„Þá er ég mjög heimskur þjálfari“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2024 13:45 Slot var hress á blaðamannafundi fyrir leik morgundagsins. Carl Recine/Getty Images Liverpool á fyrir höndum enn einn hádegisleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni er það sækir Crystal Palace heim á Selhurst Park á morgun. Jurgen Klopp kvartaði gjarnan undan því við fjölmiðla en eftirmaður hans í starfi nálgast það öðruvísi. Klopp var gjarn á að kvarta yfir því að eiga leik í hádegi á laugardegi sem gerðist reglulega þegar Liverpool hafði spilað Evrópuleik í miðri viku. TNT Sport (áður BT Sport) er rásin sem á réttinn á hádegisleikjum á Bretlandi og getur pantað þá leiki sem stöðin vill og virðist Liverpool oft hafa orðið fyrir valinu. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar segja til um að lið sem spiluðu útileik í Evrópukeppni megi ekki spila í hádegi á laugardegi og TNT því heimilt að velja Liverpool í hvert skipti sem félagið leikur á Anfield í miðri viku. „Almennt er það þannig í hollensku deildinni, þar sem ég var, að menn eru meðvitaðri um þetta og reyna að hjálpa liðunum meira en hér. En sanngirninnar vegna gagnvart enska knattspyrnusambandinu er leikjaálagið meira hér en þar,“ segir Slot um málið. „Ég held líka að þetta hafi með fjölmiðlana að gera. Það er ástæðan fyrir því að við spilum oft í hádeginu því sjónvarpsstöðvarnar geta valið sér lið og í níu af hverjum tíu skiptum velja menn Liverpool,“ bætir hann við. Útivellirnir málið fremur en tímasetningin Gengi Púllara hefur verið misjafnt í hádegisleikjunum en þá leiki spilar liðið gjarnan á útivelli. Slot segir það hafa meira að gera en tímasetninguna. „Við unnum aðeins 10 af 18 útileikjum á síðasta tímabili. Það er hægt að tala um að illa gangi þegar leikirnir eru í hádeginu eða að það sé erfitt að spila á útivelli. Ég held það hafi með það síðarnefnda að gera í þessari sterku deild,“ „Ef 12:30 væri erfiður tími til að sýna sitt rétta andlit, þá er ég mjög heimskur þjálfari vegna þess að við æfum klukkan 12 á hverjum degi! Ég sé ekki pælinguna á bakvið það að erfiðara sé að gera vel á þessum tíma,“ segir Slot. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Sjá meira
Klopp var gjarn á að kvarta yfir því að eiga leik í hádegi á laugardegi sem gerðist reglulega þegar Liverpool hafði spilað Evrópuleik í miðri viku. TNT Sport (áður BT Sport) er rásin sem á réttinn á hádegisleikjum á Bretlandi og getur pantað þá leiki sem stöðin vill og virðist Liverpool oft hafa orðið fyrir valinu. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar segja til um að lið sem spiluðu útileik í Evrópukeppni megi ekki spila í hádegi á laugardegi og TNT því heimilt að velja Liverpool í hvert skipti sem félagið leikur á Anfield í miðri viku. „Almennt er það þannig í hollensku deildinni, þar sem ég var, að menn eru meðvitaðri um þetta og reyna að hjálpa liðunum meira en hér. En sanngirninnar vegna gagnvart enska knattspyrnusambandinu er leikjaálagið meira hér en þar,“ segir Slot um málið. „Ég held líka að þetta hafi með fjölmiðlana að gera. Það er ástæðan fyrir því að við spilum oft í hádeginu því sjónvarpsstöðvarnar geta valið sér lið og í níu af hverjum tíu skiptum velja menn Liverpool,“ bætir hann við. Útivellirnir málið fremur en tímasetningin Gengi Púllara hefur verið misjafnt í hádegisleikjunum en þá leiki spilar liðið gjarnan á útivelli. Slot segir það hafa meira að gera en tímasetninguna. „Við unnum aðeins 10 af 18 útileikjum á síðasta tímabili. Það er hægt að tala um að illa gangi þegar leikirnir eru í hádeginu eða að það sé erfitt að spila á útivelli. Ég held það hafi með það síðarnefnda að gera í þessari sterku deild,“ „Ef 12:30 væri erfiður tími til að sýna sitt rétta andlit, þá er ég mjög heimskur þjálfari vegna þess að við æfum klukkan 12 á hverjum degi! Ég sé ekki pælinguna á bakvið það að erfiðara sé að gera vel á þessum tíma,“ segir Slot.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Sjá meira