Ráðstefna um þjóðarátak í húsnæðismálum Ámundi Loftsson skrifar 24. september 2024 15:33 Tillaga til Alþingis, sveitarfélaga, verkalýðforystu og annarra sem láta sig húsnæðismál varða. Ástand húsnæðismála á Íslandi hefur lengi verið í ólestri og fer ört versnandi. Mikill fjöldi fólks mun því að óbreyttu búa áfram við óviðunandi aðstæður. Óþarfi er að draga hér upp sérstaka mynd af stöðu þessara mála. Við vitum öll að ástand þeirra er okkur öllum til skammar. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum. Hér er því lögð fram eftirfarandi tillaga til Alþingis, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga og allra sem ábyrgð bera á þessum málum og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Efnt verði til opinnar ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði þau greind þaula og í framhaldi unnar tillögur um framtíðarskipan þeirra. Ráðstefnan fái allan þann tíma sem málefnið þarfnast. Boðun hennar verði auglýst í fjölmiðlum og þannig tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Marka verður nýja stefnu um landnýtingu, skipulags- og lóðamál, byggingareglur, viðmið og tilgang fasteignagjalda, lánamál og hvaðeina annað, – allt sem nöfnum tjáir að nefna. Öðru fremur verður þetta verkefni að byggja á því að þörfin fyrir húsnæði til heimilishalds er ekki efnahagsleg meinsemd. Það eru mannréttindi að eiga heimili. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og almenningur taki höndum saman og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt yrði um og tafarlaust hrundið í framkvæmd. Allsherjar ráðstefna er þar rökrétt byrjun. Aðild Alþingis, sveitarstjórna og verkalýðshreyfingar að þessu verkefni munu síðan tryggja að samþykktar tillögur ráðstefnunnar verði að veruleika. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Tillaga til Alþingis, sveitarfélaga, verkalýðforystu og annarra sem láta sig húsnæðismál varða. Ástand húsnæðismála á Íslandi hefur lengi verið í ólestri og fer ört versnandi. Mikill fjöldi fólks mun því að óbreyttu búa áfram við óviðunandi aðstæður. Óþarfi er að draga hér upp sérstaka mynd af stöðu þessara mála. Við vitum öll að ástand þeirra er okkur öllum til skammar. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum. Hér er því lögð fram eftirfarandi tillaga til Alþingis, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga og allra sem ábyrgð bera á þessum málum og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Efnt verði til opinnar ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði þau greind þaula og í framhaldi unnar tillögur um framtíðarskipan þeirra. Ráðstefnan fái allan þann tíma sem málefnið þarfnast. Boðun hennar verði auglýst í fjölmiðlum og þannig tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Marka verður nýja stefnu um landnýtingu, skipulags- og lóðamál, byggingareglur, viðmið og tilgang fasteignagjalda, lánamál og hvaðeina annað, – allt sem nöfnum tjáir að nefna. Öðru fremur verður þetta verkefni að byggja á því að þörfin fyrir húsnæði til heimilishalds er ekki efnahagsleg meinsemd. Það eru mannréttindi að eiga heimili. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og almenningur taki höndum saman og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt yrði um og tafarlaust hrundið í framkvæmd. Allsherjar ráðstefna er þar rökrétt byrjun. Aðild Alþingis, sveitarstjórna og verkalýðshreyfingar að þessu verkefni munu síðan tryggja að samþykktar tillögur ráðstefnunnar verði að veruleika. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar