„Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt“ Hinrik Wöhler skrifar 29. september 2024 17:40 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, heldur heim norður með eitt stig í farteskinu. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir þokkalega opinn síðari hálfleik skildu Þróttur og Þór/KA jöfn í markalausum leik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, er sæll með að halda hreinu á útivelli og tekur marga jákvæða punkta með sér norður. „Mjög sáttur við margt í þessum leik. Að halda hreinu, mér fannst Harpa [Jóhannsdóttir] standa sig vel okkar megin og sáttur við mjög margt á móti sterku liði á erfiðum útivelli,“ sagði Jóhann eftir leikinn á Avis-vellinum í dag. Ungu leikmenn Þór/KA, Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Eva Dolina-Sokolowska, komu inn af bekknum undir lok leiks og voru ekki langt frá því að koma boltanum í netið á síðustu mínútum leiksins. Jóhann viðurkennir að það hefði verið ansi sætt að sjá það raungerast. „Ég viðurkenni að ég finn líkamlega til að kjúllarnir okkar hafi ekki skorað hérna í restina.“ Gestirnir að norðan fengu góð tækifæri til að komast yfir, sérstaklega í síðari hálfleik, en þeim tókst ekki að koma boltanum fram hjá Mollee Swift í marki Þróttar. „Það verður að segjast að þetta sé sanngjarnt. Það er kannski óþarfa hroki og frekja að tala um að eitthvað sé ósanngjarnt. Þær fengu sín færi og við fengum okkar, ég veit það ekki. Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt,“ sagði Jóhann sposkur á svip. Skellur í síðustu umferð Þór/KA fékk skell í síðustu umferð er liðið tapaði 6-1 á móti Breiðablik. Jóhann Kristinn viðurkennir að hann sé örlítið svekktur með síðustu vikur en er þó sáttur með tímabilið í heild sinni. Það gekk nánast allt upp hjá liðinu framan af sumri og situr Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir. „Þú ert dæmdur af því síðasta sem þú gerðir og okkur líður ekki nógu vel því við höfum átt leiðinda úrslit að undanförnu. Svo náttúrulega þegar menn fjarlægast aðeins frá þessu sjáum við að við spilum nánast fullkomna fyrri umferð þar sem við vinnum öll liðin nema Breiðablik og Val, eins og allir sjá eru þau í sérstöðu í þessari deild,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í tímabilið. „Ég viðurkenni að við erum smá súr með síðasta einn og hálfan mánuð eða svo. Við viljum enda á góðu nótunum, að fá ekki mark á sig í dag á erfiðum útivelli. Reyndar leiðinlegt að skora ekki en þó góð uppbygging fyrir síðasta leik,“ sagði Jóhann Kristinn að lokum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Mjög sáttur við margt í þessum leik. Að halda hreinu, mér fannst Harpa [Jóhannsdóttir] standa sig vel okkar megin og sáttur við mjög margt á móti sterku liði á erfiðum útivelli,“ sagði Jóhann eftir leikinn á Avis-vellinum í dag. Ungu leikmenn Þór/KA, Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Eva Dolina-Sokolowska, komu inn af bekknum undir lok leiks og voru ekki langt frá því að koma boltanum í netið á síðustu mínútum leiksins. Jóhann viðurkennir að það hefði verið ansi sætt að sjá það raungerast. „Ég viðurkenni að ég finn líkamlega til að kjúllarnir okkar hafi ekki skorað hérna í restina.“ Gestirnir að norðan fengu góð tækifæri til að komast yfir, sérstaklega í síðari hálfleik, en þeim tókst ekki að koma boltanum fram hjá Mollee Swift í marki Þróttar. „Það verður að segjast að þetta sé sanngjarnt. Það er kannski óþarfa hroki og frekja að tala um að eitthvað sé ósanngjarnt. Þær fengu sín færi og við fengum okkar, ég veit það ekki. Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt,“ sagði Jóhann sposkur á svip. Skellur í síðustu umferð Þór/KA fékk skell í síðustu umferð er liðið tapaði 6-1 á móti Breiðablik. Jóhann Kristinn viðurkennir að hann sé örlítið svekktur með síðustu vikur en er þó sáttur með tímabilið í heild sinni. Það gekk nánast allt upp hjá liðinu framan af sumri og situr Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir. „Þú ert dæmdur af því síðasta sem þú gerðir og okkur líður ekki nógu vel því við höfum átt leiðinda úrslit að undanförnu. Svo náttúrulega þegar menn fjarlægast aðeins frá þessu sjáum við að við spilum nánast fullkomna fyrri umferð þar sem við vinnum öll liðin nema Breiðablik og Val, eins og allir sjá eru þau í sérstöðu í þessari deild,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í tímabilið. „Ég viðurkenni að við erum smá súr með síðasta einn og hálfan mánuð eða svo. Við viljum enda á góðu nótunum, að fá ekki mark á sig í dag á erfiðum útivelli. Reyndar leiðinlegt að skora ekki en þó góð uppbygging fyrir síðasta leik,“ sagði Jóhann Kristinn að lokum.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn