Freyr um rangan fréttaflutning: „Þetta særði mig mjög mikið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2024 08:01 Freyr á blaðamannafundinum. KV Kortrijk Freyr Alexandersson, þjálfari belgíska efstu deildarliðsins Kortrijk, hefur fengið afsökunarbeiðni eftir fréttaflutning þess efnis að hann væri að fara taka við Cardiff City sem spilar í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Freyr var gríðarlega ósáttur með fréttaflutninginn og lét í sér heyra á X-síðu sinni, áður Twitter. Þá sendi félagið jafnframt frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Á blaðamannafundi á föstudag fór Freyr yfir málið og sagði það sem lá sér á hjarta. Dear Arne. The only lies are the ones in that article. Would never set up this kind of scenario. Thanks for your support 🙏— Freyr Alexandersson (@freyrale) September 24, 2024 „Þetta særði mig mjög mikið. Þegar þú vinnur með blaðamönnum líkt og við gerum þá er það gert með hreinskilni og traust að leiðarljósi. Áður en þú flytur fréttir þá þarftu að athuga þær og athuga þær aftur,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Það hafði hins vegar enginn samband við mig. Ég get fullvissað ykkur um að ef fólk hefur samband við mig þá mun ég ekki ljúga að ykkur. Ég veit vel að það gera allir mistök í starfi en ef þú gerist sekur um slíkt þá ættir þú einnig að geta beðist afsökunar.“ Á vefsíðu Kortrijk kemur fram að blaðamennirnir tveir sem fluttu fyrstir fréttirnar hafi beðist afsökunar á fréttaflutningi sínum og þar með sé því máli lokið að hálfu félagsins. Kortrijk er 8 stig að loknum 8 umferðum og hefur liðið nú leikið fjóra leiki án sigurs. Á sunnudag mætir liðið Royale Union SG sem situr í 12. sæti með 10 stig. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira
Freyr var gríðarlega ósáttur með fréttaflutninginn og lét í sér heyra á X-síðu sinni, áður Twitter. Þá sendi félagið jafnframt frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Á blaðamannafundi á föstudag fór Freyr yfir málið og sagði það sem lá sér á hjarta. Dear Arne. The only lies are the ones in that article. Would never set up this kind of scenario. Thanks for your support 🙏— Freyr Alexandersson (@freyrale) September 24, 2024 „Þetta særði mig mjög mikið. Þegar þú vinnur með blaðamönnum líkt og við gerum þá er það gert með hreinskilni og traust að leiðarljósi. Áður en þú flytur fréttir þá þarftu að athuga þær og athuga þær aftur,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Það hafði hins vegar enginn samband við mig. Ég get fullvissað ykkur um að ef fólk hefur samband við mig þá mun ég ekki ljúga að ykkur. Ég veit vel að það gera allir mistök í starfi en ef þú gerist sekur um slíkt þá ættir þú einnig að geta beðist afsökunar.“ Á vefsíðu Kortrijk kemur fram að blaðamennirnir tveir sem fluttu fyrstir fréttirnar hafi beðist afsökunar á fréttaflutningi sínum og þar með sé því máli lokið að hálfu félagsins. Kortrijk er 8 stig að loknum 8 umferðum og hefur liðið nú leikið fjóra leiki án sigurs. Á sunnudag mætir liðið Royale Union SG sem situr í 12. sæti með 10 stig.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira