Lægsta raforkuverð heimila í Evrópu Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar 1. október 2024 10:01 Raforkukostnaður heimila á Íslandi árið 2023 var sá lægsti í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Til þess að aukin samkeppni um raforku hafi þau áhrif að raforkuverð heimila fjórfaldist, líkt og varpað hefur verið fram í umræðu hér á landi, þyrfti raforkuverð í smásölu að ellefufaldast. Íslensk heimili, sem búa við lokað, 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, njóta verndar frá skammtímasveiflum í raforkuverði, sem hafa valdið t.d. frændum okkar á hinum Norðurlöndunum vandræðum. Skipulagður viðskiptavettvangur raforku tók til starfa á vormánuðum 2024 og hafa niðurstöður markaðsviðskipta með raforku á Íslandi nú verið opinberar öllum í um hálft ár. Það er mikið framfaraskref að allir geti nú séð verð á raforku í heildsölu. Áhyggjur hafa vaknað um að raforkumarkaðir leiði til mikillar hækkunar á raforkuverði til heimila á Íslandi. Það eru eðlilegar áhyggjur, bæði út frá reynslu nágrannaþjóða og vegna þess að ekkert regluverk er í gildi sem verndar heimili frá verðsamkeppni við stórnotendur raforku. Því er möguleiki að samkeppni um raforku, sérstaklega þar sem nýtt framboð raforku er nú takmarkað, leiði til þess að raforkuverð hækki. Raforkan sjálf 30% af reikningnum Mikilvægt er þó að slíkar hækkanir séu skoðaðar í samhengi og að haft sé í huga að kostnaður heimila við raforku skiptist í þrjá flokka: Í fyrsta lagi er það kostnaður við raforkuna sjálfa, í öðru lagi kostnaður við flutning og dreifingu og í þriðja lagi eru það opinber gjöld. Samkvæmt samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er kostnaður við raforkuna sjálfa um 30% af heildarreikningi heimila á Íslandi, kostnaður við flutning og dreifingu um 50% og opinber gjöld um 20%. Því ráðast einungis 30% af raforkuverði heimila af lögmálum framboðs og eftirspurnar á markaði. En hefur rafmagnsreikningurinn hækkað verulega á sl. árum? Meðal heimili á Íslandi greiddi um 2.700 kr. á mánuði fyrir rafmagnið sjálft í fyrra, um 4.400 kr. fyrir dreifingu og flutning og um 1.900 kr. í opinber gjöld. Milli áranna 2017 og 2023 lækkaði dreifingarkostnaður um 12% að raunvirði skv. greiningu EFLU á þróun raforkuverðs og lægsta verð sem heimilum bauðst að kaupa rafmagnið á lækkaði um 26% að raunvirði. Íslensk heimili búa við lægsta raforkukostnað heimila í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Dreifingarkostnaður er sá 5. lægsti meðal þeirra 35 ríkja sem gögn Eurostat ná til og skattar og opinber gjöld 8. lægst. Fyrirsjáanleikinn verndar heimilin Því hefur verið haldið fram að aukin samkeppni um raforku geti leitt til þess að raforkuverð til íslenskra heimila fjórfaldist. Til að það gerðist þyrfti verð á raforkunni sjálfri að ellefufaldast frá núverandi gildi. Öðrum kostnaðarliðum heimila við raforku, sem eru 70% af heildarreikningnum, er alfarið stjórnað af hinu opinbera í gegnum opinber gjöld og tekjumörk dreifiveitna og flutningsfyrirtækis. Stærstur hluti raforkuviðskipta á Íslandi er í formi framvirkra viðskipta þar sem raforkuverð fyrir heimili er tryggt mánuði og ár fram í tímann. Slíkur fyrirsjáanleiki er mikilvægur fyrir rekstur í lokuðu, 100% endurnýjanlegu raforkukerfi. Það hefur jafnframt þann kost að heimili á Íslandi eru vernduð frá skammtímasveiflum í raforkuverði. Þau búa við annan veruleika en t.d. heimili á Norðurlöndum þar sem verðsveiflur á gasi valda reglulega sveiflum á raforkuverði. Tilkoma raforkumarkaðar er framfaraskref og eykur gagnsæi í verðmyndun. Raforkuverð til heimila á Íslandi er lágt og stöðugt í alþjóðlegum samanburði og við höfum allar forsendur til að tryggja að svo verði áfram. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Raforkukostnaður heimila á Íslandi árið 2023 var sá lægsti í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Til þess að aukin samkeppni um raforku hafi þau áhrif að raforkuverð heimila fjórfaldist, líkt og varpað hefur verið fram í umræðu hér á landi, þyrfti raforkuverð í smásölu að ellefufaldast. Íslensk heimili, sem búa við lokað, 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, njóta verndar frá skammtímasveiflum í raforkuverði, sem hafa valdið t.d. frændum okkar á hinum Norðurlöndunum vandræðum. Skipulagður viðskiptavettvangur raforku tók til starfa á vormánuðum 2024 og hafa niðurstöður markaðsviðskipta með raforku á Íslandi nú verið opinberar öllum í um hálft ár. Það er mikið framfaraskref að allir geti nú séð verð á raforku í heildsölu. Áhyggjur hafa vaknað um að raforkumarkaðir leiði til mikillar hækkunar á raforkuverði til heimila á Íslandi. Það eru eðlilegar áhyggjur, bæði út frá reynslu nágrannaþjóða og vegna þess að ekkert regluverk er í gildi sem verndar heimili frá verðsamkeppni við stórnotendur raforku. Því er möguleiki að samkeppni um raforku, sérstaklega þar sem nýtt framboð raforku er nú takmarkað, leiði til þess að raforkuverð hækki. Raforkan sjálf 30% af reikningnum Mikilvægt er þó að slíkar hækkanir séu skoðaðar í samhengi og að haft sé í huga að kostnaður heimila við raforku skiptist í þrjá flokka: Í fyrsta lagi er það kostnaður við raforkuna sjálfa, í öðru lagi kostnaður við flutning og dreifingu og í þriðja lagi eru það opinber gjöld. Samkvæmt samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er kostnaður við raforkuna sjálfa um 30% af heildarreikningi heimila á Íslandi, kostnaður við flutning og dreifingu um 50% og opinber gjöld um 20%. Því ráðast einungis 30% af raforkuverði heimila af lögmálum framboðs og eftirspurnar á markaði. En hefur rafmagnsreikningurinn hækkað verulega á sl. árum? Meðal heimili á Íslandi greiddi um 2.700 kr. á mánuði fyrir rafmagnið sjálft í fyrra, um 4.400 kr. fyrir dreifingu og flutning og um 1.900 kr. í opinber gjöld. Milli áranna 2017 og 2023 lækkaði dreifingarkostnaður um 12% að raunvirði skv. greiningu EFLU á þróun raforkuverðs og lægsta verð sem heimilum bauðst að kaupa rafmagnið á lækkaði um 26% að raunvirði. Íslensk heimili búa við lægsta raforkukostnað heimila í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Dreifingarkostnaður er sá 5. lægsti meðal þeirra 35 ríkja sem gögn Eurostat ná til og skattar og opinber gjöld 8. lægst. Fyrirsjáanleikinn verndar heimilin Því hefur verið haldið fram að aukin samkeppni um raforku geti leitt til þess að raforkuverð til íslenskra heimila fjórfaldist. Til að það gerðist þyrfti verð á raforkunni sjálfri að ellefufaldast frá núverandi gildi. Öðrum kostnaðarliðum heimila við raforku, sem eru 70% af heildarreikningnum, er alfarið stjórnað af hinu opinbera í gegnum opinber gjöld og tekjumörk dreifiveitna og flutningsfyrirtækis. Stærstur hluti raforkuviðskipta á Íslandi er í formi framvirkra viðskipta þar sem raforkuverð fyrir heimili er tryggt mánuði og ár fram í tímann. Slíkur fyrirsjáanleiki er mikilvægur fyrir rekstur í lokuðu, 100% endurnýjanlegu raforkukerfi. Það hefur jafnframt þann kost að heimili á Íslandi eru vernduð frá skammtímasveiflum í raforkuverði. Þau búa við annan veruleika en t.d. heimili á Norðurlöndum þar sem verðsveiflur á gasi valda reglulega sveiflum á raforkuverði. Tilkoma raforkumarkaðar er framfaraskref og eykur gagnsæi í verðmyndun. Raforkuverð til heimila á Íslandi er lágt og stöðugt í alþjóðlegum samanburði og við höfum allar forsendur til að tryggja að svo verði áfram. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun