Leikmenn láta í sér heyra: „Við erum í hættu“ Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 16:46 Timber í baráttunni með Arsenal gegn Manchester City á dögunum Vísir/Getty Jurren Timber, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins, segir leikmönnum stafa hættu af leikjaálagi. Fjöldi leikja sé of mikill og segir hann leikmenn ræða mikið um þetta sín á milli. Umræðan um mikið leikjaálag og hættuna sem að því fylgir skýtur reglulega upp kollinum og nú síðast í kjölfar alvarlegra meiðsla sem Rodri, miðjumaður Englandsmeistara Manchester City varð fyrir á dögunum gegn Arsenal. Rodri, sem sleit krossband, sagði leikmenn nálægt því ákveða verkfallsaðgerðir til þess að mótmæla þessu mikla leikjaálagi og tók Timber undir áhyggjur kollega síns á blaðamannafundi Arsenal í dag fyrir leik morgundagsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu. Timber sjálfur missti úr stóran hluta af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband. „Þetta er mikið rætt innan búningsklefans þessa dagana,“ sagði Timber á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ekki bara hjá Manchester City. Heldur einnig hjá Liverpool og innan okkar búningsklefa. Ég spilaði lítið sem ekkert á síðasta tímabili og er því að njóta þess til hins ítrasta að geta spilað núna. Þið heyrið mig ekki kvarta en ég sýni því sem þeir eru að halda á lofti fullkominn skilning.“ Rodri verður frá út yfirstandandi tímabil vegna sinna meiðsla. Aðspurður hvort leikmenn væru í meiri áhættu vegna fjölda þeirra leikja sem þeir eru að spila þurfti Timber ekki að hugsa sig tvisvar um. „Klárlega. Ég tel í fullri hreinskilni sagt að við séum í hættu út af þessu. Við spiluðum gegn Manchester City fyrir rúmri viku síðan og þeir spiluðu næsta leik einhverjum tveimur dögum síðar. Það er of mikið af því góða.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir leikmennina sjálfa þurfa að standa í stafni í sinni baráttu en kollegi hans hjá Arsenal, Mikel Arteta, segir að hlusta þurfi á sjónarmið leikmanna. „Leikmenn eru að láta í sér heyra núna. Hlustið á okkur og leyfið rödd okkar að heyrast. Það lítur ekki út fyrir að minna verði um leiki hjá okkur á næstunni,“ sagði Timber. Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Umræðan um mikið leikjaálag og hættuna sem að því fylgir skýtur reglulega upp kollinum og nú síðast í kjölfar alvarlegra meiðsla sem Rodri, miðjumaður Englandsmeistara Manchester City varð fyrir á dögunum gegn Arsenal. Rodri, sem sleit krossband, sagði leikmenn nálægt því ákveða verkfallsaðgerðir til þess að mótmæla þessu mikla leikjaálagi og tók Timber undir áhyggjur kollega síns á blaðamannafundi Arsenal í dag fyrir leik morgundagsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu. Timber sjálfur missti úr stóran hluta af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband. „Þetta er mikið rætt innan búningsklefans þessa dagana,“ sagði Timber á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ekki bara hjá Manchester City. Heldur einnig hjá Liverpool og innan okkar búningsklefa. Ég spilaði lítið sem ekkert á síðasta tímabili og er því að njóta þess til hins ítrasta að geta spilað núna. Þið heyrið mig ekki kvarta en ég sýni því sem þeir eru að halda á lofti fullkominn skilning.“ Rodri verður frá út yfirstandandi tímabil vegna sinna meiðsla. Aðspurður hvort leikmenn væru í meiri áhættu vegna fjölda þeirra leikja sem þeir eru að spila þurfti Timber ekki að hugsa sig tvisvar um. „Klárlega. Ég tel í fullri hreinskilni sagt að við séum í hættu út af þessu. Við spiluðum gegn Manchester City fyrir rúmri viku síðan og þeir spiluðu næsta leik einhverjum tveimur dögum síðar. Það er of mikið af því góða.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir leikmennina sjálfa þurfa að standa í stafni í sinni baráttu en kollegi hans hjá Arsenal, Mikel Arteta, segir að hlusta þurfi á sjónarmið leikmanna. „Leikmenn eru að láta í sér heyra núna. Hlustið á okkur og leyfið rödd okkar að heyrast. Það lítur ekki út fyrir að minna verði um leiki hjá okkur á næstunni,“ sagði Timber.
Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira