Þess vegna býð ég mig fram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 4. október 2024 11:31 Umhverfis- og náttúruvernd. Kvenfrelsi. Félagslegt réttlæti. Friðarhyggja. Þetta eru grunnstoðirnar sem Vinstri græn byggja pólitík sína og stefnumál á. Þessum áherslum vil ég áfram vinna brautargengi í íslensku samfélagi. Ég hef verið varaformaður VG frá 2019, fyrir utan síðustu mánuði, svo ég þekki starfið vel. Ég gekk til liðs við Vinstri græn vegna áherslu hreyfingarinnar á umhverfismál og náttúruvernd. Ég menntaði mig á því sviði og hef nær alla mína starfsævi starfað í græna geiranum. Ég brenn fyrir vernd náttúru Íslands og vara við síaukinni ásókn í hálendið, víðernin okkar, heiðar og lítt raskað land. Sem umhverfisráðherra friðlýsti ég um 30 svæði, þ.m.t. Geysi, Goðafoss, Látrabjarg og Gerpissvæðið og stækkaði auk þess Vatnajökulsþjóðgarð og Snæfellsjökulsþjóðgarð umtalsvert. Ég tel friðlýsingar eitt öflugasta verkfærið í náttúruvernd. Baráttan við loftslagsbreytingar er barátta okkar allra, því loftslagið myndar umgjörðina sem mótar vistkerfin og þaðan fáum við fæði og klæði. Loftslagsmálin eru því ekki bara stærsta umhverfismálið heldur líka eitt stærsta velferðarmál þessarar aldar. Velferðarmál eru mér líka afar hugleikin, ekki síst réttindi fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, en seta mín sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur dýpkað skilning minn og aukið baráttuþrek mitt fyrir bættum kjörum og aðstæðum þessa hóps. Að auka og viðhalda sjálfsögðum mannréttindum í heimi þar sem hægri öfgahyggju vex ásmegin er risastórt verkefni sem ég vil halda áfram að vinna að. Hér má nefna kvenfrelsi, mannréttindi hinsegin fólks, fatlaðs fólks og innflytjenda. Við sjáum aukna stéttskiptingu í íslensku samfélagi, ekki síst á meðal innflytjenda, og á henni verður að vinna bug. Friðarmálin eru mér einnig hugleikin en stríðsátökum fer fjölgandi í heiminum. Ísland á alltaf að tala fyrir friði og hafna vígvæðingu, enda ekkert jafn skaðlegt fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og hernaður. Þessum málum og mörgum fleirum vil ég halda á lofti sem varaformaður VG, fái ég umboð félaga minna til þess á landsfundi okkar sem hefst í dag. Undanfarna mánuði hef ég sinnt starfi formanns VG og mikil gróska hefur verið í starfi hreyfingarinnar, nýir félagar gengið til liðs við okkur og gamlir félagar snúið aftur. Af þessu fólki er mikill liðsauki og góður heimanmundur fyrir komandi kosningar. Ég vil ásamt nýjum formanni og nýrri stjórn VG fara á fullt í að skipuleggja og undirbúa kosningaveturinn og hleypa glæðum í félagsstarfið í hreyfingunni okkar. Að mínu mati þarf Ísland sterka félagshyggjustjórn á næsta kjörtímabili og ég vil taka þátt í að koma henni á laggirnar, ef við fáum til þess stuðning í kosningum og það tekst að mynda slíka ríkisstjórn utan um málefni sem við setjum á oddinn. Þess vegna býð ég mig fram til endurkjörs sem varaformaður VG. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Umhverfis- og náttúruvernd. Kvenfrelsi. Félagslegt réttlæti. Friðarhyggja. Þetta eru grunnstoðirnar sem Vinstri græn byggja pólitík sína og stefnumál á. Þessum áherslum vil ég áfram vinna brautargengi í íslensku samfélagi. Ég hef verið varaformaður VG frá 2019, fyrir utan síðustu mánuði, svo ég þekki starfið vel. Ég gekk til liðs við Vinstri græn vegna áherslu hreyfingarinnar á umhverfismál og náttúruvernd. Ég menntaði mig á því sviði og hef nær alla mína starfsævi starfað í græna geiranum. Ég brenn fyrir vernd náttúru Íslands og vara við síaukinni ásókn í hálendið, víðernin okkar, heiðar og lítt raskað land. Sem umhverfisráðherra friðlýsti ég um 30 svæði, þ.m.t. Geysi, Goðafoss, Látrabjarg og Gerpissvæðið og stækkaði auk þess Vatnajökulsþjóðgarð og Snæfellsjökulsþjóðgarð umtalsvert. Ég tel friðlýsingar eitt öflugasta verkfærið í náttúruvernd. Baráttan við loftslagsbreytingar er barátta okkar allra, því loftslagið myndar umgjörðina sem mótar vistkerfin og þaðan fáum við fæði og klæði. Loftslagsmálin eru því ekki bara stærsta umhverfismálið heldur líka eitt stærsta velferðarmál þessarar aldar. Velferðarmál eru mér líka afar hugleikin, ekki síst réttindi fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, en seta mín sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur dýpkað skilning minn og aukið baráttuþrek mitt fyrir bættum kjörum og aðstæðum þessa hóps. Að auka og viðhalda sjálfsögðum mannréttindum í heimi þar sem hægri öfgahyggju vex ásmegin er risastórt verkefni sem ég vil halda áfram að vinna að. Hér má nefna kvenfrelsi, mannréttindi hinsegin fólks, fatlaðs fólks og innflytjenda. Við sjáum aukna stéttskiptingu í íslensku samfélagi, ekki síst á meðal innflytjenda, og á henni verður að vinna bug. Friðarmálin eru mér einnig hugleikin en stríðsátökum fer fjölgandi í heiminum. Ísland á alltaf að tala fyrir friði og hafna vígvæðingu, enda ekkert jafn skaðlegt fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og hernaður. Þessum málum og mörgum fleirum vil ég halda á lofti sem varaformaður VG, fái ég umboð félaga minna til þess á landsfundi okkar sem hefst í dag. Undanfarna mánuði hef ég sinnt starfi formanns VG og mikil gróska hefur verið í starfi hreyfingarinnar, nýir félagar gengið til liðs við okkur og gamlir félagar snúið aftur. Af þessu fólki er mikill liðsauki og góður heimanmundur fyrir komandi kosningar. Ég vil ásamt nýjum formanni og nýrri stjórn VG fara á fullt í að skipuleggja og undirbúa kosningaveturinn og hleypa glæðum í félagsstarfið í hreyfingunni okkar. Að mínu mati þarf Ísland sterka félagshyggjustjórn á næsta kjörtímabili og ég vil taka þátt í að koma henni á laggirnar, ef við fáum til þess stuðning í kosningum og það tekst að mynda slíka ríkisstjórn utan um málefni sem við setjum á oddinn. Þess vegna býð ég mig fram til endurkjörs sem varaformaður VG. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns VG.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar