Federico Valverde skoraði og lagði upp þegar Spánarmeistarar Real Madríd lögðu Villareal 2-0 í lokaleik dagsins í La Liga, efstu deild karla í knattspyrnu þar í landi.
Fyrir leik var ljóst að með sigri myndu meistararnir jafna topplið Barcelona að stigum og það var nákvæmlega það sem þeir gerðu í kvöld. Það tók Valverde aðeins stundarfjórðung að koma Real yfir þegar skot hans fór af varnarmanni Villareal og þaðan í netið.
Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks en á 73. mínútu gerðu heimamenn út um leikinn. Valverde fann þá Vinícius Júnior sem skoraði með frábæru skoti fyrir utan teig í stöng og inn. Magnað mark og sigurinn kominn í hús. Áður en flautað var til leiksloka varð bakvörðurinn Dani Carvajal hins vegar fyrir skelfilegum meiðslum og má reikna með að hann verði frá keppni næstu vikurnar ef ekki mánuðina.
🚨🚨 ¡OJO CARVAJAL! 🚨🚨
— MARCA (@marca) October 5, 2024
¡Se ha lesionado solo! ¡Parece la rodilla! #RealMadridVillarreal pic.twitter.com/x0DalibHco
Real vann hins vegar 2-0 sigur í leik þar sem lítið var um opin færi. Sigurinn þýðir að Spánarmeistarar Real hafa nú jafnað Börsunga að stigum en lærisveinar Hansi Flick eiga þó leik til góða.