Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. september 2024 19:50 Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vísir/Einar Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. „Þetta er náttúrulega umhugsunarefni fyrir okkur, að við skulum lenda ítrekað í því að erlendir gestir sem hingað koma til þess að upplifa land og þjóð geti ekki snúið heim og sagt frá því,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Í gær lést karlmaður sem féll í Brúará, en fyrir tveimur árum lést annar maður sem féll í sömu á. Í dag er einnig réttur mánuður liðinn frá því íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli, með þeim afleiðingum að erlendur ferðamaður lést. Hann segir Ísland markaðssett sem mikla ævintýraeyju. „Að hér upplifi fólk hluti sem það upplifir ekki annarsstaðar. Við þurfum þá að skila því hvernig gestir okkar geta verið öruggir í því umhverfi,“ segir hann, og bætir við að engin einhlít lausn sé við vandanum sem blasi við. Undir öllum komið að gera betur Jón Þór bendir á að Íslendingar alist upp við vitneskju um hættur landsins og þekki hana. „Við þurfum einhvern veginn að koma þeirri vitneskju til ferðamanna á styttri tíma en heilli mannsævi, svo þeir átti sig á hvað er hættulegt og hvað ekki. Ferðaþjónustan hafi mikilla hagsmuna að gæta, en fleiri þurfi að koma að úrbótum. „Auðvitað liggur ábyrgðin hjá okkur sem þjóð, að gera þetta vel.“ Smáforrit sem nemur staðsetningu gæti komið sér vel Jón Þór nefnir Safetravel, sem er vefsíða og smáforrit sem ætlað er að veita upplýsingar til að auka öryggi ferðamanna. „Spurningin er hvort við gætum fengið fjármagn í að þróa það frekar, þannig að þegar fólk er með appið uppsett í símanum sínum fái það skraddarasaumaðar tilkynningar út frá þeim stað sem það er á. Til dæmis ef það er við straumharða á, hættulegt gil eða eitthvað þvíumlíkt.“ Landsbjörg hafi ekki tekið saman fjölda eða hlutfall útkalla sem tengist erlendum ferðamönnum. „En auðvitað finnum við fyrir því að þeir eru stór hluti þeirra sem við komum til aðstoðar.“ Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Þetta er náttúrulega umhugsunarefni fyrir okkur, að við skulum lenda ítrekað í því að erlendir gestir sem hingað koma til þess að upplifa land og þjóð geti ekki snúið heim og sagt frá því,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Í gær lést karlmaður sem féll í Brúará, en fyrir tveimur árum lést annar maður sem féll í sömu á. Í dag er einnig réttur mánuður liðinn frá því íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli, með þeim afleiðingum að erlendur ferðamaður lést. Hann segir Ísland markaðssett sem mikla ævintýraeyju. „Að hér upplifi fólk hluti sem það upplifir ekki annarsstaðar. Við þurfum þá að skila því hvernig gestir okkar geta verið öruggir í því umhverfi,“ segir hann, og bætir við að engin einhlít lausn sé við vandanum sem blasi við. Undir öllum komið að gera betur Jón Þór bendir á að Íslendingar alist upp við vitneskju um hættur landsins og þekki hana. „Við þurfum einhvern veginn að koma þeirri vitneskju til ferðamanna á styttri tíma en heilli mannsævi, svo þeir átti sig á hvað er hættulegt og hvað ekki. Ferðaþjónustan hafi mikilla hagsmuna að gæta, en fleiri þurfi að koma að úrbótum. „Auðvitað liggur ábyrgðin hjá okkur sem þjóð, að gera þetta vel.“ Smáforrit sem nemur staðsetningu gæti komið sér vel Jón Þór nefnir Safetravel, sem er vefsíða og smáforrit sem ætlað er að veita upplýsingar til að auka öryggi ferðamanna. „Spurningin er hvort við gætum fengið fjármagn í að þróa það frekar, þannig að þegar fólk er með appið uppsett í símanum sínum fái það skraddarasaumaðar tilkynningar út frá þeim stað sem það er á. Til dæmis ef það er við straumharða á, hættulegt gil eða eitthvað þvíumlíkt.“ Landsbjörg hafi ekki tekið saman fjölda eða hlutfall útkalla sem tengist erlendum ferðamönnum. „En auðvitað finnum við fyrir því að þeir eru stór hluti þeirra sem við komum til aðstoðar.“
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06
Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59
Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46