Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 21:15 Páll Steingrímsson er ósáttur við að lögreglan sé hætt að rannsaka hvernig síma hans var stolið. Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði einnig stöðu sakbornings í málinu. „Ekki fengum við það réttlæti sem við töldum okkur eiga inni, En síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessu máli,“ skrifaði Páll í færslu á Facebook í kvöld. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, sagði mbl.is í dag að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort að ákvörðun lögreglustjórans yrði kærð. Páll hefur sjálfur sent fjölmiðlum upptöku af fyrrverandi eiginkonu sinni þar sem hún lýsir því hvernig hún fékk starfsmönnum fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV síma hans. Upptakan var sögð hafa verið gerð í sumar. Skipstjórinn lýsir ákvörðun lögreglustjóra sem „talsverðu áfalli“. „Ekki síst vegna þess að hún sýnir að sú taktík sakborninga að tefja, blekka og afvegaleiða rannsókn málsins hefur gengið upp. Í það minnsta um sinn, því ég neita að gefast upp við að sækja réttlæti vegna þeirra[r] árásar sem hópur fjölmiðlamanna gerði á fjölskyldu mína, því slík vinnubrögði [svo] mega aldrei verða endurtekin af þessum hóp, ALDREI,“ skrifar Páll. Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Akureyri Tengdar fréttir Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði einnig stöðu sakbornings í málinu. „Ekki fengum við það réttlæti sem við töldum okkur eiga inni, En síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessu máli,“ skrifaði Páll í færslu á Facebook í kvöld. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, sagði mbl.is í dag að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort að ákvörðun lögreglustjórans yrði kærð. Páll hefur sjálfur sent fjölmiðlum upptöku af fyrrverandi eiginkonu sinni þar sem hún lýsir því hvernig hún fékk starfsmönnum fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV síma hans. Upptakan var sögð hafa verið gerð í sumar. Skipstjórinn lýsir ákvörðun lögreglustjóra sem „talsverðu áfalli“. „Ekki síst vegna þess að hún sýnir að sú taktík sakborninga að tefja, blekka og afvegaleiða rannsókn málsins hefur gengið upp. Í það minnsta um sinn, því ég neita að gefast upp við að sækja réttlæti vegna þeirra[r] árásar sem hópur fjölmiðlamanna gerði á fjölskyldu mína, því slík vinnubrögði [svo] mega aldrei verða endurtekin af þessum hóp, ALDREI,“ skrifar Páll.
Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Akureyri Tengdar fréttir Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36
Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26