„Okkur fannst það skylda að klára með sigri“ Stefán Marteinn skrifar 1. október 2024 21:57 Lengst til vinstri: Rúnar Ingi Erlingsson, forveri Einars Árna og núverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Njarðvík. Halldór Karlsson - formaður og loks Einar Árni Jóhannsson sem er í dag þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur. JBÓ/Njarðvík Njaðvík tóku á móti Grindavík í kveðjuleik Ljónagryfjunnar þegar 1. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það var ekki mikið sem benti til þess framan af að þetta yrði spennu leikur en annað kom á daginn þegar Njarðvík sigraði Grindavík 60-54. „Í eðli íþróttarinnar þá eru „run“ og Grindavíkurliðið var betra liðið í seinni hálfleik en við náðum samt að halda þeim í ákveðni fjarlægð og fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik. Njarðvík voru mun betri í fyrri hálfleik en það var ekki alveg sami kraftur í þeim í síðari hálfleiknum. „Ég ætla ekkert að taka neitt af Grindavík en mér fannst við bara vera of oft einfaldlega að kasta frá okkur boltanum þar sem við voum að klára okkar sóknir illa. Það gaf allt of mikið af hraðaupphlaupum og sniðskotum. Við vorum lengi að koma til baka eftir þetta áhlaup að vera komin í 16-17 stig. Það er 1. október og við erum mjög stutt á veg komin og þurfum að verða miklu betri á mörgum sviðum, það er bara staðreynd.“ Þrátt fyrir sterkan sigur Njarðvíkur í kvöld er of snemmt að tala um einhvern „statement sigur.“ „Já, Grindavík eru án Bandaríkjamanns í dag og án Ísabellu. Tveir frábærir leikmenn og mikilvægir póstar í þeirra liði. Við erum ekkert að fara neitt rosalega hátt yfir þessu. Þetta var leikur á heimavelli, síðasta leiknum okkar í Ljónagryfjunni og okkur fannst það vera skylda að klára það með sigri og það tókst.“ Njarðvík voru að kveðja Ljónagryfjuna í kvöld eftir afar farsæl ár þar sem margar frábærar minningar hafa skapast hjá Njarðvíkingum í gegnum árin. Það var mikilvægt að kveðja Ljónagryfjuna með sigri. „Það er mikið fallegra, það er bara staðreynd. Hér er gríðarlega mikil saga til 50 ára og sérstaklega bara ef við höfrum frá 1981 þar sem að mikil velgengni á löngum stundum og stelpurnar hafa tekið þátt í því partý með tveimur titlum á seinni árum. Það er ótrúlega margt sem að fer í gegnum huga mans. Mörg geggjuð móment sem hafa verið hér en á sama tíma mikil ánægja að vera á leiðinni í hús sem að þjónustar ekki bara iðkendur okkar og meistaraflokks liðin heldur líka stuðningsmenn þegar kemur að stórum leikjum eins og á mót Keflavík að geta fengið alvöru fjölda í húsið því þetta hús[Ljónagryfjan] tekur ekki mjög marga. Það verður bara byltingar breyting og mikil tilhlökkun hjá öllum í félaginu.“ Körfubolti UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira
„Í eðli íþróttarinnar þá eru „run“ og Grindavíkurliðið var betra liðið í seinni hálfleik en við náðum samt að halda þeim í ákveðni fjarlægð og fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik. Njarðvík voru mun betri í fyrri hálfleik en það var ekki alveg sami kraftur í þeim í síðari hálfleiknum. „Ég ætla ekkert að taka neitt af Grindavík en mér fannst við bara vera of oft einfaldlega að kasta frá okkur boltanum þar sem við voum að klára okkar sóknir illa. Það gaf allt of mikið af hraðaupphlaupum og sniðskotum. Við vorum lengi að koma til baka eftir þetta áhlaup að vera komin í 16-17 stig. Það er 1. október og við erum mjög stutt á veg komin og þurfum að verða miklu betri á mörgum sviðum, það er bara staðreynd.“ Þrátt fyrir sterkan sigur Njarðvíkur í kvöld er of snemmt að tala um einhvern „statement sigur.“ „Já, Grindavík eru án Bandaríkjamanns í dag og án Ísabellu. Tveir frábærir leikmenn og mikilvægir póstar í þeirra liði. Við erum ekkert að fara neitt rosalega hátt yfir þessu. Þetta var leikur á heimavelli, síðasta leiknum okkar í Ljónagryfjunni og okkur fannst það vera skylda að klára það með sigri og það tókst.“ Njarðvík voru að kveðja Ljónagryfjuna í kvöld eftir afar farsæl ár þar sem margar frábærar minningar hafa skapast hjá Njarðvíkingum í gegnum árin. Það var mikilvægt að kveðja Ljónagryfjuna með sigri. „Það er mikið fallegra, það er bara staðreynd. Hér er gríðarlega mikil saga til 50 ára og sérstaklega bara ef við höfrum frá 1981 þar sem að mikil velgengni á löngum stundum og stelpurnar hafa tekið þátt í því partý með tveimur titlum á seinni árum. Það er ótrúlega margt sem að fer í gegnum huga mans. Mörg geggjuð móment sem hafa verið hér en á sama tíma mikil ánægja að vera á leiðinni í hús sem að þjónustar ekki bara iðkendur okkar og meistaraflokks liðin heldur líka stuðningsmenn þegar kemur að stórum leikjum eins og á mót Keflavík að geta fengið alvöru fjölda í húsið því þetta hús[Ljónagryfjan] tekur ekki mjög marga. Það verður bara byltingar breyting og mikil tilhlökkun hjá öllum í félaginu.“
Körfubolti UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira