Manndrápstíðni áhyggjuefni þrátt fyrir sveiflur og fólksfjölgun Jón Þór Stefánsson skrifar 25. september 2024 13:17 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðiprófessor. Vísir/Arnar Frá árinu 2016 hafa verið framin um þrjú manndráp á ári að meðaltali á Íslandi. Manndrápstíðnin á því tímabili er nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Þetta kemur fram í grein sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, skrifar á Vísindavefinn. „Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann vanda sem við er að eiga,“ segir í grein Helga. Hann fer yfir tölfræði manndrápa frá síðustu aldamótum, en á þeim tíma hafa um sextíu slík mál verið skráð hjá lögreglu, en þar af er um tugur á síðustu tveimur árum. „Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar voru manndrápin rúmlega tvö á ári að meðaltali. Ef aðeins síðustu ár frá og með 2020 eru skoðuð eru um 3,6 manndráp að meðaltali á ári eða talsverð aukning frá fyrri árum.“ Helgi segir nauðsynlegt að taka mið af mannfjöldabreytingum til að meta þróunina í fjölda manndrápa. Um aldamótin hafi íbúar á Íslandi verið um 280 þúsund, en nú séu um hundrað þúsund fleiri íbúar. „Ef mannfjöldabreytingar eru teknar með í reikninginn er hlutfallsleg aukning manndrápa á Íslandi því ekki eins veruleg og virðist við fyrstu sýn þegar fjöldinn einn og sér er skoðaður,“ segir Helgi. Hann bendir einnig á að manndráp virðist koma í bylgjum. Fimm manndráp hafi verið árið 2000, önnur fimm árið 2002 og enn önnur fimm árið 2004. Slíkir toppar hafi síðan ekki sést aftur fyrr en á allra síðustu árum. Fimm manndráp hafi orðið 2023 og þá minnist hann á að sex manndráp hafi orðið fram í september á þessu ári. Þá telur hann ekki með andlát tíu ára stúlku sem varð í þessum mánuði, en faðir hennar er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru þrátt fyrir allt fátíð hér á landi, sem betur fer. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár.“ Ísland nálægt mörgum Evrópuþjóðum Hjá milljónaþjóðum sé tíðnin yfirleitt stöðugri milli einstakra ára að sögn Helga. „Ef við greinum þróunina á Íslandi frá aldamótum er tíðnin því lægri en þegar topparnir í manndrápum koma upp hjá okkur. Aftur á móti mælast topparnir hátt hjá okkur í samanburði við margar Evrópuþjóðir.“ Helgi minnist á skýrslu um manndráp á Norðurlöndum frá árinu 2007 til 2016, en þar hafi manndrápstíðnin verið lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það segir Helgi að fjöldi manndrápa á Íslandi frá árinu 2016 sé samt áhyggjuefni. Hann vísar til þess að þrjú manndráp séu framin hér á landi að jafnaði sem sé nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Frá 2016 til 2024 séu um að bil 0,7 manndráp á hverja hundrað þúsund íbúa. Lögreglumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, skrifar á Vísindavefinn. „Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann vanda sem við er að eiga,“ segir í grein Helga. Hann fer yfir tölfræði manndrápa frá síðustu aldamótum, en á þeim tíma hafa um sextíu slík mál verið skráð hjá lögreglu, en þar af er um tugur á síðustu tveimur árum. „Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar voru manndrápin rúmlega tvö á ári að meðaltali. Ef aðeins síðustu ár frá og með 2020 eru skoðuð eru um 3,6 manndráp að meðaltali á ári eða talsverð aukning frá fyrri árum.“ Helgi segir nauðsynlegt að taka mið af mannfjöldabreytingum til að meta þróunina í fjölda manndrápa. Um aldamótin hafi íbúar á Íslandi verið um 280 þúsund, en nú séu um hundrað þúsund fleiri íbúar. „Ef mannfjöldabreytingar eru teknar með í reikninginn er hlutfallsleg aukning manndrápa á Íslandi því ekki eins veruleg og virðist við fyrstu sýn þegar fjöldinn einn og sér er skoðaður,“ segir Helgi. Hann bendir einnig á að manndráp virðist koma í bylgjum. Fimm manndráp hafi verið árið 2000, önnur fimm árið 2002 og enn önnur fimm árið 2004. Slíkir toppar hafi síðan ekki sést aftur fyrr en á allra síðustu árum. Fimm manndráp hafi orðið 2023 og þá minnist hann á að sex manndráp hafi orðið fram í september á þessu ári. Þá telur hann ekki með andlát tíu ára stúlku sem varð í þessum mánuði, en faðir hennar er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru þrátt fyrir allt fátíð hér á landi, sem betur fer. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár.“ Ísland nálægt mörgum Evrópuþjóðum Hjá milljónaþjóðum sé tíðnin yfirleitt stöðugri milli einstakra ára að sögn Helga. „Ef við greinum þróunina á Íslandi frá aldamótum er tíðnin því lægri en þegar topparnir í manndrápum koma upp hjá okkur. Aftur á móti mælast topparnir hátt hjá okkur í samanburði við margar Evrópuþjóðir.“ Helgi minnist á skýrslu um manndráp á Norðurlöndum frá árinu 2007 til 2016, en þar hafi manndrápstíðnin verið lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það segir Helgi að fjöldi manndrápa á Íslandi frá árinu 2016 sé samt áhyggjuefni. Hann vísar til þess að þrjú manndráp séu framin hér á landi að jafnaði sem sé nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Frá 2016 til 2024 séu um að bil 0,7 manndráp á hverja hundrað þúsund íbúa.
Lögreglumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira