Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, en hún fer með rannsókn málsins.
Þar segir að tildrög slyssins séu í rannsókn. Ekki er grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Banaslys varð í Brúará sumarið 2022 þegar kanadískur ríkisborgari kom syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána. Maðurinn féll hins vegar sjálfur í ána og lést. Brúará getur verið mjög straumhörð og köld.