Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. október 2024 22:57 Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem leiddi rannsóknina á byrlunar- og símastuldarmálinu. Hún hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtal vegna málsins en embættið tjáði sig í langri Facebook færslu þar sem niðurfelling málsins var útskýrð. Vísir/Vilhelm Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. Færslan vakti mikla athygli þegar hún var birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Þar fer lögregla yfir málavexti og útskýrir hvers vegna málið, sem var til rannsóknar í rúm þrjú ár, hafi verið fellt niður. Auk eiginkonunnar voru sex blaðamenn með réttarstöðu sakbornings í málinu. Í færslunni segir meðal annars að framburður konunnar hafi verið stöðugur allan tímann um að hún hafi afhent fjölmiðlum símann. Í samtali við Heimildina segir lögmaður konunnar, Hólmgeir Elías Flosason, þetta vera alrangt og að hann hafi upplýsingar undir höndum sem dragi fram að lögregla fari með ósannindi í færslunni. Hólmgeir Elías Flosason Ólíklegt að ákæruvaldi takist að sanna ásetning Lögregla sagði í færslunni að fyrir hafi legið að að einn sakborninga, umrædd kona, hafi játað að hafa sett lyf út í áfengi sem hún færði Páli og hann drakk. Lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra hafi talið þessa háttsemi varða við hegningarlög. Ekki væri búið að sýna fram á orsakatengsl á milli byrlunar og veikinda brotaþola, en þó að lögreglu tækist það, væri ólíklegt að ákæruvaldinu tækist að sanna ásetning eiginkonunnar fyrrverandi til að valda Páli þeim skaða sem hann varð fyrir. Þá sagði lögregla að sakarefni sem sneru að því að dreifa kynferðislegu myndefni af Páli, líklegt til sakfellis á hendur einum einstaklingi og átti þar við um konuna. „Brotið felst í því að sakborningur sendi sjálfum sér kynferðislegt myndefni af eiginmanni sínum úr síma hans“. Vegna veikinda sakbornings haf vafi leikið á um hvort hann hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu. „Sakborningur hefur hafnað beiðni um að undirgangast sakhæfismat og því hefur verið ákveðið að hætta rannsókn á þessum þætti málsins,“ sagði í færslunni. Veikindi nýtt til eftiráskýringa Í samtali við Heimildina segir lögmaðurinn það tvískinnung að vísa til veikinda konunnar með þessum hætti. „Þegar á sama tíma fannst þeim algjörlega tilhlýðlegt að draga hana í tvígang fyrir dóm í aðalmeðferð. Þeir mátu það þannig að hún væri til þess bær að koma fyrir dóm. Þá var bæði hún og blaðamennirnir með réttarstöðu sakborninga misserum og árum saman án þess að lögreglan gerði handtak í rannsókninni,“ er haft eftir Hólmgeiri. Um eftiráskýringar sé að ræða þar sem lögregla reynir að breiða yfir eigin klúður. „Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda,“ segir hann. Hólmgeir telur alvarlegt að lögregla gangi fram gegn borgurunum með þessum hætti og kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu. „Það er ekki hægt að láta þetta bara kyrrt liggja. Ég get ekki séð að þessu máli sé lokið,“ sagði hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sömuleiðis hneykslast á rannsókn lögreglu og fyrrgreindri færslu sem hún segir einsdæmi. Þá lét hæstaréttarlögmaðurinn Jakob R. Möller hafa eftir sér í samtali við Morgunblaðið að lögregla hafi „ekkert vitað hvað hún væri að gera.“ Annar hæstaréttarlögmaður, Sigurður G. Guðjónsson, segir að sér þyki ólíklegt að málið sé lokið með niðurfellingu lögreglu. Hann eigi erfitt með að sjá hvernig ríkissaksóknari komist hjá því að taka málið upp á ný. Ákvörðun um að kæra málið af hálfu Páls skipstjóra hefur hins vegar ekki verið tekin, að sögn Evu Hauksdóttur, lögmanns Páls. Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglan Tengdar fréttir Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. 26. september 2024 21:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Færslan vakti mikla athygli þegar hún var birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Þar fer lögregla yfir málavexti og útskýrir hvers vegna málið, sem var til rannsóknar í rúm þrjú ár, hafi verið fellt niður. Auk eiginkonunnar voru sex blaðamenn með réttarstöðu sakbornings í málinu. Í færslunni segir meðal annars að framburður konunnar hafi verið stöðugur allan tímann um að hún hafi afhent fjölmiðlum símann. Í samtali við Heimildina segir lögmaður konunnar, Hólmgeir Elías Flosason, þetta vera alrangt og að hann hafi upplýsingar undir höndum sem dragi fram að lögregla fari með ósannindi í færslunni. Hólmgeir Elías Flosason Ólíklegt að ákæruvaldi takist að sanna ásetning Lögregla sagði í færslunni að fyrir hafi legið að að einn sakborninga, umrædd kona, hafi játað að hafa sett lyf út í áfengi sem hún færði Páli og hann drakk. Lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra hafi talið þessa háttsemi varða við hegningarlög. Ekki væri búið að sýna fram á orsakatengsl á milli byrlunar og veikinda brotaþola, en þó að lögreglu tækist það, væri ólíklegt að ákæruvaldinu tækist að sanna ásetning eiginkonunnar fyrrverandi til að valda Páli þeim skaða sem hann varð fyrir. Þá sagði lögregla að sakarefni sem sneru að því að dreifa kynferðislegu myndefni af Páli, líklegt til sakfellis á hendur einum einstaklingi og átti þar við um konuna. „Brotið felst í því að sakborningur sendi sjálfum sér kynferðislegt myndefni af eiginmanni sínum úr síma hans“. Vegna veikinda sakbornings haf vafi leikið á um hvort hann hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu. „Sakborningur hefur hafnað beiðni um að undirgangast sakhæfismat og því hefur verið ákveðið að hætta rannsókn á þessum þætti málsins,“ sagði í færslunni. Veikindi nýtt til eftiráskýringa Í samtali við Heimildina segir lögmaðurinn það tvískinnung að vísa til veikinda konunnar með þessum hætti. „Þegar á sama tíma fannst þeim algjörlega tilhlýðlegt að draga hana í tvígang fyrir dóm í aðalmeðferð. Þeir mátu það þannig að hún væri til þess bær að koma fyrir dóm. Þá var bæði hún og blaðamennirnir með réttarstöðu sakborninga misserum og árum saman án þess að lögreglan gerði handtak í rannsókninni,“ er haft eftir Hólmgeiri. Um eftiráskýringar sé að ræða þar sem lögregla reynir að breiða yfir eigin klúður. „Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda,“ segir hann. Hólmgeir telur alvarlegt að lögregla gangi fram gegn borgurunum með þessum hætti og kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu. „Það er ekki hægt að láta þetta bara kyrrt liggja. Ég get ekki séð að þessu máli sé lokið,“ sagði hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sömuleiðis hneykslast á rannsókn lögreglu og fyrrgreindri færslu sem hún segir einsdæmi. Þá lét hæstaréttarlögmaðurinn Jakob R. Möller hafa eftir sér í samtali við Morgunblaðið að lögregla hafi „ekkert vitað hvað hún væri að gera.“ Annar hæstaréttarlögmaður, Sigurður G. Guðjónsson, segir að sér þyki ólíklegt að málið sé lokið með niðurfellingu lögreglu. Hann eigi erfitt með að sjá hvernig ríkissaksóknari komist hjá því að taka málið upp á ný. Ákvörðun um að kæra málið af hálfu Páls skipstjóra hefur hins vegar ekki verið tekin, að sögn Evu Hauksdóttur, lögmanns Páls.
Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglan Tengdar fréttir Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. 26. september 2024 21:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52
Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. 26. september 2024 21:15