Sýna áhuga á eignum Skagans 3X Telma Tómasson skrifar 4. október 2024 07:26 Fyrirtækið Skaginn 3X var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Vísir/Arnar Blandaður hópur fjárfesta og sérfræðinga hefur sýnt áhuga á að kaupa eignir Skagans 3X á Akranesi úr þrotabúi og hefja aftur starfsemi í bænum. Að sögn Helga Jóhannessonar, skiptastjóra, eru menn nú vonbetri um að unnt sé að finna sameiginlegan flöt á málinu og ná farsælli lendingu eftir að Íslandsbanki eignaðist fasteignir sem áður voru í eigu Grenja. Á fyrri stigum málsins komu fram tilboð með fyrirvara um að viðkomandi fjárfestahópar gætu fengið fasteignir keyptar eða leigðar af Grenjum, en aldrei náðist saman um það. Nú hefur Íslandsbanki eignast fasteignirnar sem breytir myndinni. Helgi staðfestir í samtali við fréttastofu að viðræður séu í gangi við einn hóp sem hefur hug á að endurreisa fyrirtækið á Akranesi, hugsanlega ekki með jafn stórtækum hætti og það var áður rekið, en þó þannig að reksturinn haldist áfram í bænum. Ekki fæst uppgefið hverjir það eru, en um er að ræða blandaðan hóp fjárfesta og manna sem hafa reynslu af sambærilegri starfsemi. Skaginn 3X framleiddi frysti- og kælibúnað fyrir fisk- og matvælaiðnað, bæði fyrir skip og verksmiðjur. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, segir í samtali við Morgunblaðið, sem fjallaði fyrst um málið, að menn séu nú að leggjast á árarnar um að bjarga starfseminni og vonir standi til að unnt sé að mynda góðan eigendahóp utan um reksturinn. Bundnar séu miklar vonir við nýja stöðu í málinu. Gjaldþrot Skagans 3X Akranes Tengdar fréttir Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. 14. september 2024 07:29 Tilboð berast í eignir þrotabúsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga“ Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika. 28. ágúst 2024 21:57 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Að sögn Helga Jóhannessonar, skiptastjóra, eru menn nú vonbetri um að unnt sé að finna sameiginlegan flöt á málinu og ná farsælli lendingu eftir að Íslandsbanki eignaðist fasteignir sem áður voru í eigu Grenja. Á fyrri stigum málsins komu fram tilboð með fyrirvara um að viðkomandi fjárfestahópar gætu fengið fasteignir keyptar eða leigðar af Grenjum, en aldrei náðist saman um það. Nú hefur Íslandsbanki eignast fasteignirnar sem breytir myndinni. Helgi staðfestir í samtali við fréttastofu að viðræður séu í gangi við einn hóp sem hefur hug á að endurreisa fyrirtækið á Akranesi, hugsanlega ekki með jafn stórtækum hætti og það var áður rekið, en þó þannig að reksturinn haldist áfram í bænum. Ekki fæst uppgefið hverjir það eru, en um er að ræða blandaðan hóp fjárfesta og manna sem hafa reynslu af sambærilegri starfsemi. Skaginn 3X framleiddi frysti- og kælibúnað fyrir fisk- og matvælaiðnað, bæði fyrir skip og verksmiðjur. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, segir í samtali við Morgunblaðið, sem fjallaði fyrst um málið, að menn séu nú að leggjast á árarnar um að bjarga starfseminni og vonir standi til að unnt sé að mynda góðan eigendahóp utan um reksturinn. Bundnar séu miklar vonir við nýja stöðu í málinu.
Gjaldþrot Skagans 3X Akranes Tengdar fréttir Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. 14. september 2024 07:29 Tilboð berast í eignir þrotabúsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga“ Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika. 28. ágúst 2024 21:57 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. 14. september 2024 07:29
Tilboð berast í eignir þrotabúsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga“ Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika. 28. ágúst 2024 21:57