Haaland fær frí vegna jarðarfarar Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 10:00 Erling Haaland skoraði gegn Arsenal um helgina og ætti að geta mætt Newcastle næsta laugardag. Getty Erling Haaland er farinn til Noregs vegna jarðarfarar og verður ekki með Manchester City í kvöld þegar liðið mætir Watford í enska deildabikarnum í fótbolta. Haaland er mættur til Noregs til að syrgja náinn fjölskylduvin, Ívar Eggja, sem til að mynda var svaramaður í brúðkaupi Alfie Haaland, pabba Erlings. Markahróknum var boðið að taka sér leyfi eftir að Eggja lést en afþakkaði það og spilaði leikina gegn Brentford, Inter og Arsenal, og skoraði í þeim þrjú mörk. Áður hafði hann opnað sig um það á samfélagsmiðlum hve mikið hann saknaði Ívars, sem var 59 ára þegar hann lést. Haaland flaug til Noregs í gær vegna jarðarfararinnar, samkvæmt Manchester Evening News, en talið er að hann verði mættur og klár í slaginn í næsta deildarleik City sem er við Newcastle á útivelli á laugardaginn. Liðsfélagar Haalands hafa, samkvæmt frétt MEN, verið duglegir við að styðja við hann á erfiðum tímum og þeir sendu til að mynda blóm í einkaboxið hans á Etihad-leikvanginum, þar sem hans fólk fylgdist með leik City við Brentford. „Til þess eru lið. Við styðjum hver annan og reynum að hjálpa. Að þessu sinni var það Erling en við reynum allir að hjálpa hver öðrum. Ekki bara við liðsfélagarnir heldur allir í félaginu,“ sagði Manuel Akanji, miðvörður City. Haaland setti met gegn Brentford með því að hafa skorað níu mörk í fyrstu fjórum leikjum úrvalsdeildarinnar, og með markinu gegn Arsenal á sunnudag hefur hann einnig sett met yfir flest mörk í fyrstu fimm leikjum tímabils. Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland ekki refsað Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23. september 2024 12:31 Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira
Haaland er mættur til Noregs til að syrgja náinn fjölskylduvin, Ívar Eggja, sem til að mynda var svaramaður í brúðkaupi Alfie Haaland, pabba Erlings. Markahróknum var boðið að taka sér leyfi eftir að Eggja lést en afþakkaði það og spilaði leikina gegn Brentford, Inter og Arsenal, og skoraði í þeim þrjú mörk. Áður hafði hann opnað sig um það á samfélagsmiðlum hve mikið hann saknaði Ívars, sem var 59 ára þegar hann lést. Haaland flaug til Noregs í gær vegna jarðarfararinnar, samkvæmt Manchester Evening News, en talið er að hann verði mættur og klár í slaginn í næsta deildarleik City sem er við Newcastle á útivelli á laugardaginn. Liðsfélagar Haalands hafa, samkvæmt frétt MEN, verið duglegir við að styðja við hann á erfiðum tímum og þeir sendu til að mynda blóm í einkaboxið hans á Etihad-leikvanginum, þar sem hans fólk fylgdist með leik City við Brentford. „Til þess eru lið. Við styðjum hver annan og reynum að hjálpa. Að þessu sinni var það Erling en við reynum allir að hjálpa hver öðrum. Ekki bara við liðsfélagarnir heldur allir í félaginu,“ sagði Manuel Akanji, miðvörður City. Haaland setti met gegn Brentford með því að hafa skorað níu mörk í fyrstu fjórum leikjum úrvalsdeildarinnar, og með markinu gegn Arsenal á sunnudag hefur hann einnig sett met yfir flest mörk í fyrstu fimm leikjum tímabils.
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland ekki refsað Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23. september 2024 12:31 Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira
Haaland ekki refsað Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23. september 2024 12:31
Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02