Innlent

Arnar Þór og Miðflokkur náðu ekki saman

Jón Þór Stefánsson skrifar
Arnar Þór Jónsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Arnar Þór Jónsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm

Viðræður Arnars Þórs Jónssonar, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, og Miðflokksins hafa fjarað út. Hann segist þess vegna undirbúa stofnun nýs stjórnmálaflokks.

Frá þessu greinir Arnar í samtali við Mbl.is. Hann segir að viðræður við Miðflokkinn hafi staðið yfir í sumar og að þær hafi dregist á langinn. Hann hafi lagt til ýmsar tillögur sem fulltrúar Miðflokksins hafi óskað eftir en ekki fengið efnisleg svör við þeim.

„Þetta í raun fjaraði út. Það komu í raun eng­in viðbrögð. Ég sé svo­lítið eft­ir tím­an­um sem fór í þetta en ég taldi mik­il­vægt að reyna þetta til þraut­ar. Fólk í kring­um mig vildi láta á þetta reyna frek­ar en að stofna nýj­an flokk frá grunni,” segir Arnar við Mbl, en hann segist hafa rætt við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, formann Miðflokks­ins, og Bergþór Ólason þing­mann.

„Þetta voru góð sam­töl og ég óska þeim alls hins besta. Það get­ur vel farið svo að við náum að vinna sam­an ef ég stofna flokk sem kemst á þing. Þetta er því allt í mestu vin­semd.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×