Stofna félag utan um Origo og þrettán önnur rekstrarfélög Árni Sæberg skrifar 1. október 2024 14:35 Ari Daníelsson er forstjóri Origo. Origo Frá og með 1. nóvember mun Skyggnir eignarhaldsfélag taka til starfa og þar með flyst starfsemi Origo sem snýr að rekstrarþjónustu, innviðum og hugbúnaði í aðskilið dótturfélag, Origo ehf. Skyggnir mun fara með hluti í fjórtán rekstrarfélögum. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að tilgangur Origo verði sá sami og hingað til, að skapa betri tækni sem bætir lífið og hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að ná betri árangri með tækninni. Haft er eftir Ara Daníelssyni, forstjóra Origo, að breytingin muni skerpa á hlutverki Origo og efla þjónustu gagnvart viðskiptavinum. Ari verður áfram forstjóri Origo og Skyggni verður alfarið stýrt af þriggja manna stjórn sem skipuð er af eiganda félagsins, framtakssjóðnum Umbreyting II slhf. í rekstri Alfa framtaks. Engin eiginleg starfsemi verður innan Skyggnis heldur verður það aðeins eignarhaldsfélag.Skyggnir Stjórnarmenn verða Gunnar Páll Tryggvason, Árni Jón Pálsson og Sigurður Valtýsson. Betur skilgreint hlutverk Síðan árið 2018 hafi vörumerki Origo gegnt tveimur hlutverkum. Annars vegar sem móðurfélag fjölda dótturfélaga og sem rekstrarfélag með fjölbreytt framboð á sviði upplýsingatækni. Tilgangurinn með skipulagsbreytingunni sé að skilja að starfsemi eignarhaldsfélags og rekstrar. Annars vegar sé þetta gert til að skapa meiri áherslu á vöruþróun og afhendingu lausna og þjónustu hjá Origo. Hins vegar, til að skilgreina betur hlutverk eignarhaldsfélagsins gagnvart rekstrarfélögum þess, samstarfsaðilum og fjárfestum. Tímamót hjá Origo „Þessi breyting eru tímamót hjá Origo og öllum rekstrarfélögum í eigu Skyggnis. Með nýju skipulagi náum við að skerpa betur á hlutverki Origo og hafa rekstur og þjónustu þar í forgrunni. Við einsetjum okkur að vera traustur samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana og að skapa framúrskarandi tæknilausnir sem hjálpa viðskiptavinum okkar að ná árangri,“ er haft eftir Ara. Loks er haft eftir honum að Skyggnir fari með eignarhluti í fjórtán rekstrarfélögum á sviði upplýsingatækni og hafi það hlutverk að koma auga á tækifæri og styðja fyrirtæki í eignasafni sínu til árangurs. Skyggnir mun fara með eignarhluti í fjórtán fyrirtækjum.Skyggnir Sjálfstæð rekstrarfélög í eigu Skyggnis, þar sem Origo ehf. sé stærst, einbeiti sér þannig að viðskiptavinum sínum, vörum og rekstri. Upplýsingatækni Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að tilgangur Origo verði sá sami og hingað til, að skapa betri tækni sem bætir lífið og hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að ná betri árangri með tækninni. Haft er eftir Ara Daníelssyni, forstjóra Origo, að breytingin muni skerpa á hlutverki Origo og efla þjónustu gagnvart viðskiptavinum. Ari verður áfram forstjóri Origo og Skyggni verður alfarið stýrt af þriggja manna stjórn sem skipuð er af eiganda félagsins, framtakssjóðnum Umbreyting II slhf. í rekstri Alfa framtaks. Engin eiginleg starfsemi verður innan Skyggnis heldur verður það aðeins eignarhaldsfélag.Skyggnir Stjórnarmenn verða Gunnar Páll Tryggvason, Árni Jón Pálsson og Sigurður Valtýsson. Betur skilgreint hlutverk Síðan árið 2018 hafi vörumerki Origo gegnt tveimur hlutverkum. Annars vegar sem móðurfélag fjölda dótturfélaga og sem rekstrarfélag með fjölbreytt framboð á sviði upplýsingatækni. Tilgangurinn með skipulagsbreytingunni sé að skilja að starfsemi eignarhaldsfélags og rekstrar. Annars vegar sé þetta gert til að skapa meiri áherslu á vöruþróun og afhendingu lausna og þjónustu hjá Origo. Hins vegar, til að skilgreina betur hlutverk eignarhaldsfélagsins gagnvart rekstrarfélögum þess, samstarfsaðilum og fjárfestum. Tímamót hjá Origo „Þessi breyting eru tímamót hjá Origo og öllum rekstrarfélögum í eigu Skyggnis. Með nýju skipulagi náum við að skerpa betur á hlutverki Origo og hafa rekstur og þjónustu þar í forgrunni. Við einsetjum okkur að vera traustur samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana og að skapa framúrskarandi tæknilausnir sem hjálpa viðskiptavinum okkar að ná árangri,“ er haft eftir Ara. Loks er haft eftir honum að Skyggnir fari með eignarhluti í fjórtán rekstrarfélögum á sviði upplýsingatækni og hafi það hlutverk að koma auga á tækifæri og styðja fyrirtæki í eignasafni sínu til árangurs. Skyggnir mun fara með eignarhluti í fjórtán fyrirtækjum.Skyggnir Sjálfstæð rekstrarfélög í eigu Skyggnis, þar sem Origo ehf. sé stærst, einbeiti sér þannig að viðskiptavinum sínum, vörum og rekstri.
Upplýsingatækni Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira