Áhorfandi fékk sex milljónir fyrir ótrúlegt skot Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2024 07:02 Pavel Volkman, fyrir miðju, vissi varla hvernig hann ætti að láta eftir milljónaskotið sitt. Sparta Prag Tékkar kunna ýmislegt fyrir sér í fótbolta og það á við um stuðningsmann Sparta Prag sem tryggði sér sex milljóna króna verðlaun með ótrúlegu skoti. Heimaleikir Sparta Prag fara fram á Letná-leikvanginum sem rúmar tæplega 19.000 manns. Frá því á síðasta ári hefur einn af stuðningsmönnum liðsins fengið, í hálfleik á heimaleikjum, að reyna sig við afar krefjandi skot frá miðju í von um að vinna eina milljón tékkneskra króna, eða jafnvirði sex milljóna íslenskra króna. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan þarf boltinn að fara frá miðjupunktinum og í gegnum lítið gat á marklínunni. Það er erfiðasta þrautin, með hæsta verðlaunafénu, en stuðningsmenn fá einnig að reyna skot frá vítapunkti og vítateigslínu. This bloke won 1,000,000 Czech Koruna (£33,000) for scoring this from the halfway line at half-time in Sparta Prague’s game yesterday. pic.twitter.com/cWgRSH9esW— HLTCO (@HLTCO) September 29, 2024 Engum hafði tekist að hitta í gatið frá miðju fyrr en að Pavel nokkur Volkman reyndi sig, í leik gegn Sigma á föstudagskvöld. Skot hans fór meðfram blautu grasinu í glæsilegum boga, beint í mark. Pavel segist á heimasíðu Sparta hafa verið stuðningsmaður liðsins frá fæðingu. Afi hans hafi séð til þess. Pavel hefur heimsótt Letná-leikvanginn reglulega í tuttugu ár og er með ársmiða. Síðustu ár hafa synir hans tveir komið með honum. En hvernig var að vinna milljónirnar? „Ég býst við að ég átti mig ekki enn á þessu. Sumir voru byrjaðir að fagna strax en það kom mér svolítið á óvart að þetta skyldi takast. Ég man ekkert eftir seinni hálfleiknum af leiknum, því ég var alveg í sjokki. Ég gat heldur ekkert sofið um nóttina en ég er smám saman að ná mér,“ sagði Pavel. Hann segir að sonur sinn hafi upphaflega átt að fara til að taka spyrnuna en á endanum sá pabbinn um það, kannski sem betur fer. Nú stefnir fjölskyldan á að nýta peningana meðal annars í gott frí, mögulega í skíðaferð. Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Heimaleikir Sparta Prag fara fram á Letná-leikvanginum sem rúmar tæplega 19.000 manns. Frá því á síðasta ári hefur einn af stuðningsmönnum liðsins fengið, í hálfleik á heimaleikjum, að reyna sig við afar krefjandi skot frá miðju í von um að vinna eina milljón tékkneskra króna, eða jafnvirði sex milljóna íslenskra króna. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan þarf boltinn að fara frá miðjupunktinum og í gegnum lítið gat á marklínunni. Það er erfiðasta þrautin, með hæsta verðlaunafénu, en stuðningsmenn fá einnig að reyna skot frá vítapunkti og vítateigslínu. This bloke won 1,000,000 Czech Koruna (£33,000) for scoring this from the halfway line at half-time in Sparta Prague’s game yesterday. pic.twitter.com/cWgRSH9esW— HLTCO (@HLTCO) September 29, 2024 Engum hafði tekist að hitta í gatið frá miðju fyrr en að Pavel nokkur Volkman reyndi sig, í leik gegn Sigma á föstudagskvöld. Skot hans fór meðfram blautu grasinu í glæsilegum boga, beint í mark. Pavel segist á heimasíðu Sparta hafa verið stuðningsmaður liðsins frá fæðingu. Afi hans hafi séð til þess. Pavel hefur heimsótt Letná-leikvanginn reglulega í tuttugu ár og er með ársmiða. Síðustu ár hafa synir hans tveir komið með honum. En hvernig var að vinna milljónirnar? „Ég býst við að ég átti mig ekki enn á þessu. Sumir voru byrjaðir að fagna strax en það kom mér svolítið á óvart að þetta skyldi takast. Ég man ekkert eftir seinni hálfleiknum af leiknum, því ég var alveg í sjokki. Ég gat heldur ekkert sofið um nóttina en ég er smám saman að ná mér,“ sagði Pavel. Hann segir að sonur sinn hafi upphaflega átt að fara til að taka spyrnuna en á endanum sá pabbinn um það, kannski sem betur fer. Nú stefnir fjölskyldan á að nýta peningana meðal annars í gott frí, mögulega í skíðaferð.
Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira