Æfir eftir stæla þjálfarans og banna leikmenn í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 08:46 Ergin Ataman er sár yfir afleiðingum þess að hafa lyft 3+1 fingrum í beinni sjónvarpsútsendingu. Skjáskot/A Spor Canli Það kemur ekki til greina að leikmenn tyrkneska körfuboltaliðsins Fenerbahce spili fyrir tyrkneska landsliðið, á meðan að Ergin Ataman stýrir landsliðinu. Heiftúðugur rígur veldur því. Ataman hefur stýrt tyrkneska landsliðinu frá árinu 2022 en er einnig þjálfari gríska félagsins Panathinaikos. Hann olli mikilli reiði eftir vináttuleik körfuboltaliða Panathinaikos og Galatasaray, en Ataman er stuðningsmaður fótboltaliðs Galatasaray. Ataman lyfti einum fingri og þremur fingrum í átt til áhorfenda, og vísaði þannig í 3-1 sigur Galatasaray gegn Fenerbahce í tyrknesku fótboltadeildinni. Þó að þjálfarinn hafi beðist afsökunar á framferði sínu þá dugar það ekki til. Forráðamenn Fenerbahce eru æfir og hafa tilkynnt að Ataman fái aldrei að nýta leikmenn liðsins í landsliðinu. Segja hegðunina algjört virðingarleysi „Það sem hann gerði fyrir framan milljónir áhorfenda stangast algjörlega á við þá virðingu og heilindi sem landsliðsþjálfari á að sýna. Landsliðið er okkar allra. Allir sem tilheyra því verða að vera meðvitaðir og sýna ábyrgð. Þessi hegðun, sem átti að vera friðþæging gagnvart einu samfélagi, sýnir algjört virðingarleysi gagnvart okkar samfélagi, gagnvart landsliðsþjálfarastarfinu og hreinlega þjóð okkar,“ segir í yfirlýsingu Fenerbahce. Aldrei leynt því hverja hann styður Ataman velur næst landsliðshóp í nóvember þegar Tyrkir mæta Ungverjum í undankeppni EM. Þó að hann segist sjá eftir öllu saman þá verða væntanlega engir leikmenn Fenerbahce í þeim leikjum. „Ég hef sem þjálfari alltaf sýnt Fenerbahce-samfélaginu virðingu en á sama tíma tekið fram að ég er einn harðasti andstæðingur liðsins innan vallar. Ég geri mér grein fyrir því ónæði sem ég olli með hegðun minni, og er afar sorgmæddur yfir því hvernig henni hefur verið tekið, með hætti sem ég vildi ekki,“ sagði Ataman. Körfubolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Ataman hefur stýrt tyrkneska landsliðinu frá árinu 2022 en er einnig þjálfari gríska félagsins Panathinaikos. Hann olli mikilli reiði eftir vináttuleik körfuboltaliða Panathinaikos og Galatasaray, en Ataman er stuðningsmaður fótboltaliðs Galatasaray. Ataman lyfti einum fingri og þremur fingrum í átt til áhorfenda, og vísaði þannig í 3-1 sigur Galatasaray gegn Fenerbahce í tyrknesku fótboltadeildinni. Þó að þjálfarinn hafi beðist afsökunar á framferði sínu þá dugar það ekki til. Forráðamenn Fenerbahce eru æfir og hafa tilkynnt að Ataman fái aldrei að nýta leikmenn liðsins í landsliðinu. Segja hegðunina algjört virðingarleysi „Það sem hann gerði fyrir framan milljónir áhorfenda stangast algjörlega á við þá virðingu og heilindi sem landsliðsþjálfari á að sýna. Landsliðið er okkar allra. Allir sem tilheyra því verða að vera meðvitaðir og sýna ábyrgð. Þessi hegðun, sem átti að vera friðþæging gagnvart einu samfélagi, sýnir algjört virðingarleysi gagnvart okkar samfélagi, gagnvart landsliðsþjálfarastarfinu og hreinlega þjóð okkar,“ segir í yfirlýsingu Fenerbahce. Aldrei leynt því hverja hann styður Ataman velur næst landsliðshóp í nóvember þegar Tyrkir mæta Ungverjum í undankeppni EM. Þó að hann segist sjá eftir öllu saman þá verða væntanlega engir leikmenn Fenerbahce í þeim leikjum. „Ég hef sem þjálfari alltaf sýnt Fenerbahce-samfélaginu virðingu en á sama tíma tekið fram að ég er einn harðasti andstæðingur liðsins innan vallar. Ég geri mér grein fyrir því ónæði sem ég olli með hegðun minni, og er afar sorgmæddur yfir því hvernig henni hefur verið tekið, með hætti sem ég vildi ekki,“ sagði Ataman.
Körfubolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira