Neituðu að hafa smyglað tuttugu milljónum sígaretta Árni Sæberg skrifar 30. september 2024 12:20 Ófáir hafa keypt sér sígarettur í Drekanum í gegnum árin. Ætla má að einhverjum þeirra hafi verið smyglað til landsins. Vísir/Vilhelm Tveir sakborninga í máli sem varðar tollalagabrot upp á 741 milljón króna og innflutning á um einni milljón pakka af sígarettum neita sök. Einn sakborninga var erlendis þegar málið var þingfest í morgun og tekur afstöðu til sakarefnis síðar. Þeir Snorri Guðmundsson, sem rekið hefur söluturna undir merkjum Póló, og Sverrir Þór Gunnarsson, eigandi söluturnsins Drekans, mættu í Héraðsdóm Reykjaness í morgun þegar mál á hendur þeim var þingfest. Varðar allt að sex ára fangelsi Þeir sæta ákæru, ásamt þriðja manni, fyrir stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Ásmunda Björg Baldursdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að Snorri og Sverrir Þór hafi neitað sök í morgun. Þriðji maðurinn, starfsmaður flutningafyrirtækisins Thoe shipping, sé erlendis og muni taka afstöðu til sakarefnis á fimmtudag. Aðalmeðferð í málinu hefjist svo í fyrri hluta desember. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða allt að sex ára fangelsis og greiðslu sekta að fjárhæð allt að tíföldum aðflutningsgjöldum af því tollverði sem dregið var undan álagningu aðflutningsgjalda. Haldlögðu fjölda Rolex-úra Í ákæru segir að þess sé krafist að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá eru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess er meðal annars krafist að Snorri verði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krefst ákæruvaldið þess að hann sæti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Héraðssaksóknari krefst þess sömuleiðis að Sverrir Þór verði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra. Áfengi og tóbak Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þeir Snorri Guðmundsson, sem rekið hefur söluturna undir merkjum Póló, og Sverrir Þór Gunnarsson, eigandi söluturnsins Drekans, mættu í Héraðsdóm Reykjaness í morgun þegar mál á hendur þeim var þingfest. Varðar allt að sex ára fangelsi Þeir sæta ákæru, ásamt þriðja manni, fyrir stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Ásmunda Björg Baldursdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að Snorri og Sverrir Þór hafi neitað sök í morgun. Þriðji maðurinn, starfsmaður flutningafyrirtækisins Thoe shipping, sé erlendis og muni taka afstöðu til sakarefnis á fimmtudag. Aðalmeðferð í málinu hefjist svo í fyrri hluta desember. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða allt að sex ára fangelsis og greiðslu sekta að fjárhæð allt að tíföldum aðflutningsgjöldum af því tollverði sem dregið var undan álagningu aðflutningsgjalda. Haldlögðu fjölda Rolex-úra Í ákæru segir að þess sé krafist að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá eru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess er meðal annars krafist að Snorri verði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krefst ákæruvaldið þess að hann sæti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Héraðssaksóknari krefst þess sömuleiðis að Sverrir Þór verði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra.
Áfengi og tóbak Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira