Stuðningsmannaskjöldurinn er ígildi deildarmeistaratitils. Inter Miami er með bestan árangur allra liða í MLS og vinni liðið síðustu tvo leiki sína bætir það met New England Revolution yfir flest stig á einu tímabili í deildarkeppninni.
Messi skoraði fyrra mark sitt með skoti af stuttu færi og það seinna beint úr aukaspyrnu. Luis Suárez skoraði svo þriðja mark Inter Miami.
Ljóst er að Inter Miami verður með heimavallarrétt í öllum umferðum úrslitakeppninnar sem hefst 23. október.
Messi gekk í raðir Inter Miami í fyrra. Hann hefur skorað þrjátíu mörk í 34 leikjum fyrir liðið.