Telur sig geta fyllt skarð Rodri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 12:33 Matheus Nunes og Rico Lewis fagna marki þess fyrrnefnda í sigri Manchester City á Watford í enska deildabikarnum. getty/Carl Recine Ekki vantar sjálfstraustið í Matheus Nunes, leikmann Manchester City. Hann telur að hann geti fyllt skarð Rodris sem verður frá keppni næstu mánuðina vegna alvarlegra meiðsla. Rodri meiddist í toppslag City og Arsenal á sunnudaginn og nú er komið í ljós að hann sleit krossband í hné. Spánverjinn gæti því hafa spilað sinn síðasta leik á tímabilinu. Blóðtakan er mikil fyrir City enda Rodri talinn í hópi bestu leikmanna heims og hann þykir líklegur til að vinna Gullboltann 2024. Nunes viðurkenndi að Rodri skildi eftir sig stórt skarð en hann telur að hann geti hjálpað til við að fylla það. „Við þurfum að fylla skarðið því þetta er mikill missir. Hver sá sem er á vellinum þarf að spila vel,“ sagði Nunes sem kom til City frá Wolves í fyrra. „Hjá Wolves spilaði ég meira sem kantmaður og í fyrra spilaði ég meira sem tía en þegar ég var hjá Sporting spilaði ég alltaf sem annar af tveimur miðjumönnum svo ég er öllu vanur. Ég reyni að hjálpa liðinu í hvert einasta skipti sem stjórinn setur mig inn á en ég veit að hinir strákarnir eru líka tilbúnir því liðið er svo gott.“ Nunes benti á að City hefði orðið Englandsmeistari á síðasta tímabili þrátt fyrir að Kevin De Bruyne og Erling Haaland hefðu verið frá vegna meiðsla. Nunes, sem er 26 ára portúgalskur landsliðsmaður, lék 28 leiki með City í öllum keppnum á síðasta tímabili. Hann skoraði seinna mark City í 2-1 sigrinum á Watford í enska deildabikarnum í fyrradag. Það var fyrsta mark hans fyrir félagið. Næsti leikur City er gegn Newcastle United í hádeginu á laugardaginn. Strákarnir hans Peps Guardiola eru með eins stigs forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Rodri meiddist í toppslag City og Arsenal á sunnudaginn og nú er komið í ljós að hann sleit krossband í hné. Spánverjinn gæti því hafa spilað sinn síðasta leik á tímabilinu. Blóðtakan er mikil fyrir City enda Rodri talinn í hópi bestu leikmanna heims og hann þykir líklegur til að vinna Gullboltann 2024. Nunes viðurkenndi að Rodri skildi eftir sig stórt skarð en hann telur að hann geti hjálpað til við að fylla það. „Við þurfum að fylla skarðið því þetta er mikill missir. Hver sá sem er á vellinum þarf að spila vel,“ sagði Nunes sem kom til City frá Wolves í fyrra. „Hjá Wolves spilaði ég meira sem kantmaður og í fyrra spilaði ég meira sem tía en þegar ég var hjá Sporting spilaði ég alltaf sem annar af tveimur miðjumönnum svo ég er öllu vanur. Ég reyni að hjálpa liðinu í hvert einasta skipti sem stjórinn setur mig inn á en ég veit að hinir strákarnir eru líka tilbúnir því liðið er svo gott.“ Nunes benti á að City hefði orðið Englandsmeistari á síðasta tímabili þrátt fyrir að Kevin De Bruyne og Erling Haaland hefðu verið frá vegna meiðsla. Nunes, sem er 26 ára portúgalskur landsliðsmaður, lék 28 leiki með City í öllum keppnum á síðasta tímabili. Hann skoraði seinna mark City í 2-1 sigrinum á Watford í enska deildabikarnum í fyrradag. Það var fyrsta mark hans fyrir félagið. Næsti leikur City er gegn Newcastle United í hádeginu á laugardaginn. Strákarnir hans Peps Guardiola eru með eins stigs forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira