Sporting rúllaði yfir Veszprém Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2024 20:29 Orri Freyr var öflugur í kvöld. Sporting Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting áttu ekki í vandræðum með Veszprém, lið Bjarka Más Elíssonar, þegar þau mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þá vann Íslendingalið Gummersbach góðan sigur á meðan Ribe-Esbjerg er enn án sigurs í Danmörku. Sporting hefur komið verulega á óvart í upphafi leiktíðar og hafði fyrir leik kvöldsins unnið báða sína leiki í Meistaradeildinni. Sama var að segja um gestina en leikur kvöldsins stóðst ekki væntingar þar sem hann var í raun aðeins spennandi fyrsta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir það stigu heimamenn á bensíngjöfina og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 23-17. 𝐒𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐧𝐠 𝐂𝐏 are 𝒅𝒐𝒎𝒊𝒏𝒂𝒕𝒊𝒏𝒈 this match! 👀#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/7SdHTjYN8e— EHF Champions League (@ehfcl) September 25, 2024 Í síðari hálfleik jók Sporting forystuna en gestirnir skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og tókst að sjá til þess að munurinn var „aðeins“ níu mörk þegar flautað var til leiksloka, staðan þá 39-30. Orri Freyr var frábær í liði Sporting og skoraði sex mörk á meðan Bjarki Már skoraði tvö í liði gestanna. Sporting er því áfram á toppi A-riðils með fullt hús stiga en Veszprém er með fjögur stig í 3. sæti. Í efstu deild Þýskalands unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach sjö marka útisigur á Stuttgart, lokatölur 28-35. Elliði Snær Viðarsson var frábær í liði gestanna og skoraði sex mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Gummersbach er nú með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Í efstu deild Danmerkur tapaði Íslendingalið Ribe-Esbjerg fyrir Nordsjælland með þriggja marka mun, lokatölur 32-35. Ágúst Elí Björgvinsson varði 8 skot í marki Ribe-Esbjerg á meðan Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark. Ribe-Esbjerg er áfram á botni deildarinnar án stiga. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Danski handboltinn Tengdar fréttir Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. 25. september 2024 18:59 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira
Þá vann Íslendingalið Gummersbach góðan sigur á meðan Ribe-Esbjerg er enn án sigurs í Danmörku. Sporting hefur komið verulega á óvart í upphafi leiktíðar og hafði fyrir leik kvöldsins unnið báða sína leiki í Meistaradeildinni. Sama var að segja um gestina en leikur kvöldsins stóðst ekki væntingar þar sem hann var í raun aðeins spennandi fyrsta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir það stigu heimamenn á bensíngjöfina og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 23-17. 𝐒𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐧𝐠 𝐂𝐏 are 𝒅𝒐𝒎𝒊𝒏𝒂𝒕𝒊𝒏𝒈 this match! 👀#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/7SdHTjYN8e— EHF Champions League (@ehfcl) September 25, 2024 Í síðari hálfleik jók Sporting forystuna en gestirnir skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og tókst að sjá til þess að munurinn var „aðeins“ níu mörk þegar flautað var til leiksloka, staðan þá 39-30. Orri Freyr var frábær í liði Sporting og skoraði sex mörk á meðan Bjarki Már skoraði tvö í liði gestanna. Sporting er því áfram á toppi A-riðils með fullt hús stiga en Veszprém er með fjögur stig í 3. sæti. Í efstu deild Þýskalands unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach sjö marka útisigur á Stuttgart, lokatölur 28-35. Elliði Snær Viðarsson var frábær í liði gestanna og skoraði sex mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Gummersbach er nú með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Í efstu deild Danmerkur tapaði Íslendingalið Ribe-Esbjerg fyrir Nordsjælland með þriggja marka mun, lokatölur 32-35. Ágúst Elí Björgvinsson varði 8 skot í marki Ribe-Esbjerg á meðan Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark. Ribe-Esbjerg er áfram á botni deildarinnar án stiga.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Danski handboltinn Tengdar fréttir Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. 25. september 2024 18:59 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira
Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. 25. september 2024 18:59