Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ás­geir og Rann­veig rök­styðja lækkunina

Atli Ísleifsson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og munu grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar klukkan 9:30.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og munu grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, munu gera grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndarinnar um að lækka stýrivaxti á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30.

Tilkynnt var í morgun að peningastefnunefnd hefði ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 9,25 prósent í 9 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin lækkar stýrivexti síðan í árslok 2020. Þeir hafa staðið í 9,25 prósentum síðan í ágúst á síðasta ári.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir

Lækkar stýrivextina í fyrsta sinn síðan í árslok 2020

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 9,25 prósent í 9 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin lækkar stýrivexti síðan í árslok 2020. Þeir hafa staðið í 9,25 prósentum síðan í ágúst á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×