Það á ekki að vera dekur að geta sótt sér sálfræðiþjónustu Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 25. september 2024 11:30 Það skortir ekki sálfræðinga - það þarf að semja um niðurgreiðslu á þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Á Landspítala, í geðheilsuteymum og í heilsugæslu vinna sálfræðingar gríðargott starf og þörf er á fleiri stöðugildum sálfræðinga til að hægt sé að gera enn betur. En það nægir ekki. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru mikilvægur hlekkur í geðheilbrigðisþjónustunni en hlutverk þeirra er ekki viðurkennt af ríkinu. Nú þegar herðir að fólki fjárhagslega eru færri sem geta “leyft sér” að sækja sálfræðimeðferð sem það greiðir sjálft að fullu. Á Íslandi er það nefnilega þannig að sálfræðimeðferð er munaður, dekur sem ekki næstum allir sem á þurfa að halda geta sótt. Stéttaskiptingin er nístandi ljós í því hverjir geta sótt sér þessa þjónustu og hverjir ekki. Sálfræðimeðferð þjónar margs konar tilgangi. Markviss meðferð til að vinna með t.d. þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, kvíðaraskanir og áfallastreitu en einnig ráðgjöf til aðstandenda og foreldra, sambandsráðgjöf, ráðgjöf og stuðningur í krísum vegna t.d. missis, skilnaðar eða atvinnumissis. Sálfræðimeðferð er einnig gríðarlega sterkt inngrip sem forvörn, en oft er hægt að hafa mikil áhrif á framgang og afleiðingar geðraskana, hegðunarvanda og tilfinningavanda ef gripið er snemma inn í. En þá skiptir aðgengið öllu máli. Í sálfræðimeðferð lærir fólk að þekkja sjálft sig og vandann sem glímt er við. Í meðferðinni öðlast viðkomandi nýja þekkingu og færni í gegnum samtöl og æfingar, bæði með sálfræðingnum og á milli tíma. Smám saman lærir fólk að tileinka sér ný viðbrögð og færni til að takast á við krefjandi aðstæður eða erfiðar hugsanir og tilfinningar. Þetta nám sem verður til í sálfræðimeðferð þegar vel er að henni staðið verður ekki tekið af fólki. Sálfræðimeðferð er því eins og nám í skóla, fjárfesting til framtíðar, eitthvað sem undirbýr fólk undir nýjar áskoranir í lífinu. Það er átakanlegt að hugsa til alls unga fólksins sem ekki hefur aðgang að sálfræðimeðferð af því að foreldrar þeirra hafa einfaldlega ekki efni á því. Og eins til allra þeirra foreldra sem sitja ein í vanlíðan sinni án þess að hafa aðgang að ráðgjöf og meðferð sem gæti bæði gagnast þeim og komið í veg fyrir að vanlíðan þeirra hafi áhrif á uppeldi og líðan barna þeirra. Íslenskir sálfræðingar eru vannýtt auðlind. Við erum til reiðu búin að veita þá meðferð sem við höfum þjálfun, reynslu og menntun til að veita á okkar mismunandi sérsviðum. Samningurinn sem nú er í boði fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga er meingallaður sem sést á því hve fáir sálfræðingar hafa getað unnið eftir honum og hve fáum skjólstæðingum hann nýtist til að niðurgreiða meðferð. Samningurinn var settur fram einhliða af sjúkratryggingum án samstarfs við sálfræðinga og er á engan hátt sambærilegur samningum við aðrar fagstéttir. Það er í höndum ríkisins að sýna frumkvæði að því að semja við sálfræðinga og tryggja þannig að þjálfun, reynsla og þekking sjálfstætt starfandi sálfræðinga nýtist samfélaginu í heild, ekki bara sumum. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni og situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Sjá meira
Það skortir ekki sálfræðinga - það þarf að semja um niðurgreiðslu á þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Á Landspítala, í geðheilsuteymum og í heilsugæslu vinna sálfræðingar gríðargott starf og þörf er á fleiri stöðugildum sálfræðinga til að hægt sé að gera enn betur. En það nægir ekki. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru mikilvægur hlekkur í geðheilbrigðisþjónustunni en hlutverk þeirra er ekki viðurkennt af ríkinu. Nú þegar herðir að fólki fjárhagslega eru færri sem geta “leyft sér” að sækja sálfræðimeðferð sem það greiðir sjálft að fullu. Á Íslandi er það nefnilega þannig að sálfræðimeðferð er munaður, dekur sem ekki næstum allir sem á þurfa að halda geta sótt. Stéttaskiptingin er nístandi ljós í því hverjir geta sótt sér þessa þjónustu og hverjir ekki. Sálfræðimeðferð þjónar margs konar tilgangi. Markviss meðferð til að vinna með t.d. þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, kvíðaraskanir og áfallastreitu en einnig ráðgjöf til aðstandenda og foreldra, sambandsráðgjöf, ráðgjöf og stuðningur í krísum vegna t.d. missis, skilnaðar eða atvinnumissis. Sálfræðimeðferð er einnig gríðarlega sterkt inngrip sem forvörn, en oft er hægt að hafa mikil áhrif á framgang og afleiðingar geðraskana, hegðunarvanda og tilfinningavanda ef gripið er snemma inn í. En þá skiptir aðgengið öllu máli. Í sálfræðimeðferð lærir fólk að þekkja sjálft sig og vandann sem glímt er við. Í meðferðinni öðlast viðkomandi nýja þekkingu og færni í gegnum samtöl og æfingar, bæði með sálfræðingnum og á milli tíma. Smám saman lærir fólk að tileinka sér ný viðbrögð og færni til að takast á við krefjandi aðstæður eða erfiðar hugsanir og tilfinningar. Þetta nám sem verður til í sálfræðimeðferð þegar vel er að henni staðið verður ekki tekið af fólki. Sálfræðimeðferð er því eins og nám í skóla, fjárfesting til framtíðar, eitthvað sem undirbýr fólk undir nýjar áskoranir í lífinu. Það er átakanlegt að hugsa til alls unga fólksins sem ekki hefur aðgang að sálfræðimeðferð af því að foreldrar þeirra hafa einfaldlega ekki efni á því. Og eins til allra þeirra foreldra sem sitja ein í vanlíðan sinni án þess að hafa aðgang að ráðgjöf og meðferð sem gæti bæði gagnast þeim og komið í veg fyrir að vanlíðan þeirra hafi áhrif á uppeldi og líðan barna þeirra. Íslenskir sálfræðingar eru vannýtt auðlind. Við erum til reiðu búin að veita þá meðferð sem við höfum þjálfun, reynslu og menntun til að veita á okkar mismunandi sérsviðum. Samningurinn sem nú er í boði fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga er meingallaður sem sést á því hve fáir sálfræðingar hafa getað unnið eftir honum og hve fáum skjólstæðingum hann nýtist til að niðurgreiða meðferð. Samningurinn var settur fram einhliða af sjúkratryggingum án samstarfs við sálfræðinga og er á engan hátt sambærilegur samningum við aðrar fagstéttir. Það er í höndum ríkisins að sýna frumkvæði að því að semja við sálfræðinga og tryggja þannig að þjálfun, reynsla og þekking sjálfstætt starfandi sálfræðinga nýtist samfélaginu í heild, ekki bara sumum. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni og situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun