Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2024 13:44 Baldur Þórhallsson var í fimmta sæti í forsetakosningunum í sumar. Vísir/Vilhelm Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. Baldur lagði framboði sínu til 4,9 milljónir króna samkvæmt uppgjöri sem birt var á vef ríkisendurskoðunar í dag. Einstaklingar styrktu það um 7,3 milljónir króna og lögaðilar um 5,7 milljónir. Þá hafði framboðið um 2,3 milljónir króna upp úr sölu á varningi. Meirihluti kostnaðar framboðsins var vegna kaupa á auglýsingum, alls 9,6 milljónir króna. Þá keypti framboðið þjónustu fyrir rúmar sjö milljónir. Alls hlaut Baldur 18.030 atkvæði í kosningunum og hafnaði í fimmta sæti frambjóðenda. Hvert atkvæði kostaði hann 1.132 krónur. Á meðal lögaðila sem styrktu Baldur til forseta voru sælgætisgerðin Góa, Ölgerðin, Kjarnafæði, Atlantsolía og Lyf og heilsa. Tveir einstaklingar gáfu framboðinu meira en 300.000 krónur. Hámarksupphæð sem einstaklingar og lögaðilar mega gefa er 400.000 krónur. Framboð Baldurs var það síðasta sem fékk uppgjör sitt staðfest en ástæðan var athugasemdir sem gerðar voru við styrki frá nokkrum félögum. Þannig voru tvö dæmi um að tvö tengd félög hefðu gefið hámarksupphæð þrátt fyrir að þeim bæri að telja framlög sín saman. Þau gáfu þannig tvöfalt meira en þeim var heimilt. Framboðið endurgreiddi þeim samtals 800.000 krónur. Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Baldur lagði framboði sínu til 4,9 milljónir króna samkvæmt uppgjöri sem birt var á vef ríkisendurskoðunar í dag. Einstaklingar styrktu það um 7,3 milljónir króna og lögaðilar um 5,7 milljónir. Þá hafði framboðið um 2,3 milljónir króna upp úr sölu á varningi. Meirihluti kostnaðar framboðsins var vegna kaupa á auglýsingum, alls 9,6 milljónir króna. Þá keypti framboðið þjónustu fyrir rúmar sjö milljónir. Alls hlaut Baldur 18.030 atkvæði í kosningunum og hafnaði í fimmta sæti frambjóðenda. Hvert atkvæði kostaði hann 1.132 krónur. Á meðal lögaðila sem styrktu Baldur til forseta voru sælgætisgerðin Góa, Ölgerðin, Kjarnafæði, Atlantsolía og Lyf og heilsa. Tveir einstaklingar gáfu framboðinu meira en 300.000 krónur. Hámarksupphæð sem einstaklingar og lögaðilar mega gefa er 400.000 krónur. Framboð Baldurs var það síðasta sem fékk uppgjör sitt staðfest en ástæðan var athugasemdir sem gerðar voru við styrki frá nokkrum félögum. Þannig voru tvö dæmi um að tvö tengd félög hefðu gefið hámarksupphæð þrátt fyrir að þeim bæri að telja framlög sín saman. Þau gáfu þannig tvöfalt meira en þeim var heimilt. Framboðið endurgreiddi þeim samtals 800.000 krónur.
Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira