Hvern gæti Man City sótt í stað Rodri? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2024 23:03 Pierre Lees-Melou, leikmaður Brest, í Frakklandi, er óvænt á lista BBC yfir þá leikmenn sem Man City gæti sótt til að fylla skarð Rodri. Jean Catuffe/Getty Images Fyrr í dag staðfesti enska knattspyrnufélagið Manchester City að spænski miðjumaðurinn Rodri væri með slitið krossband í hné. Það þýðir að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð og því gæti Man City sótt miðjumann þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik um áramótin, en hvern? We can confirm that Rodri has suffered a ligament injury to his right knee.Everyone at the Club wishes him a speedy recovery 🩵More information 👇— Manchester City (@ManCity) September 25, 2024 Hinn 28 ára gamli Rodri hefur undanfarin misseri verið hreint út sagt ómissandi fyrir Pep Guardiola og lið hans. Með Rodri innanborðs var liðið svo gott sem óstöðvandi en án hans var liðið í stökustu vandræðum. Tölfræðin bakkar þetta upp en með Rodri hefur Man City aðeins tapað 11 prósent viðureigna sinna síðan 2019 á meðan liðið hefur tapað 24 prósent leikja sinna þegar Rodri er fjarri góðu gamni. Nú er ljóst að Pep þarf að stilla upp liði án Rodri næstu mánuðina og þar sem leikmannahópur þess er heldur þunnskipaður á miðsvæðinu gæti farið svo að þjálfarinn leitist eftir styrkingu í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman nokkur nöfn sem gætu verið á blaði hjá Englandsmeisturunum. Leon Goretzka (29 ára, Bayern München) Harry Kane og Goretzka á góðri stund.Alexander Hassenstein/Getty Images Þjóðverjinn er ekki inn í myndinni hjá Vincent Kompany, þjálfara Bayern, og gæti stokkið á tækifærið að ganga í raðir Man City. Samkvæmt tölfræðiforriti Opta er Goretzka einna líkastur Rodri sóknarlega en á þó nokkuð í land varnarlega. Martin Zubimendi (25 ára, Real Sociedad) Spánverjinn Zubimendi fyllti skarð Rodri í úrslitaleik EM síðasta sumar og gæti nú gert slíkt hið sama ef Man City tekst að sannfæra hann um að koma til Englands. Adam Wharton (20 ára, Crystal Palace) Þessi ungi Englendingur gekk í raðir Palace í janúar á þessu ári og var í kjölfarið valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM. Hefur spilað djúpur á miðju fyrir Palace en getur einnig spilað framar á vellinum. BBC telur þó að hann muni kosta skildinginn þar sem hann er aðeins nýgenginn í raðir Palace og enskir leikmenn kosta alltaf sitt. Bruno Guimarães (26 ára, Newcastle United) Gæti hann loks farið til Man City?Vísir/Getty Images Brasilíumaðurinn hefur verið gríðarlega öflugur síðan hann gekk í raðir Newcastle sumarið 2022. Var orðaður við Man City í sumar en Englandsmeistararnir voru ekki tilbúnir að borga uppsett verð. Hefur byrjað tímabilið brösuglega en Newcastle myndi samt sem áður vilja sama verð og var sett á leikmanninn síðasta sumar. Frenkie de Jong (27 ára, Barcelona) Gæti De Jong endað í Manchester eftir allt saman?Pedro Salado/Getty Images Hollendingurinn var orðaður við Man United lengi vel en ekkert varð af þeim vistaskiptum. De Jong virðist líða vel í Katalóníu en fjárhagsvandræði Barcelona eru ekkert að fara gufa upp á næstunni og gæti gott tilboð heillað endurskoðendur félagsins. De Jong hefur hins vegar ekki enn spilað á þessari leiktíð þar sem hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðan í apríl á þessu ári. Pierre Lees-Melou (31 árs, Brest) Óvæntasta nafnið á lista BBC. Samkvæmt Opta er hann í fjórða sæti þegar kemur að leikmönnum sem eru hvað líkastir Rodri. Gekk í raðir Brest árið 2022 og hefur notið sín í botn síðan. Valinn í lið ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð og hjálpaði Brest að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögunni. Hvort það sé nóg fyrir Pep Guardiola verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Það þýðir að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð og því gæti Man City sótt miðjumann þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik um áramótin, en hvern? We can confirm that Rodri has suffered a ligament injury to his right knee.Everyone at the Club wishes him a speedy recovery 🩵More information 👇— Manchester City (@ManCity) September 25, 2024 Hinn 28 ára gamli Rodri hefur undanfarin misseri verið hreint út sagt ómissandi fyrir Pep Guardiola og lið hans. Með Rodri innanborðs var liðið svo gott sem óstöðvandi en án hans var liðið í stökustu vandræðum. Tölfræðin bakkar þetta upp en með Rodri hefur Man City aðeins tapað 11 prósent viðureigna sinna síðan 2019 á meðan liðið hefur tapað 24 prósent leikja sinna þegar Rodri er fjarri góðu gamni. Nú er ljóst að Pep þarf að stilla upp liði án Rodri næstu mánuðina og þar sem leikmannahópur þess er heldur þunnskipaður á miðsvæðinu gæti farið svo að þjálfarinn leitist eftir styrkingu í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman nokkur nöfn sem gætu verið á blaði hjá Englandsmeisturunum. Leon Goretzka (29 ára, Bayern München) Harry Kane og Goretzka á góðri stund.Alexander Hassenstein/Getty Images Þjóðverjinn er ekki inn í myndinni hjá Vincent Kompany, þjálfara Bayern, og gæti stokkið á tækifærið að ganga í raðir Man City. Samkvæmt tölfræðiforriti Opta er Goretzka einna líkastur Rodri sóknarlega en á þó nokkuð í land varnarlega. Martin Zubimendi (25 ára, Real Sociedad) Spánverjinn Zubimendi fyllti skarð Rodri í úrslitaleik EM síðasta sumar og gæti nú gert slíkt hið sama ef Man City tekst að sannfæra hann um að koma til Englands. Adam Wharton (20 ára, Crystal Palace) Þessi ungi Englendingur gekk í raðir Palace í janúar á þessu ári og var í kjölfarið valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM. Hefur spilað djúpur á miðju fyrir Palace en getur einnig spilað framar á vellinum. BBC telur þó að hann muni kosta skildinginn þar sem hann er aðeins nýgenginn í raðir Palace og enskir leikmenn kosta alltaf sitt. Bruno Guimarães (26 ára, Newcastle United) Gæti hann loks farið til Man City?Vísir/Getty Images Brasilíumaðurinn hefur verið gríðarlega öflugur síðan hann gekk í raðir Newcastle sumarið 2022. Var orðaður við Man City í sumar en Englandsmeistararnir voru ekki tilbúnir að borga uppsett verð. Hefur byrjað tímabilið brösuglega en Newcastle myndi samt sem áður vilja sama verð og var sett á leikmanninn síðasta sumar. Frenkie de Jong (27 ára, Barcelona) Gæti De Jong endað í Manchester eftir allt saman?Pedro Salado/Getty Images Hollendingurinn var orðaður við Man United lengi vel en ekkert varð af þeim vistaskiptum. De Jong virðist líða vel í Katalóníu en fjárhagsvandræði Barcelona eru ekkert að fara gufa upp á næstunni og gæti gott tilboð heillað endurskoðendur félagsins. De Jong hefur hins vegar ekki enn spilað á þessari leiktíð þar sem hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðan í apríl á þessu ári. Pierre Lees-Melou (31 árs, Brest) Óvæntasta nafnið á lista BBC. Samkvæmt Opta er hann í fjórða sæti þegar kemur að leikmönnum sem eru hvað líkastir Rodri. Gekk í raðir Brest árið 2022 og hefur notið sín í botn síðan. Valinn í lið ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð og hjálpaði Brest að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögunni. Hvort það sé nóg fyrir Pep Guardiola verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira