Þetta staðfestir Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við Vísi. Hann segir að dælubíll hafi verið sendur á vettvang og sjúkrabíll til öryggis. Samkvæmt fyrstu tilkynningu hafi engin slys orðið á fólki.

Hann segir að kviknað hafi í bílnum við afleggjarann að Vogum í vesturátt. Slökkvilið hafi verið í þann mund að mæta á vettvang um klukkan 14:45.
Að sögn Teits Þorkelssonar, leiðsögumanns sem átti leið hjá, var umferð beint niður fyrir Reykjanesbrautina af lögreglu.
