Ólafur Ragnar breytti stöðu forsetaembættisins Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2024 19:31 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn feng að bók Ólafs Ragnars Grímssonar. Ekki hafi verið hefð fyrir útgáfeu sem þessari á Íslandi. Stöð 2/Sigurjón Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn feng af útgáfu dagbóka Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Þær varpi ljósi á hatrammar deilur og veiti fágæta innsýn í atburðarás stjórnmálanna. Þjóðin og valdið eftir Ólaf Ragnar Grímsson sem kom út í dag hefur að geyma dagbókarfærslur hans frá árunum 2004,þegar hann synjaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar, og 2010 og 2011 þegar hann synjaði tvívegis að staðfesta lög um Icesave samninga í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í bókinni er greint frá fundum og samtölum forsetans með Davíð, Jóhönnu og fleirum sem veitir áður óþekkta innsýn í atburðarás átakastjórnmála á Íslandi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmælafræði við Háskólann á Bifröst segir útgáfur sem þessar ekki hafa tíðkast á Íslandi. Eiríkur Bergmann segir Ólaf Ragnar hafa breytt stöðu forseta Íslands í stjórnskipan landsins.Stöð 2/Sigurjón „En það hefur verið skilningur á Vesturlöndum að eftir einhvern tiltekinn tíma sé eðlilegt að upplýsa um slík samtöl eftir atvikum. Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaka þættir sem eiga kannski ekki heima fyrir almennings sjónum,“ segir Eiríkur. Reyndar hefðu einstaka ráðherrar og þingmenn eins og Össur Skarphéðinsson og fleiri gefið út álíka bækur. Það væri hins vegar nýtt að fyrrverandi forseti gerði þetta. „Auðvitað er þetta gríðarlegur fengur fyrir okkur fræðimenn. Líka fyrir alla áhugamenn um stjórnmál. En síðan er þetta auðvitað þannig að Ólafur Ragnar er að gera upp alls konar deilur í þessum dagbókarfærslum við menn og málefni. Ekki síst við menn og andstæðinga sína. Hann treður illsakir við ansi marga.“ Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra lagði fram umdeilt frumvarp um fjölmiðla árið 2004. Eftir að það varð að lögum synjaði Ólafur Ragnar Grímsson lögunum staðfestingar og var það í fyrsta skipti sem forseti beitti 26. grein stjórnarskrárinar.Vísir Nægi þar að nefna Davíð Oddsson formann Sjálfstæðisflokksins og Svavar Gestsson fyrrum félaga í Alþýðubandalaginu. Þar birtist býsna alvarlegar ávirðingar. Aftur á móti hafi forsetaembættið breyst í tíð Ólafs Ragnars fyrir tilstuðlan stórra deilumála eins og fjölmiðlalaganna og Icesave-laganna. Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum staðfestingar í þrígang í forsetatíð sinni.Vísir/Vilhelm „Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þannig að það er óumdeilt í dag,“ segir Eiríkur. Fram að synjunum hans hafi hver lögspekingurinn af öðrum talið málskotsréttinn óvirkan. Embættið hafi fengið aukið vægi í stjórnskipaninni í forsetatíð Ólafs Ragnars og hann fylgt ákaft eftir sínum skilningi á verksviði og valdmörkum forsetaembættisins. „Hann taldi það vera töluvert meira og í rauninni miklu meira heldur en bæði forverar hans og aðrir þátttakendur í íslenskum stjórnmálum töldu. Hann breytti þessu um sumt en auðvitað ekki um allt,“ segir Eiríkur Bergmann. Forseti Íslands Alþingi Fjölmiðlalög Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. 1. október 2024 14:46 Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ 30. september 2024 21:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Þjóðin og valdið eftir Ólaf Ragnar Grímsson sem kom út í dag hefur að geyma dagbókarfærslur hans frá árunum 2004,þegar hann synjaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar, og 2010 og 2011 þegar hann synjaði tvívegis að staðfesta lög um Icesave samninga í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í bókinni er greint frá fundum og samtölum forsetans með Davíð, Jóhönnu og fleirum sem veitir áður óþekkta innsýn í atburðarás átakastjórnmála á Íslandi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmælafræði við Háskólann á Bifröst segir útgáfur sem þessar ekki hafa tíðkast á Íslandi. Eiríkur Bergmann segir Ólaf Ragnar hafa breytt stöðu forseta Íslands í stjórnskipan landsins.Stöð 2/Sigurjón „En það hefur verið skilningur á Vesturlöndum að eftir einhvern tiltekinn tíma sé eðlilegt að upplýsa um slík samtöl eftir atvikum. Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaka þættir sem eiga kannski ekki heima fyrir almennings sjónum,“ segir Eiríkur. Reyndar hefðu einstaka ráðherrar og þingmenn eins og Össur Skarphéðinsson og fleiri gefið út álíka bækur. Það væri hins vegar nýtt að fyrrverandi forseti gerði þetta. „Auðvitað er þetta gríðarlegur fengur fyrir okkur fræðimenn. Líka fyrir alla áhugamenn um stjórnmál. En síðan er þetta auðvitað þannig að Ólafur Ragnar er að gera upp alls konar deilur í þessum dagbókarfærslum við menn og málefni. Ekki síst við menn og andstæðinga sína. Hann treður illsakir við ansi marga.“ Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra lagði fram umdeilt frumvarp um fjölmiðla árið 2004. Eftir að það varð að lögum synjaði Ólafur Ragnar Grímsson lögunum staðfestingar og var það í fyrsta skipti sem forseti beitti 26. grein stjórnarskrárinar.Vísir Nægi þar að nefna Davíð Oddsson formann Sjálfstæðisflokksins og Svavar Gestsson fyrrum félaga í Alþýðubandalaginu. Þar birtist býsna alvarlegar ávirðingar. Aftur á móti hafi forsetaembættið breyst í tíð Ólafs Ragnars fyrir tilstuðlan stórra deilumála eins og fjölmiðlalaganna og Icesave-laganna. Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum staðfestingar í þrígang í forsetatíð sinni.Vísir/Vilhelm „Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þannig að það er óumdeilt í dag,“ segir Eiríkur. Fram að synjunum hans hafi hver lögspekingurinn af öðrum talið málskotsréttinn óvirkan. Embættið hafi fengið aukið vægi í stjórnskipaninni í forsetatíð Ólafs Ragnars og hann fylgt ákaft eftir sínum skilningi á verksviði og valdmörkum forsetaembættisins. „Hann taldi það vera töluvert meira og í rauninni miklu meira heldur en bæði forverar hans og aðrir þátttakendur í íslenskum stjórnmálum töldu. Hann breytti þessu um sumt en auðvitað ekki um allt,“ segir Eiríkur Bergmann.
Forseti Íslands Alþingi Fjölmiðlalög Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. 1. október 2024 14:46 Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ 30. september 2024 21:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. 1. október 2024 14:46
Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ 30. september 2024 21:15
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels