fyrir lok fyrri hálfleiks en myndbandsdómari leiksins dæmdi það af og staðan 3-0 Barcelona í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik unnu Börsungar sannfærandi 3-0 sigur og eru nú með 24 stig á toppi La Liga. Spænski boltinn Fótbolti
Framherjinn Robert Lewandowski sá til þess að Barcelona jók forskot sitt á toppi La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, þegar hann skoraði þrennu í 3-0 útisigri liðsins á Deportivo Alavés. Mörkin má sjá hér að neðan. Real Madríd vann sinn leik í gær, laugardag, og jafnaði þar með Barcelona að stigum á toppi deildarinnar. Börsungar áttu hins vegar leik til góða og unnu hann nokkuð sannfærandi. Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins strax á 7. mínútu með góðum skalla eftir aukaspyrnu Raphinha. LEWANDOWSKI LOVES SCORING GOALS! 🔥 pic.twitter.com/0pYxoRnTjS— ESPN FC (@ESPNFC) October 6, 2024 Á 22. mínútu fóru Börsungar í skyndisókn, aftur var það Raphinha sem fann Lewandowski og aftur endaði boltinn í netinu, staðan orðin 0-2 og Alavés í vondum málum. RAPHINHA TO LEWANDOWSKI FOR A SECOND TIME FOR BARCELONA IN JUST OVER 20 MINUTES!WHAT A SEASON THEY'RE HAVING 🔥 pic.twitter.com/33LGwMB3JT— ESPN FC (@ESPNFC) October 6, 2024 Á 32. mínútu fullkomnaði Lewandowski þrennu sína eftir góða sendingu Eric Garcia inn fyrir vörn Alavés. Var um að ræða tíunda mark framherjans í aðeins níu deildarleikjum til þessa. LEWANDOWSKI HAT TRICK!!HE IS ON FIRE! 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/TUr0QmyYWi— ESPN FC (@ESPNFC) October 6, 2024 Heimamenn minnkuðu muninn fyrir lok fyrri hálfleiks en myndbandsdómari leiksins dæmdi það af og staðan 3-0 Barcelona í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik unnu Börsungar sannfærandi 3-0 sigur og eru nú með 24 stig á toppi La Liga.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn