Boðað til fundar ráðuneyta og nefnda Alþingis um Ölfusárbrú í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2024 06:16 Fyrirhuguð Ölfusárbrú. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin Boðað hefur verið til fundar meirihluta fjárlaganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis með fulltrúum fjármálaráðuneytisins og innviðaráðuneytisins um stöðu nýrrar Ölfusárbrúar í dag. Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem segir að boðað hafi verið til fundarins í gær og að aðstoðarmenn ráðherra umræddra ráðuneyta hafi haft milligöngu um fundarboðið. Blaðið hefur eftir Njáli Trausta Friðbertssyni, formanni fjárlaganefndar, að til standi að fara yfir stöðu verkefnisins en hann viti ekki til þess að annað verði til umræðu. „Grunnforsendan er að Ölfusárbrú verði að fullu fjármögnuð með veggjöldum og því verður ekki breytt. Ég hvika ekki frá því,“ sagði Njáll Trausti í samtali við Morgunblaðið, sem segir Bjarna Jónsson, formann umhverfis- og samgöngunefndar, hafa tekið í sama streng. Strandar á veggjöldunum Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að smíði nýrrar Ölfusárbrúar væri í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna stæði undir framkvæmdakostnaðinum. Sérfræðingar ríkisábyrgðasjóðs efuðust um að dæmið gengi upp. Til stóð að undirrita samninga milli Vegagerðarinnar og ÞG verks, sem var eini aðilinn sem bauð í smíðina, í sumar og seint í ágúst sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra að hann vænti niðurstöðu „næstu daga“. Heimildir fréttastofu herma að fjármálaráðherra hafi gengið hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöldin nægðu til að borga brúna en lántökuheimild fjárlaga setur það skilyrði að gjaldtaka vegna aksturs yfir brúna verði að standa undir kostnaðinum. „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í síðustu viku. Samgöngur Árborg Ný Ölfusárbrú Flóahreppur Alþingi Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem segir að boðað hafi verið til fundarins í gær og að aðstoðarmenn ráðherra umræddra ráðuneyta hafi haft milligöngu um fundarboðið. Blaðið hefur eftir Njáli Trausta Friðbertssyni, formanni fjárlaganefndar, að til standi að fara yfir stöðu verkefnisins en hann viti ekki til þess að annað verði til umræðu. „Grunnforsendan er að Ölfusárbrú verði að fullu fjármögnuð með veggjöldum og því verður ekki breytt. Ég hvika ekki frá því,“ sagði Njáll Trausti í samtali við Morgunblaðið, sem segir Bjarna Jónsson, formann umhverfis- og samgöngunefndar, hafa tekið í sama streng. Strandar á veggjöldunum Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að smíði nýrrar Ölfusárbrúar væri í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna stæði undir framkvæmdakostnaðinum. Sérfræðingar ríkisábyrgðasjóðs efuðust um að dæmið gengi upp. Til stóð að undirrita samninga milli Vegagerðarinnar og ÞG verks, sem var eini aðilinn sem bauð í smíðina, í sumar og seint í ágúst sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra að hann vænti niðurstöðu „næstu daga“. Heimildir fréttastofu herma að fjármálaráðherra hafi gengið hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöldin nægðu til að borga brúna en lántökuheimild fjárlaga setur það skilyrði að gjaldtaka vegna aksturs yfir brúna verði að standa undir kostnaðinum. „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í síðustu viku.
Samgöngur Árborg Ný Ölfusárbrú Flóahreppur Alþingi Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira