Þónokkur þekkt nöfn eru utan hóps hjá Heimi. Seamus Coleman, leikmaður Everton, er meiddur og þá falla Alan Browne, Will Smallbone og Jake O'Brien einnig út úr hópi Íra frá síðasta verkefni.
Írland tapaði 2-0 fyrir Englandi á heimavelli áður en sömu úrslit hlutust í leik við Grikki, sem einnig fór fram í Dyflinni.
Athygli vekur þá að Matt Doherty, leikmaður Wolves, verður ekki með í komandi leikjum. Því fagnar margur Írinn en Doherty sýndi ekki sínar bestu hliðar í leikjunum í september og hefur af mörgum verið talinn dragbítur um hríð.
Festy Ebosele, leikmaður Watford sem spilaði með Udinese á Ítalíu á síðustu leiktíð, kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna. Auk hans koma Jamie McGrath, leikmaður Aberdeen, Finn Azaz, Middlesbrough og Mikey Johnston úr WBA inn í hópinn. Þá geta þeir Jack Taylor, leikmaður Ipswich, og Mark McGuinness, Luton, spilað sinn fyrsta landsleik.
Tveir útileikir eru fram undan í komandi glugga. Írar sækja Finna heim til Helsinki 10. október og fara til Piraeus að mæta Grikkjum þremur dögum síðar.
SQUAD ANNOUNCED | 24-man squad named for Finland & Greece matches 🤩
— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) October 3, 2024
Mark McGuinness receives his first call-up as Jack Taylor, Finn Azaz, Jamie McGrath, Festy Ebosele & Mikey Johnston all come into the squad 🇮🇪💚
10/10 | 🇫🇮🆚🇮🇪
13/10 | 🇬🇷🆚🇮🇪 pic.twitter.com/cIJnoiX572