Arnar Þór og Miðflokkur náðu ekki saman Jón Þór Stefánsson skrifar 25. september 2024 11:34 Arnar Þór Jónsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Viðræður Arnars Þórs Jónssonar, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, og Miðflokksins hafa fjarað út. Hann segist íhuga alvarlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Arnar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi komið með tillögur og hugmyndir að beiðni Miðflokksins en ekki fengið nein efnisleg svör. „Samningaviðræður ganga út á það að báðir taki þátt,“ segir Arnar. Hann tekur fram að það hafi verið snertifletir víða, en hann hafi viljað ræða mögulegar breytingar á Miðflokknum. Arnar segist þó skilja þeirra hlið þar sem hann hafi verið utanaðkomandi og kallað eftir breytingum á flokknum. „Ég er alls ekki vonsvikinn, þessir fundir þurftu að fara fram. Þetta hefur verið lærdómssríkt,“ segir Arnar sem bætir við að færi hann á þing gæti hann hæglega unnið með Miðflokknum. „Mér fannst ég þurfa að reyna á þetta. En þetta er líka ákveðinn léttir. Nú er ég með hreint borð.“ Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðinn. Nú segist Arnar íhuga það alvarlega að stofna nýjan flokk. Mikil orka hafi farið í viðræðurnar við Miðflokkinn og nú þurfi hann að setjast niður og ræða við sitt fólk og bakland um framtíðina. Hann segir þó ljóst að breytinga sé þörf. „Við þolum ekki önnur sjö ár eins og þau sjö ár sem hafa verið á undan,“ segir hann og minnist sérstaklega á löggæsluna, vegakerfið, og félagslega kerfið í heild sinni. „Það þarf að styrkja innviði Íslands, ef þeir eiga ekki á brotna undan okkar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Miðflokkurinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Arnar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi komið með tillögur og hugmyndir að beiðni Miðflokksins en ekki fengið nein efnisleg svör. „Samningaviðræður ganga út á það að báðir taki þátt,“ segir Arnar. Hann tekur fram að það hafi verið snertifletir víða, en hann hafi viljað ræða mögulegar breytingar á Miðflokknum. Arnar segist þó skilja þeirra hlið þar sem hann hafi verið utanaðkomandi og kallað eftir breytingum á flokknum. „Ég er alls ekki vonsvikinn, þessir fundir þurftu að fara fram. Þetta hefur verið lærdómssríkt,“ segir Arnar sem bætir við að færi hann á þing gæti hann hæglega unnið með Miðflokknum. „Mér fannst ég þurfa að reyna á þetta. En þetta er líka ákveðinn léttir. Nú er ég með hreint borð.“ Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðinn. Nú segist Arnar íhuga það alvarlega að stofna nýjan flokk. Mikil orka hafi farið í viðræðurnar við Miðflokkinn og nú þurfi hann að setjast niður og ræða við sitt fólk og bakland um framtíðina. Hann segir þó ljóst að breytinga sé þörf. „Við þolum ekki önnur sjö ár eins og þau sjö ár sem hafa verið á undan,“ segir hann og minnist sérstaklega á löggæsluna, vegakerfið, og félagslega kerfið í heild sinni. „Það þarf að styrkja innviði Íslands, ef þeir eiga ekki á brotna undan okkar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Miðflokkurinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira