Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 15:01 Það er alltaf stuð hjá meðlimum Dr. Gunna. Helena Hansdóttir Aspelund Hljómsveitin Dr. Gunni hefur sent frá sér sína þriðju plötu, plötuna Er ekki bara búið að vera gaman? Að sögn doktorsins sjálfs er um að ræða miðaldrakarlarokk fyrir lengra komna en hann segir sveitina staðráðna í að leggja land undir fót, helst í Grænlandi eða Færeyjum. „Við erum ferlega ánægðir með þetta, eiginlega bara allir að springa úr monti hvað þetta er gott,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, miklu þekktari sem Dr. Gunni í samtali við Vísi. Nýja platan er tólf laga og kemur sem vinýl-plata og streymi en áður hefur sveitin gefið frá sér plöturnar Nei ókei (2021) og Stóri hvellur (2003). Langar til Grænlands Platan var tekin upp á Stöðvarfirði, Suðureyri og í Reykjavík og sá Árni Hjörvar um upptökur og pródúksjón. Lögin spanna frá léttleikandi poppi yfir í þynslarokk. Ástand heimsins, sífellt stríð og kröfur á meðalplebba um endurvinnslu, ónægur svefn og ótímabær þvaglát eru meðal yrkisefna, enda eru meðlimir sveitarinnar alltof gamlir til að bulla eitthvað um ást, hvað þeir séu ríkir og annan misskilning. „Við höfum aldrei spilað saman úti fyrir landssteinana jafnvel þó okkur dauðlangi til þess. Við þurfum eiginlega að fara að virkja einhver samnorræn sambönd því við ætlum ekki langt,“ segir Dr. Gunni. Hann segir hljómsveitina þrá að spila í Grænlandi og Færeyjum. „En við byrjum þetta að minnsta kosti hérna heima, með hlustunarpartýi í 12 tónum í dag og svo á Akureyri á morgun að ógleymdum útgáfutónleikum á Hrekkjavöku 31. október í Iðnó. Þangað hvetjum við auðvitað alla til þess að mæta í búningum!“ Tónlist Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum ferlega ánægðir með þetta, eiginlega bara allir að springa úr monti hvað þetta er gott,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, miklu þekktari sem Dr. Gunni í samtali við Vísi. Nýja platan er tólf laga og kemur sem vinýl-plata og streymi en áður hefur sveitin gefið frá sér plöturnar Nei ókei (2021) og Stóri hvellur (2003). Langar til Grænlands Platan var tekin upp á Stöðvarfirði, Suðureyri og í Reykjavík og sá Árni Hjörvar um upptökur og pródúksjón. Lögin spanna frá léttleikandi poppi yfir í þynslarokk. Ástand heimsins, sífellt stríð og kröfur á meðalplebba um endurvinnslu, ónægur svefn og ótímabær þvaglát eru meðal yrkisefna, enda eru meðlimir sveitarinnar alltof gamlir til að bulla eitthvað um ást, hvað þeir séu ríkir og annan misskilning. „Við höfum aldrei spilað saman úti fyrir landssteinana jafnvel þó okkur dauðlangi til þess. Við þurfum eiginlega að fara að virkja einhver samnorræn sambönd því við ætlum ekki langt,“ segir Dr. Gunni. Hann segir hljómsveitina þrá að spila í Grænlandi og Færeyjum. „En við byrjum þetta að minnsta kosti hérna heima, með hlustunarpartýi í 12 tónum í dag og svo á Akureyri á morgun að ógleymdum útgáfutónleikum á Hrekkjavöku 31. október í Iðnó. Þangað hvetjum við auðvitað alla til þess að mæta í búningum!“
Tónlist Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira